Hvað gerir forsetinn? Bolli Héðinsson skrifar 12. júní 2013 08:52 Í Icesave-samningunum, sem vísað var til í þjóðaratkvæðagreiðslu, var tekist á um hvort almenningur tæki á sig ábyrgð á fjárskuldbindingum sem samið hafði verið um við erlenda aðila ef eignir þrotabús Landsbankans dygðu ekki til. Þjóðin hafnaði ábyrgð á þeirri fjárskuldbindingu. Nú eru aftur uppi hugmyndir um að leggja byrðar á þjóðina sem Alþingi hefur samþykkt að útgerðin í landinu beri. Stjórnvöld hafa sett fram hugmyndir um að láta almenning taka á sig þessar byrðar en létta þeim af útgerðinni. Spurningin sem við stöndum því frammi fyrir er sú hvort forsetinn muni reynast brjóstvörn almennings gegn íþyngjandi álögum stjórnvalda með ámóta hætti og í Icesave. Fjármunir sem létt er af útgerð verða ekki sóttir annað en í vasa almennings. Veiðigjaldi sem aflétt er af útgerð verður ekki ráðstafað til skuldalækkunar heimilanna heldur verður það, þvert á móti, lagt á herðar almennings, þó síðar verði. Hverjir höldum við að séu betur aflögufærir, almenningur eða útgerðin?Á að rjúfa sáttina um veiðigjaldið? Þrátt fyrir þá ágalla sem kunna að vera á því kerfi veiðigjalda sem fyrri ríkisstjórn stóð fyrir þá er sú leið sem farin var samt sem áður fyrsta alvöru tilraunin til að ná sátt við þjóðina um að útgerðin greiði eitthvað sem kalla mætti sanngjarnt verð fyrir afnot sín af auðlindinni. Hugmyndir núverandi ríkisstjórnar um veiðigjald virðast hins vegar ganga út á að gjaldið sé einhver afgangsstærð og fjárhæð gjaldsins eigi að ráðast af því hvernig fyrirtækið stendur þegar allur kostnaður og misvitur ráðstöfun fjármuna fyrirtækisins hefur verið dregin frá. Með því er í raun fallið frá auðlindagjaldi. Eigi auðlindagjald að rísa undir nafni þá ræðst upphæð þess fyrst og fremst af því magni sem sótt er í auðlindina, en ekki af afkomu fyrirtækjanna, frekar en önnur aðföng. Þannig ráðast vextir, afborganir og kaup á veiðarfærum alls ekki af hagnaði útgerðarinnar heldur er það einfaldlega kostnaður sem standa verður skil á svo hægt sé að halda áfram rekstri. Útgerðir verða að greiða reikning veiðarfærasalans hvort sem útgerðin er rekin með reiknuðu tapi eða gróða. Hví skyldi annað gilda um kostnaðinn við aðganginn að fiskveiðiauðlindinni? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Í Icesave-samningunum, sem vísað var til í þjóðaratkvæðagreiðslu, var tekist á um hvort almenningur tæki á sig ábyrgð á fjárskuldbindingum sem samið hafði verið um við erlenda aðila ef eignir þrotabús Landsbankans dygðu ekki til. Þjóðin hafnaði ábyrgð á þeirri fjárskuldbindingu. Nú eru aftur uppi hugmyndir um að leggja byrðar á þjóðina sem Alþingi hefur samþykkt að útgerðin í landinu beri. Stjórnvöld hafa sett fram hugmyndir um að láta almenning taka á sig þessar byrðar en létta þeim af útgerðinni. Spurningin sem við stöndum því frammi fyrir er sú hvort forsetinn muni reynast brjóstvörn almennings gegn íþyngjandi álögum stjórnvalda með ámóta hætti og í Icesave. Fjármunir sem létt er af útgerð verða ekki sóttir annað en í vasa almennings. Veiðigjaldi sem aflétt er af útgerð verður ekki ráðstafað til skuldalækkunar heimilanna heldur verður það, þvert á móti, lagt á herðar almennings, þó síðar verði. Hverjir höldum við að séu betur aflögufærir, almenningur eða útgerðin?Á að rjúfa sáttina um veiðigjaldið? Þrátt fyrir þá ágalla sem kunna að vera á því kerfi veiðigjalda sem fyrri ríkisstjórn stóð fyrir þá er sú leið sem farin var samt sem áður fyrsta alvöru tilraunin til að ná sátt við þjóðina um að útgerðin greiði eitthvað sem kalla mætti sanngjarnt verð fyrir afnot sín af auðlindinni. Hugmyndir núverandi ríkisstjórnar um veiðigjald virðast hins vegar ganga út á að gjaldið sé einhver afgangsstærð og fjárhæð gjaldsins eigi að ráðast af því hvernig fyrirtækið stendur þegar allur kostnaður og misvitur ráðstöfun fjármuna fyrirtækisins hefur verið dregin frá. Með því er í raun fallið frá auðlindagjaldi. Eigi auðlindagjald að rísa undir nafni þá ræðst upphæð þess fyrst og fremst af því magni sem sótt er í auðlindina, en ekki af afkomu fyrirtækjanna, frekar en önnur aðföng. Þannig ráðast vextir, afborganir og kaup á veiðarfærum alls ekki af hagnaði útgerðarinnar heldur er það einfaldlega kostnaður sem standa verður skil á svo hægt sé að halda áfram rekstri. Útgerðir verða að greiða reikning veiðarfærasalans hvort sem útgerðin er rekin með reiknuðu tapi eða gróða. Hví skyldi annað gilda um kostnaðinn við aðganginn að fiskveiðiauðlindinni?
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar