Mamma þín dó í nótt Oddrún Lára Friðgeirsdóttir skrifar 10. september 2013 06:00 „Mamma þín dó í nótt“. Þetta voru orðin sem ég vaknaði við þann 14. maí 2006. Þá var ég 14 ára. Eitthvað sem ég hafði lengi búist við en gat engan veginn búið mig undir var orðið að veruleika. Alltaf býst maður við þessu á morgun, ekki í dag. Hún mamma var falleg og góð, rosalega fyndin og umhyggjusöm. Hún var einstæð móðir með mig og stóru systur mínar tvær. Hún kenndi mér svo margt og elskaði mig mikið. Á hverju einasta kvöldi kyssti ég hana og sagðist elska hana og hún mig, og ef ég bað um sopa af Diet Grape-inu hennar sagði hún ekki bara já. Hún sagði; já, af því að það ert þú. Mér fannst samt alltaf Grape vont, bara sport að fá sopa. Hún kenndi mér fordómaleysi og að bera virðingu fyrir mönnum og dýrum. Ef ég tjáði henni skoðun mína á einhverju þá spurði hún mig alltaf; af hverju? Hún var ekki að efa mig, heldur vildi hún að ég myndi íhuga mál mitt og koma með rök fyrir skoðun minni þó svo að hún væri ekki sú sama og hennar. En mamma mín var geðveik. Hún þjáðist af borderline personality disorder, auk þunglyndis og kvíða. Hún lærði húsgagnasmíði þegar ég var yngri og starfaði sem smiður. En þegar ég var u.þ.b. 9-10 ára fóru veikindin að segja sífellt meira til sín þar til hún hætti að vinna og varð öryrki. Á síðustu árunum var hún inn og út af geðdeild og í iðjuþjálfun. Nokkrum sinnum hafði hún reynt sjálfsvíg. Aðfaranótt mæðradagsins 2006 náði sjúkdómurinn loksins yfirhöndinni og hún endaði sitt líf.Hetjuleg barátta Ég hef oft verið spurð hvort ég sé reið út í mömmu. Reið af því að hún ákvað að fara frá okkur. Og heyri oft að sjálfsvíg sé sjálfselska. Alltaf verð ég jafnhissa að heyra þetta. Þessa nótt tók hún ekki þá sjálfselsku, meðvituðu ákvörðun um að yfirgefa börnin sín. Hennar veikindi, vanlíðan, hennar sjúkdómur varð þess valdandi að hún dó. Hennar mein sást ekki utan á henni og því á sumt fólk enn erfitt með að skilja hvernig það getur dregið manneskju til dauða. Eftir að hafa alist upp með geðveiki í kringum mig og horft upp á þessi veikindi og þessa rosalegu vanlíðan get ég ekki með nokkru móti séð hvernig manneskja getur talist sjálfselsk. Mamma barðist á hverjum einasta degi, virkilega barðist, við erfið veikindi og var augljóslega ekki að sýna vanmátt eða eigingirni á neinn hátt, heldur hetjulega baráttu. Oft eru geðræn veikindi í umræðunni og þessi umræða hefur verið örlítið opnari undanfarin ár. Núna 10. september er alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna og því fannst mér rétt að skrifa þessa grein. Árið sem mamma dó, 2006, voru þau 32 sem féllu fyrir eigin hendi, 22 karlar og 10 konur. Tíðnin hér á landi sveiflast frá 33-37 á hverju ári, 2-3 í hverjum mánuði. Mér finnst samt enn langt í land með að talað sé jafn opinskátt um geðræn veikindi og um önnur, sérstaklega miðað við þann fjölda sem berst við þessi veikindi og enn fleiri aðstandendur eins og ég sem þurfa að kljást við sorgina yfir að missa einhvern sem deyr úr þessum veikindum. Enn er þetta skömmustumál hjá mörgum. Ég vona að það breytist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
„Mamma þín dó í nótt“. Þetta voru orðin sem ég vaknaði við þann 14. maí 2006. Þá var ég 14 ára. Eitthvað sem ég hafði lengi búist við en gat engan veginn búið mig undir var orðið að veruleika. Alltaf býst maður við þessu á morgun, ekki í dag. Hún mamma var falleg og góð, rosalega fyndin og umhyggjusöm. Hún var einstæð móðir með mig og stóru systur mínar tvær. Hún kenndi mér svo margt og elskaði mig mikið. Á hverju einasta kvöldi kyssti ég hana og sagðist elska hana og hún mig, og ef ég bað um sopa af Diet Grape-inu hennar sagði hún ekki bara já. Hún sagði; já, af því að það ert þú. Mér fannst samt alltaf Grape vont, bara sport að fá sopa. Hún kenndi mér fordómaleysi og að bera virðingu fyrir mönnum og dýrum. Ef ég tjáði henni skoðun mína á einhverju þá spurði hún mig alltaf; af hverju? Hún var ekki að efa mig, heldur vildi hún að ég myndi íhuga mál mitt og koma með rök fyrir skoðun minni þó svo að hún væri ekki sú sama og hennar. En mamma mín var geðveik. Hún þjáðist af borderline personality disorder, auk þunglyndis og kvíða. Hún lærði húsgagnasmíði þegar ég var yngri og starfaði sem smiður. En þegar ég var u.þ.b. 9-10 ára fóru veikindin að segja sífellt meira til sín þar til hún hætti að vinna og varð öryrki. Á síðustu árunum var hún inn og út af geðdeild og í iðjuþjálfun. Nokkrum sinnum hafði hún reynt sjálfsvíg. Aðfaranótt mæðradagsins 2006 náði sjúkdómurinn loksins yfirhöndinni og hún endaði sitt líf.Hetjuleg barátta Ég hef oft verið spurð hvort ég sé reið út í mömmu. Reið af því að hún ákvað að fara frá okkur. Og heyri oft að sjálfsvíg sé sjálfselska. Alltaf verð ég jafnhissa að heyra þetta. Þessa nótt tók hún ekki þá sjálfselsku, meðvituðu ákvörðun um að yfirgefa börnin sín. Hennar veikindi, vanlíðan, hennar sjúkdómur varð þess valdandi að hún dó. Hennar mein sást ekki utan á henni og því á sumt fólk enn erfitt með að skilja hvernig það getur dregið manneskju til dauða. Eftir að hafa alist upp með geðveiki í kringum mig og horft upp á þessi veikindi og þessa rosalegu vanlíðan get ég ekki með nokkru móti séð hvernig manneskja getur talist sjálfselsk. Mamma barðist á hverjum einasta degi, virkilega barðist, við erfið veikindi og var augljóslega ekki að sýna vanmátt eða eigingirni á neinn hátt, heldur hetjulega baráttu. Oft eru geðræn veikindi í umræðunni og þessi umræða hefur verið örlítið opnari undanfarin ár. Núna 10. september er alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna og því fannst mér rétt að skrifa þessa grein. Árið sem mamma dó, 2006, voru þau 32 sem féllu fyrir eigin hendi, 22 karlar og 10 konur. Tíðnin hér á landi sveiflast frá 33-37 á hverju ári, 2-3 í hverjum mánuði. Mér finnst samt enn langt í land með að talað sé jafn opinskátt um geðræn veikindi og um önnur, sérstaklega miðað við þann fjölda sem berst við þessi veikindi og enn fleiri aðstandendur eins og ég sem þurfa að kljást við sorgina yfir að missa einhvern sem deyr úr þessum veikindum. Enn er þetta skömmustumál hjá mörgum. Ég vona að það breytist.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun