Verkaskipti Hannes Pétursson skrifar 13. júní 2013 06:00 Samkvæmt skilningi nýja forsætisráðherrans á stjórnskipun Íslands eru svonefnd fullveldismál hvorki hefðbundin utanríkismál né innanríkismál, heldur mynda þau nýjan málaflokk handa forsetanum (og þinginu svona meðfram). Þetta hefur í för með sér að hvalveiðar Íslendinga heyra nú beint undir forsetann, hvort heldur sem skotin eru smáhveli eða stórhveli og hvert á land sem afurðirnar rata. Hvað hef ég fyrir mér í þessu? Jú, hvalveiðar eru fullveldismál, það leyndi sér ekki þegar utanríkisráðherrann nýi brást við frétt af hugsanlegu banni Hollendinga við því að hvalkjöti frá Kristjáni Loftssyni yrði umskipað í Rotterdam á leið þess til Japans. Hann sagði að Hollendingar hlytu „að virða rétt fullvalda þjóðar til þess að nýta auðlindir sínar“. Þannig falla hvalveiðar sem fullveldismál undir embætti Íslandsforseta. Það léttir ekki lítið á ráðuneytunum.Útflutningsbjástur En setjum sem svo að umskipun kjötsins í Rotterdam yrði bönnuð. Myndi það þá skerða rétt Íslendinga til hvalveiða eins og skilja mátti af orðum utanríkisráðherra? Nei, engan veginn. Þeir gætu drepið áfram jafn mörg stórhveli og þeim sýndist sæma. Kristján Loftsson yrði aftur á móti að finna sér aðra flutningsleið á hundafóðursmarkaðinn í Japan. Af hverju setur þessi auðmaður ekki upp loftbrú þangað með hráefnið? Manni skilst á honum að eftirspurnin sé gríðarleg, þótt aðrir segi að gamalt hrámeti frá Kristjáni liggi nú í haugum í japönskum frystigeymslum. Hvað á annars þetta útflutningsbjástur með óunnar hvalaafurðir að þýða eftir allt saman? Langar hilluraðir í öllum stórmörkuðum landsins svigna undan innfluttum hunda- og kattamat í fínum umbúðum. Úr því að Japanir búa til hundamat úr hvalkjöti héðan, hvers vegna gera Íslendingar það ekki sjálfir? Kristján Loftsson ætti að koma á laggir verksmiðju sem framleiddi bragðgott hundafóður úr langreyðunum sem hann lætur skjóta. Með slíkri verksmiðju ynnist einkum þrennt: mikill gjaldeyrissparnaður fyrir þjóðarbúið (allur innflutti hundamaturinn hlýtur að kosta sitt), talsverð atvinnubót og í þriðja lagi gætu þeir í Rotterdam ekki lengur brugðið fæti fyrir Kristján. Offramleiðslan fengi síðan bætur jafnharðan á urðunarstað. Enginn þarf að efast um að jafn pósitífur maður og Íslandsforseti myndi leggja verksmiðjunni lið, en eins og áður segir heyra nú hvalveiðar okkar beint undir hann þar sem þær eru fullveldismál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hannes Pétursson Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt skilningi nýja forsætisráðherrans á stjórnskipun Íslands eru svonefnd fullveldismál hvorki hefðbundin utanríkismál né innanríkismál, heldur mynda þau nýjan málaflokk handa forsetanum (og þinginu svona meðfram). Þetta hefur í för með sér að hvalveiðar Íslendinga heyra nú beint undir forsetann, hvort heldur sem skotin eru smáhveli eða stórhveli og hvert á land sem afurðirnar rata. Hvað hef ég fyrir mér í þessu? Jú, hvalveiðar eru fullveldismál, það leyndi sér ekki þegar utanríkisráðherrann nýi brást við frétt af hugsanlegu banni Hollendinga við því að hvalkjöti frá Kristjáni Loftssyni yrði umskipað í Rotterdam á leið þess til Japans. Hann sagði að Hollendingar hlytu „að virða rétt fullvalda þjóðar til þess að nýta auðlindir sínar“. Þannig falla hvalveiðar sem fullveldismál undir embætti Íslandsforseta. Það léttir ekki lítið á ráðuneytunum.Útflutningsbjástur En setjum sem svo að umskipun kjötsins í Rotterdam yrði bönnuð. Myndi það þá skerða rétt Íslendinga til hvalveiða eins og skilja mátti af orðum utanríkisráðherra? Nei, engan veginn. Þeir gætu drepið áfram jafn mörg stórhveli og þeim sýndist sæma. Kristján Loftsson yrði aftur á móti að finna sér aðra flutningsleið á hundafóðursmarkaðinn í Japan. Af hverju setur þessi auðmaður ekki upp loftbrú þangað með hráefnið? Manni skilst á honum að eftirspurnin sé gríðarleg, þótt aðrir segi að gamalt hrámeti frá Kristjáni liggi nú í haugum í japönskum frystigeymslum. Hvað á annars þetta útflutningsbjástur með óunnar hvalaafurðir að þýða eftir allt saman? Langar hilluraðir í öllum stórmörkuðum landsins svigna undan innfluttum hunda- og kattamat í fínum umbúðum. Úr því að Japanir búa til hundamat úr hvalkjöti héðan, hvers vegna gera Íslendingar það ekki sjálfir? Kristján Loftsson ætti að koma á laggir verksmiðju sem framleiddi bragðgott hundafóður úr langreyðunum sem hann lætur skjóta. Með slíkri verksmiðju ynnist einkum þrennt: mikill gjaldeyrissparnaður fyrir þjóðarbúið (allur innflutti hundamaturinn hlýtur að kosta sitt), talsverð atvinnubót og í þriðja lagi gætu þeir í Rotterdam ekki lengur brugðið fæti fyrir Kristján. Offramleiðslan fengi síðan bætur jafnharðan á urðunarstað. Enginn þarf að efast um að jafn pósitífur maður og Íslandsforseti myndi leggja verksmiðjunni lið, en eins og áður segir heyra nú hvalveiðar okkar beint undir hann þar sem þær eru fullveldismál.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun