Lýðræði er málið Þorvaldur Örn Árnason skrifar 23. ágúst 2013 08:00 Geir Haarde var dæmdur í Landsdómi fyrir að leggja ekki fyrirsjáanlegt bankahrun formlega fyrir ríkisstjórnina heldur pukrast með málið í þröngum hópi þar til allt hrundi. Í kjölfar álits Evrópuráðsins nýlega er talað um að leggja Landsdóm niður því kjósendur en ekki dómstólar eigi að refsa fyrir pólitísk afglöp. Það geri kjósendur með því að kjósa ekki aftur yfir sig þá sem bregðast þeim. Á því varð misbrestur í alþingiskosningunum í vor. Þeim stjórnmálaflokkum sem lögðu grunn að hruninu mikla var refsað lítillega í hita leiksins í kosningunum 2009, en fjórum árum síðar virðist allt vera gleymt – eða fyrirgefið – og þeir endurheimta fyrra fylgi. Það gerist á sama tíma og verið er að draga fyrir dóm nokkra af áhrifavöldum hrunsins úr hópi kaupsýslumanna (braskara) fyrir að skara ótæpilega eld að eigin köku í krafti regluverks sem þríflokkurinn (Framsókn, Samfylking og umfram allt Sjálfstæðisflokkur) hafði lagt þeim upp í hendur árin áður. Ættu ekki pólitíkusar, sem skópu hriplekt regluverk og gerðu hrunið mögulegt, að bera þyngri ábyrgð og hljóta þyngri refsingu en þeir sem nýttu sér glufurnar? Þessir sem grisjuðu eftirlitið og trúðu að „ósýnileg hönd“ frjálshyggjunnar myndi stýra öllu öllum til heilla? Er einhver að refsa þessum stjórnmálamönnum? Ekki dómstólar, nema hvað Geir Haarde fékk vægan skilyrtan dóm. Ekki kjósendur, sem virðast hafa gleymt eða fyrirgefið mistökin og sumir líklega farnir að láta sig dreyma um að skara eld að eigin köku á nýjan leik, á kostnað heildarinnar. Flokkurinn sem á stærstan hlut í ógöngum íbúðalánakerfisins fékk glæsta kosningu á sama tíma og afglöpin blöstu við. Auðvitað ætti lýðræði að virka þannig að kjósendur refsi með atkvæði sínu fyrir afdrifarík pólitísk afglöp og glæfra. En nýlegt dæmi sýnir að þeir gera það almennt ekki. Margir virðast hafa kokgleypt kosningaloforð sem augljóst mátti vera að yrðu ekki efnd. Hér bregst lýðræðið í aðhaldshlutverki sínu. Við blasir alvarlegur lýðræðisbrestur. Almenningur (kjósendur) virðist ekki valda því hlutverki að gæta hagsmuna sinna og lætur blekkjast af berum lygum og hálfsannleik. Hvað er til ráða? Ætti að grípa til uppfræðsluátaks í þjóðfélaginu, líkt og gert var þegar alnæmi tók að breiðast út? Líkt og gerst hefur undanfarin ár til að upplýsa og afstýra kynferðislegu ofbeldi? Slagorðin gætu verið á þessa leið: Settu (efnahagslega) öryggið á oddinn! Ekki láta tæla þig með innantómum loforðum! Viðurkenndu að það hafi verið brotið á réttindum þínum – það er allt í lagi að segja frá. Eða þannig? Í fjóra áratugi hefur undirbúningur fyrir líf og starf í lýðræðisþjóðfélagi verið eitt af meginmarkmiðum grunnskólans. Hefur það skilað árangri? Samkvæmt nýrri námskrá á lýðræði að vera einn af sex grunnþáttum í öllu menntakerfinu næstu ár. Er einhver von til að það gangi betur? Lýðræði er ekki bara þekking og kunnátta, miklu fremur viðhorf og lífsstíll. Það er erfitt að miðla lífsviðhorfi nema að hafa tök á því sjálfur – að lifa sjálfur samkvæmt því. Til að skólar geti eflt lýðræði í þjóðfélaginu þurfa þeir sjálfir að vera lýðræðislegir og þeir sem þar starfa að hafa lýðræði að hugsjón. Starfsfólk og nemendur þurfa að fá ríkuleg tækifæri til að móta eigið líf og samfélag sitt í samstarfi við aðra – eins og þroski hvers og aðstæður leyfa – og takast á við meiri áskoranir eftir því sem þeim vex vit og ásmegin. Æfa sig í að greina áreiðanleika upplýsinga og sjá í gegnum blekkingar. Vera uppbyggilegir og gagnrýnir. Skólar geta örugglega eflt lýðræði öllum til handa, en því aðeins að það verði almenn lýðræðisvakning í öllu þjóðfélaginu. Því skora ég á þig, lesandi góður, að velta fyrir þér hvað hægt sé að gera til að efla lýðræði og stuðla með því að betra og traustara mannlífi okkar allra – í bráð og lengd. Tökum á því saman, innan skóla sem