Ný tækifæri til breytinga á stjórnarskrá Árni Páll Árnason skrifar 24. júlí 2013 07:00 Á nýafstöðnu sumarþingi staðfesti Alþingi frumvarp það til breytinga á stjórnarskrá sem ég flutti á síðasta þingi með Katrínu Jakobsdóttur og Guðmundi Steingrímssyni. Í því felst að hægt er að gera breytingar á stjórnarskrá á yfirstandandi kjörtímabili, án þess að til þingkosninga þurfi að koma. Stjórnarskrárbreyting þarf samkvæmt ákvæðinu samþykki 2/3 hluta þings og svo samþykki meirihluta í þjóðaratkvæðagreiðslu, en þó þannig að 40% kosningabærra manna þurfa að greiða tillögunni atkvæði. Samhliða þessari samþykkt varð samstaða milli formanna stjórnmálaflokkanna um að áfram yrði unnið að stjórnskipunarumbótum á kjörtímabilinu. Forsætisráðherra mun skipa nefnd fulltrúa allra flokka, sem mun vinna tillögur áfram. Að mínu viti felast í því mikil tímamót að allir flokkar eru sammála um að í því starfi verði höfð hliðsjón af vinnu undangenginna ára: Tillögum stjórnlagaráðs og niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar, tillögum stjórnlaganefndar og vinnu stjórnarskrárnefndarinnar sem starfaði frá 2005-2007. Hið nýja breytingarákvæði var bein afleiðing af ráðleggingum Feneyjanefndar Evrópuráðsins. Feneyjanefndin hvatti í umsögn sinni um fyrirliggjandi drög að stjórnarskrá í febrúar sl. til þess að breytingar á stjórnarskrá yrðu einfaldaðar svo hægt væri að vinna málið áfram á nýju kjörtímabili, ef ekki ynnist tími til að ljúka heildarendurskoðun stjórnarskrár fyrir síðustu þingkosningar.Gerbreytir viðhorfum Nýja breytingarákvæðið gerbreytir viðhorfum á vettvangi stjórnmálanna til stjórnarskrárbreytinga. Í stað þess að menn hummi þær fram af sér fram eftir kjörtímabili og vakni svo upp við vondan draum og hefji endurskoðunarvinnu einhverjum misserum fyrir kosningar verður nú bæði rökrétt og eðlilegt að hefja strax í upphafi kjörtímabils vinnu við stjórnarskrárbreytingar. Það er líka mikilvægt að taka stjórnarskrárbreytingar út úr þeim hráskinnaleik flokkastjórnmálanna sem einkennt hefur umræðuna undanfarna áratugi. Í aðdraganda kosninga 2007, 2009 og 2013 voru stjórnarskrárbreytingar pólitískt þrætuepli og umræðan einkenndist óþægilega mikið af tilraunum flokkanna til að koma Svarta-Pétri hver á annan: Fá þennan til að hafna auðlindaákvæði eða hinn til að sýnast standa gegn öllum breytingum. Standa gegn öllu til að skapa sér samningsstöðu. Flokkar urðu í þessum leikaraskap berir að því að hafna fyrir einar kosningar tillögum sem þeir sjálfir lögðu fram fyrir næstu kosningar á undan. Þessu rugli þarf að linna. Það einfaldasta fyrst Nýja breytingarákvæðið gerir mögulegt að búa til vitrænt verklag og samstillt átak um árangur. Víðtækur stuðningur við breytingarákvæðið í endanlegri atkvæðagreiðslu, þar sem 2/3 hlutar þingmanna – úr flestum flokkum – greiddu því atkvæði, lofar góðu um samvinnuvilja. Í vinnunni fram undan þarf að leggja áherslu á að vinna fyrst það sem einfaldast á að vera að ná saman um og nýta þau tækifæri sem við fáum til að efna með auðveldum hætti til þjóðaratkvæðagreiðslu. Ég minni á að tvennar almennar kosningar eru áætlaðar á þessu kjörtímabili: Sveitarstjórnarkosningar í lok maí 2014 og forsetakosningar í júní 2016. Það væri vel mögulegt að Alþingi gæti afgreitt frá sér fyrsta hluta tillagna um stjórnarskrárbreytingar í vetur til afgreiðslu af þjóðarinnar hálfu samhliða sveitarstjórnarkosningum og svo aftur næsta áfanga í tíma fyrir forsetakosningarnar 2016. Hvað ætti að vera í þeim stjórnarskrártillögum? Um það fjalla ég í næstu grein. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Á nýafstöðnu sumarþingi staðfesti Alþingi frumvarp það til breytinga á stjórnarskrá sem ég flutti á síðasta þingi með Katrínu Jakobsdóttur og Guðmundi Steingrímssyni. Í því felst að hægt er að gera breytingar á stjórnarskrá á yfirstandandi kjörtímabili, án þess að til þingkosninga þurfi að koma. Stjórnarskrárbreyting þarf samkvæmt ákvæðinu samþykki 2/3 hluta þings og svo samþykki meirihluta í þjóðaratkvæðagreiðslu, en þó þannig að 40% kosningabærra manna þurfa að greiða tillögunni atkvæði. Samhliða þessari samþykkt varð samstaða milli formanna stjórnmálaflokkanna um að áfram yrði unnið að stjórnskipunarumbótum á kjörtímabilinu. Forsætisráðherra mun skipa nefnd fulltrúa allra flokka, sem mun vinna tillögur áfram. Að mínu viti felast í því mikil tímamót að allir flokkar eru sammála um að í því starfi verði höfð hliðsjón af vinnu undangenginna ára: Tillögum stjórnlagaráðs og niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar, tillögum stjórnlaganefndar og vinnu stjórnarskrárnefndarinnar sem starfaði frá 2005-2007. Hið nýja breytingarákvæði var bein afleiðing af ráðleggingum Feneyjanefndar Evrópuráðsins. Feneyjanefndin hvatti í umsögn sinni um fyrirliggjandi drög að stjórnarskrá í febrúar sl. til þess að breytingar á stjórnarskrá yrðu einfaldaðar svo hægt væri að vinna málið áfram á nýju kjörtímabili, ef ekki ynnist tími til að ljúka heildarendurskoðun stjórnarskrár fyrir síðustu þingkosningar.Gerbreytir viðhorfum Nýja breytingarákvæðið gerbreytir viðhorfum á vettvangi stjórnmálanna til stjórnarskrárbreytinga. Í stað þess að menn hummi þær fram af sér fram eftir kjörtímabili og vakni svo upp við vondan draum og hefji endurskoðunarvinnu einhverjum misserum fyrir kosningar verður nú bæði rökrétt og eðlilegt að hefja strax í upphafi kjörtímabils vinnu við stjórnarskrárbreytingar. Það er líka mikilvægt að taka stjórnarskrárbreytingar út úr þeim hráskinnaleik flokkastjórnmálanna sem einkennt hefur umræðuna undanfarna áratugi. Í aðdraganda kosninga 2007, 2009 og 2013 voru stjórnarskrárbreytingar pólitískt þrætuepli og umræðan einkenndist óþægilega mikið af tilraunum flokkanna til að koma Svarta-Pétri hver á annan: Fá þennan til að hafna auðlindaákvæði eða hinn til að sýnast standa gegn öllum breytingum. Standa gegn öllu til að skapa sér samningsstöðu. Flokkar urðu í þessum leikaraskap berir að því að hafna fyrir einar kosningar tillögum sem þeir sjálfir lögðu fram fyrir næstu kosningar á undan. Þessu rugli þarf að linna. Það einfaldasta fyrst Nýja breytingarákvæðið gerir mögulegt að búa til vitrænt verklag og samstillt átak um árangur. Víðtækur stuðningur við breytingarákvæðið í endanlegri atkvæðagreiðslu, þar sem 2/3 hlutar þingmanna – úr flestum flokkum – greiddu því atkvæði, lofar góðu um samvinnuvilja. Í vinnunni fram undan þarf að leggja áherslu á að vinna fyrst það sem einfaldast á að vera að ná saman um og nýta þau tækifæri sem við fáum til að efna með auðveldum hætti til þjóðaratkvæðagreiðslu. Ég minni á að tvennar almennar kosningar eru áætlaðar á þessu kjörtímabili: Sveitarstjórnarkosningar í lok maí 2014 og forsetakosningar í júní 2016. Það væri vel mögulegt að Alþingi gæti afgreitt frá sér fyrsta hluta tillagna um stjórnarskrárbreytingar í vetur til afgreiðslu af þjóðarinnar hálfu samhliða sveitarstjórnarkosningum og svo aftur næsta áfanga í tíma fyrir forsetakosningarnar 2016. Hvað ætti að vera í þeim stjórnarskrártillögum? Um það fjalla ég í næstu grein.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun