Hannar pönkaralega skartgripi Ása Ottesen skrifar 16. september 2013 09:00 Rut Karlsdóttir hannar skart undir nafninu Rut Karls Jewelry. Hún sótti innblástur sinn til pönkaralegra vina sinna í Barcelona. Fréttablaðið/vilhelm „Ég tek keðjur, slít þær í sundur og set þær svo aftur saman með töng. Pabbi minn er smiður og ég fer reglulega og finn eitthvað sniðugt í verkfærakassanum hans sem ég nota svo í hálsmenin,“ segir Rut Karlsdóttir sem hannar skartgripi undir nafninu Rut Karls Jewelry. Rut stundaði fatahönnunarnám við IEP-skólann í Barcelona áður en hún sneri sér að skartgripahönnun. „Ég var að gera lokaverkefnið mitt í skólanum úti og leitaði eftir innblæstri í öllu sem var í kringum mig. Vinahópurinn minn þarna úti samanstóð af svolítið „dark“ og pönkaralegum týpum. Ég heillaðist af útliti þeirra og fékk þannig innblástur fyrir skartgripalínuna mína,“ segir Rut. Hönnun hennar einkennist af keðjum og hauskúpum sem hún málar eða spreyjar.Skartgripir Rutar eru pönkaralegir.Til að byrja með hannaði Rut helst fyrir vini og vandamenn en áður en hún vissi af var hún farin að fá fyrirspurnir frá ókunnugu fólki og þá fyrst fór boltinn að rúlla. „Þetta er allt að smella og ég er ekki lengur að selja bara í gegnum Facebook. Viðskiptavinirnir eru fólk af öllum gerðum, bæði strákar og stelpur. Meira að segja eldri konur hafa keypt hálsmen af mér, þær eru greinilega ekki hræddar við að ganga með hauskúpur um hálsinn,“ segir Rut og hlær. Rut starfar á Hótel Reykjavík um þessar mundir en hyggur á frekara nám í hönnun eða myndlist í framtíðinni. „Mig langar að fara í Myndlistarskóla Reykjavíkur og jafnvel læra ljósmyndun líka. Það er svo margt sem mig langar að gera,“ segir athafnakonan Rut að lokum. Rut Karls Jewlery fæst í Dusted.is Mest lesið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París Tíska og hönnun Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Tónlist Leiksigur Ladda Gagnrýni Fleiri fréttir Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Sjá meira
„Ég tek keðjur, slít þær í sundur og set þær svo aftur saman með töng. Pabbi minn er smiður og ég fer reglulega og finn eitthvað sniðugt í verkfærakassanum hans sem ég nota svo í hálsmenin,“ segir Rut Karlsdóttir sem hannar skartgripi undir nafninu Rut Karls Jewelry. Rut stundaði fatahönnunarnám við IEP-skólann í Barcelona áður en hún sneri sér að skartgripahönnun. „Ég var að gera lokaverkefnið mitt í skólanum úti og leitaði eftir innblæstri í öllu sem var í kringum mig. Vinahópurinn minn þarna úti samanstóð af svolítið „dark“ og pönkaralegum týpum. Ég heillaðist af útliti þeirra og fékk þannig innblástur fyrir skartgripalínuna mína,“ segir Rut. Hönnun hennar einkennist af keðjum og hauskúpum sem hún málar eða spreyjar.Skartgripir Rutar eru pönkaralegir.Til að byrja með hannaði Rut helst fyrir vini og vandamenn en áður en hún vissi af var hún farin að fá fyrirspurnir frá ókunnugu fólki og þá fyrst fór boltinn að rúlla. „Þetta er allt að smella og ég er ekki lengur að selja bara í gegnum Facebook. Viðskiptavinirnir eru fólk af öllum gerðum, bæði strákar og stelpur. Meira að segja eldri konur hafa keypt hálsmen af mér, þær eru greinilega ekki hræddar við að ganga með hauskúpur um hálsinn,“ segir Rut og hlær. Rut starfar á Hótel Reykjavík um þessar mundir en hyggur á frekara nám í hönnun eða myndlist í framtíðinni. „Mig langar að fara í Myndlistarskóla Reykjavíkur og jafnvel læra ljósmyndun líka. Það er svo margt sem mig langar að gera,“ segir athafnakonan Rut að lokum. Rut Karls Jewlery fæst í Dusted.is
Mest lesið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París Tíska og hönnun Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Tónlist Leiksigur Ladda Gagnrýni Fleiri fréttir Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Sjá meira