Netherinn í Jørstadmoen Elín Hirst skrifar 21. ágúst 2013 09:00 Ég er nýkomin frá Noregi þar sem ég heimsótti herstöð sem sérhæfir sig í netöryggismálum landsins. Heimsóknin vakti mig til mikillar umhugsunar um öryggi okkar Íslendinga. Tölvukerfi stýra öllu. Fjarskiptum, rafmagni og samgöngum þar á meðal flugumferð. Viðkvæmar upplýsingar um heilsufar og lyfjanotkun eru vistaðar í tilteknum tölvukerfum. Fjármál bæði einstaklinga og fyrirtækja eru vistuð í öðrum. Meira að segja gætu tölvuþrjótar ráðist inn í tölvukerfi sem stýrir gangráði hjartasjúklinga í því skyni að gera þeim mein Í höfuðstöðvum netöryggismál í Jørstadmoen í Noregi skammt frá Lillehammer, standa menn vaktina fyrir Noregs hönd allan sólarhringinn, allan ársins hring. Ekki veitir af því fjöldi tilrauna er gerður á hverjum einasta degi til að brjótast inn í mikilvæg tölvukerfi í Noregi í því skyni að stela verðmætum, upplýsingum eða einfaldlega til þess að valda skaða. Því má halda fram með góðum rökum að ef til átaka kæmi í heiminum í nánustu framtíð myndu net- og tölvuvarnir viðkomandi þjóða skipta afar miklu máli. Netöryggi er því brýnt þjóðaröryggismál, eitt það allra mikilvægasta á vorum tímum. Ljóst er að Íslendingar verða að móta sér skýra stefnu í þessum málaflokki. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði nýlega á fundi með framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins að Ísland vildi taka þátt í þróun bandalagsins varðandi netöryggismál og að Ísland henti vel fyrir alþjóðlega björgunarmiðstöð á Norðurslóðum. Hvorutveggja er ég sammála. Við okkur blasir ný heimsmynd þegar siglingar hefjast um Norðurpólinn, þar sem lega Íslands verður afar mikilvæg ekki síst á sviði björgunarmála. Hvað netöryggismálin snertir legg ég til að við óskum eftir samstarfi við Norðmenn á þessu sviði innan NATÓ. Noregur og Ísland eru frændþjóðir þar sem hagsmunir fara mjög oft saman. Það hlýtur að vera afar verðmætt fyrir litla þjóð eins og okkar að geta átt hlutdeild í og aðgengi að þessu mikilvæga öryggisneti sem Norðmenn hafa byggt upp í Jørstadmoen. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Hirst Mest lesið Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Skoðun Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Ég er nýkomin frá Noregi þar sem ég heimsótti herstöð sem sérhæfir sig í netöryggismálum landsins. Heimsóknin vakti mig til mikillar umhugsunar um öryggi okkar Íslendinga. Tölvukerfi stýra öllu. Fjarskiptum, rafmagni og samgöngum þar á meðal flugumferð. Viðkvæmar upplýsingar um heilsufar og lyfjanotkun eru vistaðar í tilteknum tölvukerfum. Fjármál bæði einstaklinga og fyrirtækja eru vistuð í öðrum. Meira að segja gætu tölvuþrjótar ráðist inn í tölvukerfi sem stýrir gangráði hjartasjúklinga í því skyni að gera þeim mein Í höfuðstöðvum netöryggismál í Jørstadmoen í Noregi skammt frá Lillehammer, standa menn vaktina fyrir Noregs hönd allan sólarhringinn, allan ársins hring. Ekki veitir af því fjöldi tilrauna er gerður á hverjum einasta degi til að brjótast inn í mikilvæg tölvukerfi í Noregi í því skyni að stela verðmætum, upplýsingum eða einfaldlega til þess að valda skaða. Því má halda fram með góðum rökum að ef til átaka kæmi í heiminum í nánustu framtíð myndu net- og tölvuvarnir viðkomandi þjóða skipta afar miklu máli. Netöryggi er því brýnt þjóðaröryggismál, eitt það allra mikilvægasta á vorum tímum. Ljóst er að Íslendingar verða að móta sér skýra stefnu í þessum málaflokki. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði nýlega á fundi með framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins að Ísland vildi taka þátt í þróun bandalagsins varðandi netöryggismál og að Ísland henti vel fyrir alþjóðlega björgunarmiðstöð á Norðurslóðum. Hvorutveggja er ég sammála. Við okkur blasir ný heimsmynd þegar siglingar hefjast um Norðurpólinn, þar sem lega Íslands verður afar mikilvæg ekki síst á sviði björgunarmála. Hvað netöryggismálin snertir legg ég til að við óskum eftir samstarfi við Norðmenn á þessu sviði innan NATÓ. Noregur og Ísland eru frændþjóðir þar sem hagsmunir fara mjög oft saman. Það hlýtur að vera afar verðmætt fyrir litla þjóð eins og okkar að geta átt hlutdeild í og aðgengi að þessu mikilvæga öryggisneti sem Norðmenn hafa byggt upp í Jørstadmoen.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun