Þátttaka Þjóðkirkjunnar að Hátíð vonar stendur Stígur Helgason skrifar 9. ágúst 2013 07:00 Franklin Graham óttast mjög siðferðislega hnignun á Vesturlöndum. Þjóðkirkjan hyggst ekki endurskoða aðkomu sína að samkirkjulegri samkomu, Hátíð vonar, þar sem umdeildur bandarískur predikari mun flytja boðskap sinn. Þetta segir Agnes M. Sigurðardóttir biskup. Predikarinn, Franklin Graham, er meðal annars þekktur fyrir andúð sína á samkynhneigð. „Við getum umgengist fólk, hópa og einstaklinga, þótt við séum ekki sammála þeim um allt. Þá erum við frekar að vinna með það sem við eigum sameiginlegt en það sem sundrar,“ segir Agnes í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins. „Kristið fólk á Íslandi tilheyrir mörgum kirkjudeildum og er ekki sammála um allt en við getum sameinast í bæn fyrir landi og þjóð. Það er markmiðið með Hátíð vonar. Tengsl við þau sem eru ólík okkur skerpa sjálfsmyndina. Þjóðkirkjan hefur tekið skýra afstöðu með samkynhneigðum og hjónaböndum þeirra og stendur við hana.“Í frétt á vef Þjóðkirkjunnar segir að Graham komi hingað til lands í boði forsvarsfólks margra kirkna og samtaka. Rúmlega fimmtíu kirkjur, sóknir, söfnuðir og samtök taki þátt eða standi að baki Hátíð vonar, ásamt kristniboðssamtökum Billy Graham, föður Franklins. Anna Pála Sverrisdóttir, formaður Samtakanna "78, er afar ósátt við að Franklin Graham skuli fenginn á þessa hátíð. „Það eru mér mikil vonbrigði að á „Hátíð vonar“ skuli eiga að flytja inn atvinnuhommahatara og mér finnst það ömurleg skilaboð að gefa íslensku samfélagi einmitt þegar Hinsegin dagar, og sú mannréttindahátíð sem þeir eru, standa yfir.“ Hún bendir á að stefna stjórnvalda sé að vernda réttindi hinsegin fólks og um það sé allur almenningur á Íslandi sammála. Ummæli Grahams ýti hins vegar undir að hinsegin fólk sé jaðarsett, sæti aðkasti og í ömurlegustu tilfellunum ofbeldi víða um heim.Sigríður guðmarsdóttirSigríður Guðmarsdóttir, sóknarprestur í Guðríðarkirkju í Grafarholti, er einnig óánægð. „Í fyrsta lagi stendur Þjóðkirkjan ekki formlega að þessari hátíð. Þess vegna finnst mér fáránlegt að þessi fréttatilkynning skuli koma á vef Þjóðkirkjunnar og ég hvet yfirstjórn kirkjunnar til að draga hana til baka,“ segir Sigríður. „Ég er líka verulega ósátt við það að tilkynningin skuli þar að auki koma fram á miðjum Hinsegin dögum, sem mér finnst særandi,“ bætir hún við og tekur fram að Guðríðarkirkja taki ekki þátt í Hátíð vonar á nokkurn hátt. En hvað finnst henni um að sóknir á vegum Þjóðkirkjunnar skuli taka þátt í hátíðinni? „Mér finnst ekki eðlilegt að Þjóðkirkjan, sem hefur heimilað vígslu samkynhneigðs fólks og verið að byggja upp samtal og samband við það, standi að samstarfi við Franklin Graham,“ segir Sigríður Guðmarsdóttir. Hinsegin Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Sjá meira
Þjóðkirkjan hyggst ekki endurskoða aðkomu sína að samkirkjulegri samkomu, Hátíð vonar, þar sem umdeildur bandarískur predikari mun flytja boðskap sinn. Þetta segir Agnes M. Sigurðardóttir biskup. Predikarinn, Franklin Graham, er meðal annars þekktur fyrir andúð sína á samkynhneigð. „Við getum umgengist fólk, hópa og einstaklinga, þótt við séum ekki sammála þeim um allt. Þá erum við frekar að vinna með það sem við eigum sameiginlegt en það sem sundrar,“ segir Agnes í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins. „Kristið fólk á Íslandi tilheyrir mörgum kirkjudeildum og er ekki sammála um allt en við getum sameinast í bæn fyrir landi og þjóð. Það er markmiðið með Hátíð vonar. Tengsl við þau sem eru ólík okkur skerpa sjálfsmyndina. Þjóðkirkjan hefur tekið skýra afstöðu með samkynhneigðum og hjónaböndum þeirra og stendur við hana.“Í frétt á vef Þjóðkirkjunnar segir að Graham komi hingað til lands í boði forsvarsfólks margra kirkna og samtaka. Rúmlega fimmtíu kirkjur, sóknir, söfnuðir og samtök taki þátt eða standi að baki Hátíð vonar, ásamt kristniboðssamtökum Billy Graham, föður Franklins. Anna Pála Sverrisdóttir, formaður Samtakanna "78, er afar ósátt við að Franklin Graham skuli fenginn á þessa hátíð. „Það eru mér mikil vonbrigði að á „Hátíð vonar“ skuli eiga að flytja inn atvinnuhommahatara og mér finnst það ömurleg skilaboð að gefa íslensku samfélagi einmitt þegar Hinsegin dagar, og sú mannréttindahátíð sem þeir eru, standa yfir.“ Hún bendir á að stefna stjórnvalda sé að vernda réttindi hinsegin fólks og um það sé allur almenningur á Íslandi sammála. Ummæli Grahams ýti hins vegar undir að hinsegin fólk sé jaðarsett, sæti aðkasti og í ömurlegustu tilfellunum ofbeldi víða um heim.Sigríður guðmarsdóttirSigríður Guðmarsdóttir, sóknarprestur í Guðríðarkirkju í Grafarholti, er einnig óánægð. „Í fyrsta lagi stendur Þjóðkirkjan ekki formlega að þessari hátíð. Þess vegna finnst mér fáránlegt að þessi fréttatilkynning skuli koma á vef Þjóðkirkjunnar og ég hvet yfirstjórn kirkjunnar til að draga hana til baka,“ segir Sigríður. „Ég er líka verulega ósátt við það að tilkynningin skuli þar að auki koma fram á miðjum Hinsegin dögum, sem mér finnst særandi,“ bætir hún við og tekur fram að Guðríðarkirkja taki ekki þátt í Hátíð vonar á nokkurn hátt. En hvað finnst henni um að sóknir á vegum Þjóðkirkjunnar skuli taka þátt í hátíðinni? „Mér finnst ekki eðlilegt að Þjóðkirkjan, sem hefur heimilað vígslu samkynhneigðs fólks og verið að byggja upp samtal og samband við það, standi að samstarfi við Franklin Graham,“ segir Sigríður Guðmarsdóttir.
Hinsegin Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Sjá meira