Þokkalega erfitt að fylgjast með af hliðarlínunni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. ágúst 2013 07:00 Einar Daði Lárusson. Fréttablaðið/Anton Tugþrautarkappinn Einar Daði Lárusson hefur verið frá æfingum og keppni síðan í vetur vegna meiðsla á hásin. ÍR-ingurinn er að hefja uppbyggingartímabil sitt eftir langa hvíld og telur stöðuna vera nokkuð góða. „Ég finn ekkert til nema þegar ég geri eitthvað heimskulegt,“ segir Einar léttur. Hann segist vel geta skokkað og æft þokkalega án þess að finna til í hásininni. Einar Daði segist ætla að gefa sér góðan tíma í endurkomuna og mæta sterkur til leiks árið 2014. Þrátt fyrir að erfitt hafi verið að fylgjast með af hliðarlínunni segir hann ótrúlega gaman að fylgjast með gangi mála í frjálsum íþróttum á árinu. „Það er ekki gaman að vera ekki með. Það er búið að vera þokkalega erfitt,“ segir Einar Daði, sem á annan besta árangur Íslandssögunnar í tugþraut. Hann fékk 7.898 stig í Tékklandi síðastliðið sumar og var mikils að vænta af honum í ár. Það verður þó að bíða næsta árs. „En þetta er búið að vera frábært ár hér á landi og gaman að fylgjast með því hve margir standa sig vel,“ segir Einar Daði. Hann telur sig merkja vaxandi áhuga á frjálsum hér á landi og fagnar því. ÍR-ingurinn 23 ára, sem nemur lífefnafræði við Háskóla Íslands, segist ekki hafa fundið neina töfralausn við að láta tímann líða á hliðarlínunni. Hann segist þó hafa fengið mikið út úr tveggja vikna ferð út á land með stangarstökksþjálfara sínum, Kristjáni Gissurarsyni, í sumar. „Ég var ekki í símasambandi og alveg einangraður,“ segir Einar Daði sem vann baki brotnu fyrir þjálfara sinn. Það hafi verið góður tími og get honum gott. „Það er styrkur í umhverfinu. Maður andar að sér fersku lofti og líður vel.“ Frjálsar íþróttir Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Sjá meira
Tugþrautarkappinn Einar Daði Lárusson hefur verið frá æfingum og keppni síðan í vetur vegna meiðsla á hásin. ÍR-ingurinn er að hefja uppbyggingartímabil sitt eftir langa hvíld og telur stöðuna vera nokkuð góða. „Ég finn ekkert til nema þegar ég geri eitthvað heimskulegt,“ segir Einar léttur. Hann segist vel geta skokkað og æft þokkalega án þess að finna til í hásininni. Einar Daði segist ætla að gefa sér góðan tíma í endurkomuna og mæta sterkur til leiks árið 2014. Þrátt fyrir að erfitt hafi verið að fylgjast með af hliðarlínunni segir hann ótrúlega gaman að fylgjast með gangi mála í frjálsum íþróttum á árinu. „Það er ekki gaman að vera ekki með. Það er búið að vera þokkalega erfitt,“ segir Einar Daði, sem á annan besta árangur Íslandssögunnar í tugþraut. Hann fékk 7.898 stig í Tékklandi síðastliðið sumar og var mikils að vænta af honum í ár. Það verður þó að bíða næsta árs. „En þetta er búið að vera frábært ár hér á landi og gaman að fylgjast með því hve margir standa sig vel,“ segir Einar Daði. Hann telur sig merkja vaxandi áhuga á frjálsum hér á landi og fagnar því. ÍR-ingurinn 23 ára, sem nemur lífefnafræði við Háskóla Íslands, segist ekki hafa fundið neina töfralausn við að láta tímann líða á hliðarlínunni. Hann segist þó hafa fengið mikið út úr tveggja vikna ferð út á land með stangarstökksþjálfara sínum, Kristjáni Gissurarsyni, í sumar. „Ég var ekki í símasambandi og alveg einangraður,“ segir Einar Daði sem vann baki brotnu fyrir þjálfara sinn. Það hafi verið góður tími og get honum gott. „Það er styrkur í umhverfinu. Maður andar að sér fersku lofti og líður vel.“
Frjálsar íþróttir Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Sjá meira