Hannar pönkaralega skartgripi Ása Ottesen skrifar 16. september 2013 09:00 Rut Karlsdóttir hannar skart undir nafninu Rut Karls Jewelry. Hún sótti innblástur sinn til pönkaralegra vina sinna í Barcelona. Fréttablaðið/vilhelm „Ég tek keðjur, slít þær í sundur og set þær svo aftur saman með töng. Pabbi minn er smiður og ég fer reglulega og finn eitthvað sniðugt í verkfærakassanum hans sem ég nota svo í hálsmenin,“ segir Rut Karlsdóttir sem hannar skartgripi undir nafninu Rut Karls Jewelry. Rut stundaði fatahönnunarnám við IEP-skólann í Barcelona áður en hún sneri sér að skartgripahönnun. „Ég var að gera lokaverkefnið mitt í skólanum úti og leitaði eftir innblæstri í öllu sem var í kringum mig. Vinahópurinn minn þarna úti samanstóð af svolítið „dark“ og pönkaralegum týpum. Ég heillaðist af útliti þeirra og fékk þannig innblástur fyrir skartgripalínuna mína,“ segir Rut. Hönnun hennar einkennist af keðjum og hauskúpum sem hún málar eða spreyjar.Skartgripir Rutar eru pönkaralegir.Til að byrja með hannaði Rut helst fyrir vini og vandamenn en áður en hún vissi af var hún farin að fá fyrirspurnir frá ókunnugu fólki og þá fyrst fór boltinn að rúlla. „Þetta er allt að smella og ég er ekki lengur að selja bara í gegnum Facebook. Viðskiptavinirnir eru fólk af öllum gerðum, bæði strákar og stelpur. Meira að segja eldri konur hafa keypt hálsmen af mér, þær eru greinilega ekki hræddar við að ganga með hauskúpur um hálsinn,“ segir Rut og hlær. Rut starfar á Hótel Reykjavík um þessar mundir en hyggur á frekara nám í hönnun eða myndlist í framtíðinni. „Mig langar að fara í Myndlistarskóla Reykjavíkur og jafnvel læra ljósmyndun líka. Það er svo margt sem mig langar að gera,“ segir athafnakonan Rut að lokum. Rut Karls Jewlery fæst í Dusted.is Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fleiri fréttir Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
„Ég tek keðjur, slít þær í sundur og set þær svo aftur saman með töng. Pabbi minn er smiður og ég fer reglulega og finn eitthvað sniðugt í verkfærakassanum hans sem ég nota svo í hálsmenin,“ segir Rut Karlsdóttir sem hannar skartgripi undir nafninu Rut Karls Jewelry. Rut stundaði fatahönnunarnám við IEP-skólann í Barcelona áður en hún sneri sér að skartgripahönnun. „Ég var að gera lokaverkefnið mitt í skólanum úti og leitaði eftir innblæstri í öllu sem var í kringum mig. Vinahópurinn minn þarna úti samanstóð af svolítið „dark“ og pönkaralegum týpum. Ég heillaðist af útliti þeirra og fékk þannig innblástur fyrir skartgripalínuna mína,“ segir Rut. Hönnun hennar einkennist af keðjum og hauskúpum sem hún málar eða spreyjar.Skartgripir Rutar eru pönkaralegir.Til að byrja með hannaði Rut helst fyrir vini og vandamenn en áður en hún vissi af var hún farin að fá fyrirspurnir frá ókunnugu fólki og þá fyrst fór boltinn að rúlla. „Þetta er allt að smella og ég er ekki lengur að selja bara í gegnum Facebook. Viðskiptavinirnir eru fólk af öllum gerðum, bæði strákar og stelpur. Meira að segja eldri konur hafa keypt hálsmen af mér, þær eru greinilega ekki hræddar við að ganga með hauskúpur um hálsinn,“ segir Rut og hlær. Rut starfar á Hótel Reykjavík um þessar mundir en hyggur á frekara nám í hönnun eða myndlist í framtíðinni. „Mig langar að fara í Myndlistarskóla Reykjavíkur og jafnvel læra ljósmyndun líka. Það er svo margt sem mig langar að gera,“ segir athafnakonan Rut að lokum. Rut Karls Jewlery fæst í Dusted.is
Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fleiri fréttir Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira