Mamma þín dó í nótt Oddrún Lára Friðgeirsdóttir skrifar 10. september 2013 06:00 „Mamma þín dó í nótt“. Þetta voru orðin sem ég vaknaði við þann 14. maí 2006. Þá var ég 14 ára. Eitthvað sem ég hafði lengi búist við en gat engan veginn búið mig undir var orðið að veruleika. Alltaf býst maður við þessu á morgun, ekki í dag. Hún mamma var falleg og góð, rosalega fyndin og umhyggjusöm. Hún var einstæð móðir með mig og stóru systur mínar tvær. Hún kenndi mér svo margt og elskaði mig mikið. Á hverju einasta kvöldi kyssti ég hana og sagðist elska hana og hún mig, og ef ég bað um sopa af Diet Grape-inu hennar sagði hún ekki bara já. Hún sagði; já, af því að það ert þú. Mér fannst samt alltaf Grape vont, bara sport að fá sopa. Hún kenndi mér fordómaleysi og að bera virðingu fyrir mönnum og dýrum. Ef ég tjáði henni skoðun mína á einhverju þá spurði hún mig alltaf; af hverju? Hún var ekki að efa mig, heldur vildi hún að ég myndi íhuga mál mitt og koma með rök fyrir skoðun minni þó svo að hún væri ekki sú sama og hennar. En mamma mín var geðveik. Hún þjáðist af borderline personality disorder, auk þunglyndis og kvíða. Hún lærði húsgagnasmíði þegar ég var yngri og starfaði sem smiður. En þegar ég var u.þ.b. 9-10 ára fóru veikindin að segja sífellt meira til sín þar til hún hætti að vinna og varð öryrki. Á síðustu árunum var hún inn og út af geðdeild og í iðjuþjálfun. Nokkrum sinnum hafði hún reynt sjálfsvíg. Aðfaranótt mæðradagsins 2006 náði sjúkdómurinn loksins yfirhöndinni og hún endaði sitt líf.Hetjuleg barátta Ég hef oft verið spurð hvort ég sé reið út í mömmu. Reið af því að hún ákvað að fara frá okkur. Og heyri oft að sjálfsvíg sé sjálfselska. Alltaf verð ég jafnhissa að heyra þetta. Þessa nótt tók hún ekki þá sjálfselsku, meðvituðu ákvörðun um að yfirgefa börnin sín. Hennar veikindi, vanlíðan, hennar sjúkdómur varð þess valdandi að hún dó. Hennar mein sást ekki utan á henni og því á sumt fólk enn erfitt með að skilja hvernig það getur dregið manneskju til dauða. Eftir að hafa alist upp með geðveiki í kringum mig og horft upp á þessi veikindi og þessa rosalegu vanlíðan get ég ekki með nokkru móti séð hvernig manneskja getur talist sjálfselsk. Mamma barðist á hverjum einasta degi, virkilega barðist, við erfið veikindi og var augljóslega ekki að sýna vanmátt eða eigingirni á neinn hátt, heldur hetjulega baráttu. Oft eru geðræn veikindi í umræðunni og þessi umræða hefur verið örlítið opnari undanfarin ár. Núna 10. september er alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna og því fannst mér rétt að skrifa þessa grein. Árið sem mamma dó, 2006, voru þau 32 sem féllu fyrir eigin hendi, 22 karlar og 10 konur. Tíðnin hér á landi sveiflast frá 33-37 á hverju ári, 2-3 í hverjum mánuði. Mér finnst samt enn langt í land með að talað sé jafn opinskátt um geðræn veikindi og um önnur, sérstaklega miðað við þann fjölda sem berst við þessi veikindi og enn fleiri aðstandendur eins og ég sem þurfa að kljást við sorgina yfir að missa einhvern sem deyr úr þessum veikindum. Enn er þetta skömmustumál hjá mörgum. Ég vona að það breytist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
„Mamma þín dó í nótt“. Þetta voru orðin sem ég vaknaði við þann 14. maí 2006. Þá var ég 14 ára. Eitthvað sem ég hafði lengi búist við en gat engan veginn búið mig undir var orðið að veruleika. Alltaf býst maður við þessu á morgun, ekki í dag. Hún mamma var falleg og góð, rosalega fyndin og umhyggjusöm. Hún var einstæð móðir með mig og stóru systur mínar tvær. Hún kenndi mér svo margt og elskaði mig mikið. Á hverju einasta kvöldi kyssti ég hana og sagðist elska hana og hún mig, og ef ég bað um sopa af Diet Grape-inu hennar sagði hún ekki bara já. Hún sagði; já, af því að það ert þú. Mér fannst samt alltaf Grape vont, bara sport að fá sopa. Hún kenndi mér fordómaleysi og að bera virðingu fyrir mönnum og dýrum. Ef ég tjáði henni skoðun mína á einhverju þá spurði hún mig alltaf; af hverju? Hún var ekki að efa mig, heldur vildi hún að ég myndi íhuga mál mitt og koma með rök fyrir skoðun minni þó svo að hún væri ekki sú sama og hennar. En mamma mín var geðveik. Hún þjáðist af borderline personality disorder, auk þunglyndis og kvíða. Hún lærði húsgagnasmíði þegar ég var yngri og starfaði sem smiður. En þegar ég var u.þ.b. 9-10 ára fóru veikindin að segja sífellt meira til sín þar til hún hætti að vinna og varð öryrki. Á síðustu árunum var hún inn og út af geðdeild og í iðjuþjálfun. Nokkrum sinnum hafði hún reynt sjálfsvíg. Aðfaranótt mæðradagsins 2006 náði sjúkdómurinn loksins yfirhöndinni og hún endaði sitt líf.Hetjuleg barátta Ég hef oft verið spurð hvort ég sé reið út í mömmu. Reið af því að hún ákvað að fara frá okkur. Og heyri oft að sjálfsvíg sé sjálfselska. Alltaf verð ég jafnhissa að heyra þetta. Þessa nótt tók hún ekki þá sjálfselsku, meðvituðu ákvörðun um að yfirgefa börnin sín. Hennar veikindi, vanlíðan, hennar sjúkdómur varð þess valdandi að hún dó. Hennar mein sást ekki utan á henni og því á sumt fólk enn erfitt með að skilja hvernig það getur dregið manneskju til dauða. Eftir að hafa alist upp með geðveiki í kringum mig og horft upp á þessi veikindi og þessa rosalegu vanlíðan get ég ekki með nokkru móti séð hvernig manneskja getur talist sjálfselsk. Mamma barðist á hverjum einasta degi, virkilega barðist, við erfið veikindi og var augljóslega ekki að sýna vanmátt eða eigingirni á neinn hátt, heldur hetjulega baráttu. Oft eru geðræn veikindi í umræðunni og þessi umræða hefur verið örlítið opnari undanfarin ár. Núna 10. september er alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna og því fannst mér rétt að skrifa þessa grein. Árið sem mamma dó, 2006, voru þau 32 sem féllu fyrir eigin hendi, 22 karlar og 10 konur. Tíðnin hér á landi sveiflast frá 33-37 á hverju ári, 2-3 í hverjum mánuði. Mér finnst samt enn langt í land með að talað sé jafn opinskátt um geðræn veikindi og um önnur, sérstaklega miðað við þann fjölda sem berst við þessi veikindi og enn fleiri aðstandendur eins og ég sem þurfa að kljást við sorgina yfir að missa einhvern sem deyr úr þessum veikindum. Enn er þetta skömmustumál hjá mörgum. Ég vona að það breytist.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun