Enn ein bætingin Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. júlí 2013 13:00 Aníta hefur tvíbætt met sitt í 800 m hlaupi á átta dögum án verulegrar samkeppni frá keppinautum sínum.fréttablaðið/vilhelm „Ég átti varla von á að sjá þennan tíma þegar ég kom í mark. Það hefur líklega verið smá stress í mér því þetta kom mjög vel út,“ sagði hin hógværa Aníta Hinriksdóttir eftir að hún hafði bætt Íslandsmet sitt í 800 m hlaupi á móti í Mannheim í Þýskalandi í gær. Hún kom í mark á 2:00,49 sekúndum og bætti vikugamalt met sitt um tæpa sekúndu. Anítu, sem er aðeins sautján ára, líður greinilega vel í Mannheim, því á sama móti í fyrra bætti hún Íslandsmetið í greininni í fyrsta sinn. Metið var þá orðið tæplega 29 ára gamalt. Alls hefur hún bætt metið fjórum sinnum síðan þá og eru bætingar innanhúss þá ekki taldar með. Bæting hennar á milli ára er rúmar fjórar sekúndur. Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu, var vitanlega hæstánægður með árangurinn. „Ég vissi vel að hún gæti þetta en hún er aðeins á undan áætlunum okkar,“ sagði hann.Fer ekki á HM fullorðinna Þegar Aníta bætti metið á EM landsliða í Slóvakíu um síðustu helgi vann hún sér um leið inn þátttökurétt á HM í Moskvu sem fer fram í ágúst. Hún ákvað hins vegar að nýta ekki þátttökurétt sinn þar og einbeita sér þess í stað að HM U-17 í Úkraínu og EM U-19 á Ítalíu, sem fara bæði fram í mánuðinum. „Aníta byrjaði að bæta sig mikið fimmtán ára gömul og þá gerði ég grófa æfinga- og keppnisáætlun fyrir hana. Það var aldrei planið að fara á stórmót fullorðinna fyrr en við átján ára aldurinn,“ segir Gunnar Páll og bendir á að hún fái aldrei aftur tækifæri til að keppa á HM U-17. „Síðustu tvö árin hefur stóra markmiðið verið að keppa um verðlaun á því móti,“ segir Gunnar Páll, en Aníta á næstbesta tíma ársins í aldursflokki sínum, á eftir Mary Cain frá Bandaríkjunum. Þá hefur áströlsk stúlka einnig náð góðum árangri í þessari vegalengd. „Svo á ég alveg eins von á því að óþekktir keppendur, til dæmis frá Kenía eða Eþíópíu, skjóti skyndilega upp kollinum og berjist um verðlaunasæti. Sterkir hlauparar virðast koma af færibandi þaðan,“ segir hann. Gunnar Páll bendir á að Aníta hafi bætt metin sín bæði í Mannheim og Slóvakíu án þess að fá samkeppni síðustu 200 metrana.Tveggja mínútna markið „Það er alltaf hægt að kreista út meira síðustu metrana ef maður fær mikla samkeppni. Þess vegna get ég ekki útilokað að hún muni hlaupa undir tveimur mínútum í sumar – þó svo að ég yrði mjög sáttur við þennan tíma sem besta árangur ársins hjá henni,“ segir Gunnar Páll og segir að hún hafi hagnast á því að vera með góða æfingafélaga hér á landi. „Þrisvar í viku hleypur hún með strákum sem eru landsliðsmenn í 800 m hlaupi. Það eru bestu æfingafélagar sem hún getur fengið því þeir eru aðeins fljótari en hún og gefa henni hæfilega keppni,“ segir Gunnar Páll, en Aníta hefur sjálf orð á því að hún hafi haft góða æfingafélaga.Tveggja ára áætlun tilbúin Framtíðin er sannarlega björt hjá Anítu og er Gunnar Páll búinn að leggja drög að næstu tveimur árum. „Hún er ekki enn komin í harða fullorðinsþjálfun og því er næsta skref hjá henni að auka álagið og sækja fleiri æfingabúðir. Hingað til hefur allt farið eftir plani og við erum ánægð á meðan svo er.“ Aníta er greinilega með báða fætur á jörðinni þegar talið berst að mótum mánaðarins. „Ég er orðin mjög spennt fyrir þeim og markmið mitt er fyrst og fremst að komast í úrslit, enda eru margir sterkir hlauparar að keppa.“ Innlendar Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Körfubolti Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Fótbolti Fleiri fréttir Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Hjartavandamál halda Reyni frá keppni „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Dagskráin: Meistaradeild Evrópu og Körfuboltakvöld Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sjá meira
„Ég átti varla von á að sjá þennan tíma þegar ég kom í mark. Það hefur líklega verið smá stress í mér því þetta kom mjög vel út,“ sagði hin hógværa Aníta Hinriksdóttir eftir að hún hafði bætt Íslandsmet sitt í 800 m hlaupi á móti í Mannheim í Þýskalandi í gær. Hún kom í mark á 2:00,49 sekúndum og bætti vikugamalt met sitt um tæpa sekúndu. Anítu, sem er aðeins sautján ára, líður greinilega vel í Mannheim, því á sama móti í fyrra bætti hún Íslandsmetið í greininni í fyrsta sinn. Metið var þá orðið tæplega 29 ára gamalt. Alls hefur hún bætt metið fjórum sinnum síðan þá og eru bætingar innanhúss þá ekki taldar með. Bæting hennar á milli ára er rúmar fjórar sekúndur. Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu, var vitanlega hæstánægður með árangurinn. „Ég vissi vel að hún gæti þetta en hún er aðeins á undan áætlunum okkar,“ sagði hann.Fer ekki á HM fullorðinna Þegar Aníta bætti metið á EM landsliða í Slóvakíu um síðustu helgi vann hún sér um leið inn þátttökurétt á HM í Moskvu sem fer fram í ágúst. Hún ákvað hins vegar að nýta ekki þátttökurétt sinn þar og einbeita sér þess í stað að HM U-17 í Úkraínu og EM U-19 á Ítalíu, sem fara bæði fram í mánuðinum. „Aníta byrjaði að bæta sig mikið fimmtán ára gömul og þá gerði ég grófa æfinga- og keppnisáætlun fyrir hana. Það var aldrei planið að fara á stórmót fullorðinna fyrr en við átján ára aldurinn,“ segir Gunnar Páll og bendir á að hún fái aldrei aftur tækifæri til að keppa á HM U-17. „Síðustu tvö árin hefur stóra markmiðið verið að keppa um verðlaun á því móti,“ segir Gunnar Páll, en Aníta á næstbesta tíma ársins í aldursflokki sínum, á eftir Mary Cain frá Bandaríkjunum. Þá hefur áströlsk stúlka einnig náð góðum árangri í þessari vegalengd. „Svo á ég alveg eins von á því að óþekktir keppendur, til dæmis frá Kenía eða Eþíópíu, skjóti skyndilega upp kollinum og berjist um verðlaunasæti. Sterkir hlauparar virðast koma af færibandi þaðan,“ segir hann. Gunnar Páll bendir á að Aníta hafi bætt metin sín bæði í Mannheim og Slóvakíu án þess að fá samkeppni síðustu 200 metrana.Tveggja mínútna markið „Það er alltaf hægt að kreista út meira síðustu metrana ef maður fær mikla samkeppni. Þess vegna get ég ekki útilokað að hún muni hlaupa undir tveimur mínútum í sumar – þó svo að ég yrði mjög sáttur við þennan tíma sem besta árangur ársins hjá henni,“ segir Gunnar Páll og segir að hún hafi hagnast á því að vera með góða æfingafélaga hér á landi. „Þrisvar í viku hleypur hún með strákum sem eru landsliðsmenn í 800 m hlaupi. Það eru bestu æfingafélagar sem hún getur fengið því þeir eru aðeins fljótari en hún og gefa henni hæfilega keppni,“ segir Gunnar Páll, en Aníta hefur sjálf orð á því að hún hafi haft góða æfingafélaga.Tveggja ára áætlun tilbúin Framtíðin er sannarlega björt hjá Anítu og er Gunnar Páll búinn að leggja drög að næstu tveimur árum. „Hún er ekki enn komin í harða fullorðinsþjálfun og því er næsta skref hjá henni að auka álagið og sækja fleiri æfingabúðir. Hingað til hefur allt farið eftir plani og við erum ánægð á meðan svo er.“ Aníta er greinilega með báða fætur á jörðinni þegar talið berst að mótum mánaðarins. „Ég er orðin mjög spennt fyrir þeim og markmið mitt er fyrst og fremst að komast í úrslit, enda eru margir sterkir hlauparar að keppa.“
Innlendar Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Körfubolti Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Fótbolti Fleiri fréttir Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Hjartavandamál halda Reyni frá keppni „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Dagskráin: Meistaradeild Evrópu og Körfuboltakvöld Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sjá meira