utan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsdómur Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Geir Haarde var dæmdur í Landsdómi fyrir að leggja ekki fyrirsjáanlegt bankahrun formlega fyrir ríkisstjórnina heldur pukrast með málið í þröngum hópi þar til allt hrundi. Í kjölfar álits Evrópuráðsins nýlega er talað um að leggja Landsdóm niður því kjósendur en ekki dómstólar eigi að refsa fyrir pólitísk afglöp. Það geri kjósendur með því að kjósa ekki aftur yfir sig þá sem bregðast þeim. Á því varð misbrestur í alþingiskosningunum í vor. Þeim stjórnmálaflokkum sem lögðu grunn að hruninu mikla var refsað lítillega í hita leiksins í kosningunum 2009, en fjórum árum síðar virðist allt vera gleymt – eða fyrirgefið – og þeir endurheimta fyrra fylgi. Það gerist á sama tíma og verið er að draga fyrir dóm nokkra af áhrifavöldum hrunsins úr hópi kaupsýslumanna (braskara) fyrir að skara ótæpilega eld að eigin köku í krafti regluverks sem þríflokkurinn (Framsókn, Samfylking og umfram allt Sjálfstæðisflokkur) hafði lagt þeim upp í hendur árin áður. Ættu ekki pólitíkusar, sem skópu hriplekt regluverk og gerðu hrunið mögulegt, að bera þyngri ábyrgð og hljóta þyngri refsingu en þeir sem nýttu sér glufurnar? Þessir sem grisjuðu eftirlitið og trúðu að „ósýnileg hönd“ frjálshyggjunnar myndi stýra öllu öllum til heilla? Er einhver að refsa þessum stjórnmálamönnum? Ekki dómstólar, nema hvað Geir Haarde fékk vægan skilyrtan dóm. Ekki kjósendur, sem virðast hafa gleymt eða fyrirgefið mistökin og sumir líklega farnir að láta sig dreyma um að skara eld að eigin köku á nýjan leik, á kostnað heildarinnar. Flokkurinn sem á stærstan hlut í ógöngum íbúðalánakerfisins fékk glæsta kosningu á sama tíma og afglöpin blöstu við. Auðvitað ætti lýðræði að virka þannig að kjósendur refsi með atkvæði sínu fyrir afdrifarík pólitísk afglöp og glæfra. En nýlegt dæmi sýnir að þeir gera það almennt ekki. Margir virðast hafa kokgleypt kosningaloforð sem augljóst mátti vera að yrðu ekki efnd. Hér bregst lýðræðið í aðhaldshlutverki sínu. Við blasir alvarlegur lýðræðisbrestur. Almenningur (kjósendur) virðist ekki valda því hlutverki að gæta hagsmuna sinna og lætur blekkjast af berum lygum og hálfsannleik. Hvað er til ráða? Ætti að grípa til uppfræðsluátaks í þjóðfélaginu, líkt og gert var þegar alnæmi tók að breiðast út? Líkt og gerst hefur undanfarin ár til að upplýsa og afstýra kynferðislegu ofbeldi? Slagorðin gætu verið á þessa leið: Settu (efnahagslega) öryggið á oddinn! Ekki láta tæla þig með innantómum loforðum! Viðurkenndu að það hafi verið brotið á réttindum þínum – það er allt í lagi að segja frá. Eða þannig? Í fjóra áratugi hefur undirbúningur fyrir líf og starf í lýðræðisþjóðfélagi verið eitt af meginmarkmiðum grunnskólans. Hefur það skilað árangri? Samkvæmt nýrri námskrá á lýðræði að vera einn af sex grunnþáttum í öllu menntakerfinu næstu ár. Er einhver von til að það gangi betur? Lýðræði er ekki bara þekking og kunnátta, miklu fremur viðhorf og lífsstíll. Það er erfitt að miðla lífsviðhorfi nema að hafa tök á því sjálfur – að lifa sjálfur samkvæmt því. Til að skólar geti eflt lýðræði í þjóðfélaginu þurfa þeir sjálfir að vera lýðræðislegir og þeir sem þar starfa að hafa lýðræði að hugsjón. Starfsfólk og nemendur þurfa að fá ríkuleg tækifæri til að móta eigið líf og samfélag sitt í samstarfi við aðra – eins og þroski hvers og aðstæður leyfa – og takast á við meiri áskoranir eftir því sem þeim vex vit og ásmegin. Æfa sig í að greina áreiðanleika upplýsinga og sjá í gegnum blekkingar. Vera uppbyggilegir og gagnrýnir. Skólar geta örugglega eflt lýðræði öllum til handa, en því aðeins að það verði almenn lýðræðisvakning í öllu þjóðfélaginu. Því skora ég á þig, lesandi góður, að velta fyrir þér hvað hægt sé að gera til að efla lýðræði og stuðla með því að betra og traustara mannlífi okkar allra – í bráð og lengd. Tökum á því saman, innan skóla sem utan.
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar