Þokkalega erfitt að fylgjast með af hliðarlínunni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. ágúst 2013 07:00 Einar Daði Lárusson. Fréttablaðið/Anton Tugþrautarkappinn Einar Daði Lárusson hefur verið frá æfingum og keppni síðan í vetur vegna meiðsla á hásin. ÍR-ingurinn er að hefja uppbyggingartímabil sitt eftir langa hvíld og telur stöðuna vera nokkuð góða. „Ég finn ekkert til nema þegar ég geri eitthvað heimskulegt,“ segir Einar léttur. Hann segist vel geta skokkað og æft þokkalega án þess að finna til í hásininni. Einar Daði segist ætla að gefa sér góðan tíma í endurkomuna og mæta sterkur til leiks árið 2014. Þrátt fyrir að erfitt hafi verið að fylgjast með af hliðarlínunni segir hann ótrúlega gaman að fylgjast með gangi mála í frjálsum íþróttum á árinu. „Það er ekki gaman að vera ekki með. Það er búið að vera þokkalega erfitt,“ segir Einar Daði, sem á annan besta árangur Íslandssögunnar í tugþraut. Hann fékk 7.898 stig í Tékklandi síðastliðið sumar og var mikils að vænta af honum í ár. Það verður þó að bíða næsta árs. „En þetta er búið að vera frábært ár hér á landi og gaman að fylgjast með því hve margir standa sig vel,“ segir Einar Daði. Hann telur sig merkja vaxandi áhuga á frjálsum hér á landi og fagnar því. ÍR-ingurinn 23 ára, sem nemur lífefnafræði við Háskóla Íslands, segist ekki hafa fundið neina töfralausn við að láta tímann líða á hliðarlínunni. Hann segist þó hafa fengið mikið út úr tveggja vikna ferð út á land með stangarstökksþjálfara sínum, Kristjáni Gissurarsyni, í sumar. „Ég var ekki í símasambandi og alveg einangraður,“ segir Einar Daði sem vann baki brotnu fyrir þjálfara sinn. Það hafi verið góður tími og get honum gott. „Það er styrkur í umhverfinu. Maður andar að sér fersku lofti og líður vel.“ Frjálsar íþróttir Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjá meira
Tugþrautarkappinn Einar Daði Lárusson hefur verið frá æfingum og keppni síðan í vetur vegna meiðsla á hásin. ÍR-ingurinn er að hefja uppbyggingartímabil sitt eftir langa hvíld og telur stöðuna vera nokkuð góða. „Ég finn ekkert til nema þegar ég geri eitthvað heimskulegt,“ segir Einar léttur. Hann segist vel geta skokkað og æft þokkalega án þess að finna til í hásininni. Einar Daði segist ætla að gefa sér góðan tíma í endurkomuna og mæta sterkur til leiks árið 2014. Þrátt fyrir að erfitt hafi verið að fylgjast með af hliðarlínunni segir hann ótrúlega gaman að fylgjast með gangi mála í frjálsum íþróttum á árinu. „Það er ekki gaman að vera ekki með. Það er búið að vera þokkalega erfitt,“ segir Einar Daði, sem á annan besta árangur Íslandssögunnar í tugþraut. Hann fékk 7.898 stig í Tékklandi síðastliðið sumar og var mikils að vænta af honum í ár. Það verður þó að bíða næsta árs. „En þetta er búið að vera frábært ár hér á landi og gaman að fylgjast með því hve margir standa sig vel,“ segir Einar Daði. Hann telur sig merkja vaxandi áhuga á frjálsum hér á landi og fagnar því. ÍR-ingurinn 23 ára, sem nemur lífefnafræði við Háskóla Íslands, segist ekki hafa fundið neina töfralausn við að láta tímann líða á hliðarlínunni. Hann segist þó hafa fengið mikið út úr tveggja vikna ferð út á land með stangarstökksþjálfara sínum, Kristjáni Gissurarsyni, í sumar. „Ég var ekki í símasambandi og alveg einangraður,“ segir Einar Daði sem vann baki brotnu fyrir þjálfara sinn. Það hafi verið góður tími og get honum gott. „Það er styrkur í umhverfinu. Maður andar að sér fersku lofti og líður vel.“
Frjálsar íþróttir Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjá meira