Einfeldni, ekki heimska Sighvatur Björgvinsson skrifar 26. ágúst 2013 07:00 Þorsteinn Pálsson, Benedikt Jóhannesson, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Vilhjálmur Bjarnason – og þið öll hin. Hvernig dettur ykkur þetta í hug? Þið eruð ekki heimsk, eða hvað? Þið viljið að ríkisstjórnin ykkar, sem er stofnað til af tveimur flokkum, sem báðir tveir eru algerlega andvígir aðild Íslands að Evrópusambandinu, gersamlega án tillits til niðurstöðu samningaviðræðna þar um, láti fara fram atkvæðagreiðslu um hvort eigi að ljúka þeim samningaviðræðum, sem hafnar voru af síðustu ríkisstjórn gegn afdráttarlausum vilja flokka ykkar. Þetta viljið þið í þeirri von að meirihluti þjóðarinnar sé andvígur yfirlýstri stefnu flokkanna ykkar og þvingi þá og ríkisstjórn þeirra til þess að breyta þvert gegn yfirlýstri stefnu sinni. Og hvað svo? Gunnar Bragi Sveinsson mæti til Brussel með beiðni um að samningaviðræðum um aðild Íslands að ESB verði áfram haldið þó hann og ríkisstjórn hans séu algerlega andvíg því að þær viðræður leiði til jákvæðrar niðurstöðu! Að Bjarni Benediktsson lýsi því yfir að Sjálfstæðisflokkurinn í ríkisstjórn vilji fara að ræða við Þjóðverja, Svía, Dani, Breta – og alla þá hina – um samruna sem flokkurinn sé algerlega andvígur! Hvílík heimska! Hvílíkt rugl! Hvílíkt aðhlátursefni þjóða heims yrðu ekki Íslendingar! Nóg er nú samt! Afbötun ykkar fyrir að kjósa og fylgja málstað í síðustu kosningum sem ykkar sjónarmiðum er andsnúinn fæst ekki svona. Segið heldur eins og satt er: Fyrirgefið okkur. Við vissum ekki hvað við vorum að gera! A.m.k. gerið þið ykkur þá ekki að aðhlátursefni. Bara að saklausum einfeldningum! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ert þú með þráhyggju? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
Þorsteinn Pálsson, Benedikt Jóhannesson, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Vilhjálmur Bjarnason – og þið öll hin. Hvernig dettur ykkur þetta í hug? Þið eruð ekki heimsk, eða hvað? Þið viljið að ríkisstjórnin ykkar, sem er stofnað til af tveimur flokkum, sem báðir tveir eru algerlega andvígir aðild Íslands að Evrópusambandinu, gersamlega án tillits til niðurstöðu samningaviðræðna þar um, láti fara fram atkvæðagreiðslu um hvort eigi að ljúka þeim samningaviðræðum, sem hafnar voru af síðustu ríkisstjórn gegn afdráttarlausum vilja flokka ykkar. Þetta viljið þið í þeirri von að meirihluti þjóðarinnar sé andvígur yfirlýstri stefnu flokkanna ykkar og þvingi þá og ríkisstjórn þeirra til þess að breyta þvert gegn yfirlýstri stefnu sinni. Og hvað svo? Gunnar Bragi Sveinsson mæti til Brussel með beiðni um að samningaviðræðum um aðild Íslands að ESB verði áfram haldið þó hann og ríkisstjórn hans séu algerlega andvíg því að þær viðræður leiði til jákvæðrar niðurstöðu! Að Bjarni Benediktsson lýsi því yfir að Sjálfstæðisflokkurinn í ríkisstjórn vilji fara að ræða við Þjóðverja, Svía, Dani, Breta – og alla þá hina – um samruna sem flokkurinn sé algerlega andvígur! Hvílík heimska! Hvílíkt rugl! Hvílíkt aðhlátursefni þjóða heims yrðu ekki Íslendingar! Nóg er nú samt! Afbötun ykkar fyrir að kjósa og fylgja málstað í síðustu kosningum sem ykkar sjónarmiðum er andsnúinn fæst ekki svona. Segið heldur eins og satt er: Fyrirgefið okkur. Við vissum ekki hvað við vorum að gera! A.m.k. gerið þið ykkur þá ekki að aðhlátursefni. Bara að saklausum einfeldningum!
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar