Sterkasti stjórnarandstæðingurinn Sighvatur Björgvinsson skrifar 16. ágúst 2013 07:00 Nýútkomin skýrsla Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er áhugaverð lesning – svo ekki sé meira sagt. Ekki aðeins fyrir þá sök hvað í henni stendur heldur ekki síður það svar, sem gefið er í skýrslunni við hefðbundnum viðbárum Íslendinga við umsögnum erlendra sérfræðinga um efnahagsstöðu og horfur á Íslandi, þ.e. að þar tali þeir, sem enga þekkingu hafi á Íslandi og því sem íslenskt er. Slíkar viðbárur þar sem umsögnum erlendra sérfræðinga var vísað út í hafsauga voru stöðugt viðkvæði fyrir hrun og eru nú aftur farnar að skjóta upp kollinum. Auk Íslendinga, sem unnið hafa með starfsmönnum AGS við sjálfa gerð skýrslunnar, hafa upplýsingar verið sóttar til: 1). Íslenskra stjórnvalda, 2) íslenskra eftirlitsaðila 3) íslenskra alþingismanna 4) fulltrúa íslenskrar verkalýðshreyfingar 5) fulltrúa íslensks atvinnulífs og 6) fulltrúa háskólasamfélagsins á Íslandi. Þess er getið í skýrslunni að skýrsluhöfunda og fulltrúa stjórnvalda hafi greint á um hagvaxtarlíkur. Enginn ágreiningur virðist t.d. vera um óvissuna í ríkisfjármálunum að því séð verður.Og stjórnarandstaðan þegir! Með þessa merku skýrslu birta almenningi á heimasíðu Seðlabankans er mér óskiljanlegt hvers vegna stjórnarandstaðan lætur hjá líða að taka hana til rækilegrar umfjöllunar eins og ríkar ástæður eru til. Í skýrslunni er fráfarandi ríkisstjórn hrósað sérstaklega fyrir árangur hennar í stjórnun ríkisfjármála sem sagður er vera „impressive“. Í henni segir, að alger óvissa ríki um tvö helstu kosningaloforð ríkisstjórnarflokkanna; lækkun skatta og niðurfærslu höfuðstóls íbúðaskulda. Beinlínis er sagt að fjárhagslegt svigrúm til hlutfallslegrar skuldalækkunar sé fjarska lítið og muni lítið aðstoða þá sem í mestum greiðsluerfiðleikum eru, auk þess sem slík aðgerð muni hafa í för með sér mikla áhættu í ríkisfjármálum. Sé einhverja fjármuni að sækja til kröfuhafanna („hrægammanna“ á ríkisstjórnarmáli) sé meira vit í að nota þá til þess að lækka skuldir ríkissjóðs, sem gagnist þá öllum skattborgurum en ekki bara sumum. Athyglisvert er hvað sagt er í skýrslunni um skattalækkunaráform Sjálfstæðisflokksins og þá „vúdúhagfræði“ að slík lækkun muni hafa í för með sér auknar skatttekjur þegar fram í sækir. Sjálfstæðismönnum er sérstaklega bent á að kynna sér álit Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á því kosningaloforði. Þá bætir sjóðurinn svo við, að mikil óvissa fylgi því hve miklar afleiðingar hin brýna nauðsyn á endurfjármögnun Íbúðalánasjóðs muni hafa á ríkissjóð Íslands. M.ö.o. þá bendir sjóðurinn á, að enn eigi eftir að gera upp þann kosningavíxil Framsóknarflokksins frá 2003, sem Geir Haarde sagðist hafa skrifað upp á gegn betri vitund. Nýi Framsóknarvíxillinn kemur svo þar til viðbótar. Upp á hann var líka skrifað gegn betri vitund.Öflugust þeirra allra Af hverju gerir stjórnarandstaðan sér ekki mat úr þessum umsögnum, sem tvímælalaust styrkja það álit S&P um að efnahagshorfur á Íslandi hafi breyst úr stöðugu í neikvæðar við stjórnarkiptin? Aðeins ein skýring kemur mér í hug. Hún er sú, að öflugasti stjórnarandstæðingurinn sem nú fyrirfinnst á Íslandi heitir Vigdís Hauksdóttir. Sá þingmaður þarf ekki annað en að opna munninn til þess að tala ríkisstjórnina niður. Efalaust tækist henni að snúa þorra Íslendinga til fylgis við ESB-aðild ef hún fengi frið til þess að tala nógu oft og nógu lengi. Stjórnarandstaðan hefur auðvitað séð í hendi sér að ekkert megi gera til þess að trufla talandann í þeirri konu. Sú ríkisstjórn þarf enga stjórnarandstöðu sem hefur slíkan liðsmann í hópnum. Hví að vera að trufla hana? Tali hún sem oftast og sem lengst. Stjórnarandstaðan hefur sig bara hæga á