Fröken Fix gefur út sína fyrstu bók Marín Manda skrifar 13. september 2013 12:00 Sesselja Thorberg, sem kallar sig Fröken Fix, með bókina Skapaðu inn heimilisstíl. Ég er búin að vera með þessa ráðgjafaþjónustu í fjöldamörg ár og langaði að setja þann fróðleik sem ég hef sankað að mér í gegnum tíðina í eina bók. Þegar ég fór síðan að ræða við útgefandann hafði ég svo margar hugmyndir og því var ákveðið að gera bókaseríu sem nefnist Trix og mix frá Fröken Fix,“ segir Sesselja Thorberg, höfundur bókarinnar „Skapaðu þinn heimilisstíl“ sem kemur í verslanir í dag. Bókin er hönnunarhandbók þar sem stiklað er á stóru um uppröðun, hönnun og hvernig hægt er að skapa heimili án þess að tæma seðlaveskið í leiðinni. Sesselja segir marga eiga erfitt með að gera huggulegt í kringum sig en algengt vandamál sé of mörg húsgögn inni á heimilinu sem skapi ringulreið. Hægt sé að gera ýmis „trix“ til þess að blekkja augun með litum og speglum.Heimili þar sem Sesselja hefur endurhannað rými, breytt litum og innrétt fyrir fyrir bókina sína.Sesselja er menntuð sem vöruhönnuður frá Listaháskóla Íslands og hefur sérhæft sig í innanhússráðgjöf undir nafninu Fröken Fix. Verkefnin hafa verið margvísleg, tengd innanhússhönnun og ráðgjöf og einnig var hún umsjónarmaður hönnunar- og lífsstílsþáttarins Innlit/útlit um tíma. „Það blundaði í mér að stofna mitt eigið því mér fannst vanta aðgengilegri og hagkvæmari leið fyrir alla að betrumbæta heimili sitt. Þetta var bara ástríða mín. Svo vatt þetta upp á sig og svo hafa aðrir fylgt í kjölfarið.“ Aðspurð segir hún heimilið sitt vera blöndu af gömlu og nýju en hún aðhyllist hluti sem hafa sál og húsgögn sem segja einhverja sögu. Hús og heimili Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
Ég er búin að vera með þessa ráðgjafaþjónustu í fjöldamörg ár og langaði að setja þann fróðleik sem ég hef sankað að mér í gegnum tíðina í eina bók. Þegar ég fór síðan að ræða við útgefandann hafði ég svo margar hugmyndir og því var ákveðið að gera bókaseríu sem nefnist Trix og mix frá Fröken Fix,“ segir Sesselja Thorberg, höfundur bókarinnar „Skapaðu þinn heimilisstíl“ sem kemur í verslanir í dag. Bókin er hönnunarhandbók þar sem stiklað er á stóru um uppröðun, hönnun og hvernig hægt er að skapa heimili án þess að tæma seðlaveskið í leiðinni. Sesselja segir marga eiga erfitt með að gera huggulegt í kringum sig en algengt vandamál sé of mörg húsgögn inni á heimilinu sem skapi ringulreið. Hægt sé að gera ýmis „trix“ til þess að blekkja augun með litum og speglum.Heimili þar sem Sesselja hefur endurhannað rými, breytt litum og innrétt fyrir fyrir bókina sína.Sesselja er menntuð sem vöruhönnuður frá Listaháskóla Íslands og hefur sérhæft sig í innanhússráðgjöf undir nafninu Fröken Fix. Verkefnin hafa verið margvísleg, tengd innanhússhönnun og ráðgjöf og einnig var hún umsjónarmaður hönnunar- og lífsstílsþáttarins Innlit/útlit um tíma. „Það blundaði í mér að stofna mitt eigið því mér fannst vanta aðgengilegri og hagkvæmari leið fyrir alla að betrumbæta heimili sitt. Þetta var bara ástríða mín. Svo vatt þetta upp á sig og svo hafa aðrir fylgt í kjölfarið.“ Aðspurð segir hún heimilið sitt vera blöndu af gömlu og nýju en hún aðhyllist hluti sem hafa sál og húsgögn sem segja einhverja sögu.
Hús og heimili Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira