Þátttaka Þjóðkirkjunnar að Hátíð vonar stendur Stígur Helgason skrifar 9. ágúst 2013 07:00 Franklin Graham óttast mjög siðferðislega hnignun á Vesturlöndum. Þjóðkirkjan hyggst ekki endurskoða aðkomu sína að samkirkjulegri samkomu, Hátíð vonar, þar sem umdeildur bandarískur predikari mun flytja boðskap sinn. Þetta segir Agnes M. Sigurðardóttir biskup. Predikarinn, Franklin Graham, er meðal annars þekktur fyrir andúð sína á samkynhneigð. „Við getum umgengist fólk, hópa og einstaklinga, þótt við séum ekki sammála þeim um allt. Þá erum við frekar að vinna með það sem við eigum sameiginlegt en það sem sundrar,“ segir Agnes í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins. „Kristið fólk á Íslandi tilheyrir mörgum kirkjudeildum og er ekki sammála um allt en við getum sameinast í bæn fyrir landi og þjóð. Það er markmiðið með Hátíð vonar. Tengsl við þau sem eru ólík okkur skerpa sjálfsmyndina. Þjóðkirkjan hefur tekið skýra afstöðu með samkynhneigðum og hjónaböndum þeirra og stendur við hana.“Í frétt á vef Þjóðkirkjunnar segir að Graham komi hingað til lands í boði forsvarsfólks margra kirkna og samtaka. Rúmlega fimmtíu kirkjur, sóknir, söfnuðir og samtök taki þátt eða standi að baki Hátíð vonar, ásamt kristniboðssamtökum Billy Graham, föður Franklins. Anna Pála Sverrisdóttir, formaður Samtakanna "78, er afar ósátt við að Franklin Graham skuli fenginn á þessa hátíð. „Það eru mér mikil vonbrigði að á „Hátíð vonar“ skuli eiga að flytja inn atvinnuhommahatara og mér finnst það ömurleg skilaboð að gefa íslensku samfélagi einmitt þegar Hinsegin dagar, og sú mannréttindahátíð sem þeir eru, standa yfir.“ Hún bendir á að stefna stjórnvalda sé að vernda réttindi hinsegin fólks og um það sé allur almenningur á Íslandi sammála. Ummæli Grahams ýti hins vegar undir að hinsegin fólk sé jaðarsett, sæti aðkasti og í ömurlegustu tilfellunum ofbeldi víða um heim.Sigríður guðmarsdóttirSigríður Guðmarsdóttir, sóknarprestur í Guðríðarkirkju í Grafarholti, er einnig óánægð. „Í fyrsta lagi stendur Þjóðkirkjan ekki formlega að þessari hátíð. Þess vegna finnst mér fáránlegt að þessi fréttatilkynning skuli koma á vef Þjóðkirkjunnar og ég hvet yfirstjórn kirkjunnar til að draga hana til baka,“ segir Sigríður. „Ég er líka verulega ósátt við það að tilkynningin skuli þar að auki koma fram á miðjum Hinsegin dögum, sem mér finnst særandi,“ bætir hún við og tekur fram að Guðríðarkirkja taki ekki þátt í Hátíð vonar á nokkurn hátt. En hvað finnst henni um að sóknir á vegum Þjóðkirkjunnar skuli taka þátt í hátíðinni? „Mér finnst ekki eðlilegt að Þjóðkirkjan, sem hefur heimilað vígslu samkynhneigðs fólks og verið að byggja upp samtal og samband við það, standi að samstarfi við Franklin Graham,“ segir Sigríður Guðmarsdóttir. Hinsegin Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Hæstiréttur segir eignafærsluna milli kynslóða lögmæta Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Sjá meira
Þjóðkirkjan hyggst ekki endurskoða aðkomu sína að samkirkjulegri samkomu, Hátíð vonar, þar sem umdeildur bandarískur predikari mun flytja boðskap sinn. Þetta segir Agnes M. Sigurðardóttir biskup. Predikarinn, Franklin Graham, er meðal annars þekktur fyrir andúð sína á samkynhneigð. „Við getum umgengist fólk, hópa og einstaklinga, þótt við séum ekki sammála þeim um allt. Þá erum við frekar að vinna með það sem við eigum sameiginlegt en það sem sundrar,“ segir Agnes í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins. „Kristið fólk á Íslandi tilheyrir mörgum kirkjudeildum og er ekki sammála um allt en við getum sameinast í bæn fyrir landi og þjóð. Það er markmiðið með Hátíð vonar. Tengsl við þau sem eru ólík okkur skerpa sjálfsmyndina. Þjóðkirkjan hefur tekið skýra afstöðu með samkynhneigðum og hjónaböndum þeirra og stendur við hana.“Í frétt á vef Þjóðkirkjunnar segir að Graham komi hingað til lands í boði forsvarsfólks margra kirkna og samtaka. Rúmlega fimmtíu kirkjur, sóknir, söfnuðir og samtök taki þátt eða standi að baki Hátíð vonar, ásamt kristniboðssamtökum Billy Graham, föður Franklins. Anna Pála Sverrisdóttir, formaður Samtakanna "78, er afar ósátt við að Franklin Graham skuli fenginn á þessa hátíð. „Það eru mér mikil vonbrigði að á „Hátíð vonar“ skuli eiga að flytja inn atvinnuhommahatara og mér finnst það ömurleg skilaboð að gefa íslensku samfélagi einmitt þegar Hinsegin dagar, og sú mannréttindahátíð sem þeir eru, standa yfir.“ Hún bendir á að stefna stjórnvalda sé að vernda réttindi hinsegin fólks og um það sé allur almenningur á Íslandi sammála. Ummæli Grahams ýti hins vegar undir að hinsegin fólk sé jaðarsett, sæti aðkasti og í ömurlegustu tilfellunum ofbeldi víða um heim.Sigríður guðmarsdóttirSigríður Guðmarsdóttir, sóknarprestur í Guðríðarkirkju í Grafarholti, er einnig óánægð. „Í fyrsta lagi stendur Þjóðkirkjan ekki formlega að þessari hátíð. Þess vegna finnst mér fáránlegt að þessi fréttatilkynning skuli koma á vef Þjóðkirkjunnar og ég hvet yfirstjórn kirkjunnar til að draga hana til baka,“ segir Sigríður. „Ég er líka verulega ósátt við það að tilkynningin skuli þar að auki koma fram á miðjum Hinsegin dögum, sem mér finnst særandi,“ bætir hún við og tekur fram að Guðríðarkirkja taki ekki þátt í Hátíð vonar á nokkurn hátt. En hvað finnst henni um að sóknir á vegum Þjóðkirkjunnar skuli taka þátt í hátíðinni? „Mér finnst ekki eðlilegt að Þjóðkirkjan, sem hefur heimilað vígslu samkynhneigðs fólks og verið að byggja upp samtal og samband við það, standi að samstarfi við Franklin Graham,“ segir Sigríður Guðmarsdóttir.
Hinsegin Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Hæstiréttur segir eignafærsluna milli kynslóða lögmæta Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Sjá meira