meðan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Nýútkomin skýrsla Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er áhugaverð lesning – svo ekki sé meira sagt. Ekki aðeins fyrir þá sök hvað í henni stendur heldur ekki síður það svar, sem gefið er í skýrslunni við hefðbundnum viðbárum Íslendinga við umsögnum erlendra sérfræðinga um efnahagsstöðu og horfur á Íslandi, þ.e. að þar tali þeir, sem enga þekkingu hafi á Íslandi og því sem íslenskt er. Slíkar viðbárur þar sem umsögnum erlendra sérfræðinga var vísað út í hafsauga voru stöðugt viðkvæði fyrir hrun og eru nú aftur farnar að skjóta upp kollinum. Auk Íslendinga, sem unnið hafa með starfsmönnum AGS við sjálfa gerð skýrslunnar, hafa upplýsingar verið sóttar til: 1). Íslenskra stjórnvalda, 2) íslenskra eftirlitsaðila 3) íslenskra alþingismanna 4) fulltrúa íslenskrar verkalýðshreyfingar 5) fulltrúa íslensks atvinnulífs og 6) fulltrúa háskólasamfélagsins á Íslandi. Þess er getið í skýrslunni að skýrsluhöfunda og fulltrúa stjórnvalda hafi greint á um hagvaxtarlíkur. Enginn ágreiningur virðist t.d. vera um óvissuna í ríkisfjármálunum að því séð verður.Og stjórnarandstaðan þegir! Með þessa merku skýrslu birta almenningi á heimasíðu Seðlabankans er mér óskiljanlegt hvers vegna stjórnarandstaðan lætur hjá líða að taka hana til rækilegrar umfjöllunar eins og ríkar ástæður eru til. Í skýrslunni er fráfarandi ríkisstjórn hrósað sérstaklega fyrir árangur hennar í stjórnun ríkisfjármála sem sagður er vera „impressive“. Í henni segir, að alger óvissa ríki um tvö helstu kosningaloforð ríkisstjórnarflokkanna; lækkun skatta og niðurfærslu höfuðstóls íbúðaskulda. Beinlínis er sagt að fjárhagslegt svigrúm til hlutfallslegrar skuldalækkunar sé fjarska lítið og muni lítið aðstoða þá sem í mestum greiðsluerfiðleikum eru, auk þess sem slík aðgerð muni hafa í för með sér mikla áhættu í ríkisfjármálum. Sé einhverja fjármuni að sækja til kröfuhafanna („hrægammanna“ á ríkisstjórnarmáli) sé meira vit í að nota þá til þess að lækka skuldir ríkissjóðs, sem gagnist þá öllum skattborgurum en ekki bara sumum. Athyglisvert er hvað sagt er í skýrslunni um skattalækkunaráform Sjálfstæðisflokksins og þá „vúdúhagfræði“ að slík lækkun muni hafa í för með sér auknar skatttekjur þegar fram í sækir. Sjálfstæðismönnum er sérstaklega bent á að kynna sér álit Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á því kosningaloforði. Þá bætir sjóðurinn svo við, að mikil óvissa fylgi því hve miklar afleiðingar hin brýna nauðsyn á endurfjármögnun Íbúðalánasjóðs muni hafa á ríkissjóð Íslands. M.ö.o. þá bendir sjóðurinn á, að enn eigi eftir að gera upp þann kosningavíxil Framsóknarflokksins frá 2003, sem Geir Haarde sagðist hafa skrifað upp á gegn betri vitund. Nýi Framsóknarvíxillinn kemur svo þar til viðbótar. Upp á hann var líka skrifað gegn betri vitund.Öflugust þeirra allra Af hverju gerir stjórnarandstaðan sér ekki mat úr þessum umsögnum, sem tvímælalaust styrkja það álit S&P um að efnahagshorfur á Íslandi hafi breyst úr stöðugu í neikvæðar við stjórnarkiptin? Aðeins ein skýring kemur mér í hug. Hún er sú, að öflugasti stjórnarandstæðingurinn sem nú fyrirfinnst á Íslandi heitir Vigdís Hauksdóttir. Sá þingmaður þarf ekki annað en að opna munninn til þess að tala ríkisstjórnina niður. Efalaust tækist henni að snúa þorra Íslendinga til fylgis við ESB-aðild ef hún fengi frið til þess að tala nógu oft og nógu lengi. Stjórnarandstaðan hefur auðvitað séð í hendi sér að ekkert megi gera til þess að trufla talandann í þeirri konu. Sú ríkisstjórn þarf enga stjórnarandstöðu sem hefur slíkan liðsmann í hópnum. Hví að vera að trufla hana? Tali hún sem oftast og sem lengst. Stjórnarandstaðan hefur sig bara hæga á meðan.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun