Elsku bestu Reykvíkingar BIN-hópurinn skrifar 12. júní 2013 08:52 Borgarfulltrúar Besta flokksins skrifuðu stórskemmtilega grein í Fréttablaðið um skipulag á Landsímareitnum. Margt í greininni var ekki bara skemmtilegt heldur bráðfyndið. Þannig segja fulltrúarnir að helsta niðurstaða þeirrar vinnu sem borgin hafi farið í sé þessi: „Gamli Kvennaskólinn mun áfram prýða Austurvöll en það hús er framhlið skemmtistaðarins sem nefndur er NASA.“ Þetta á örugglega að vera brandari því gamli Kvennaskólinn var friðaður fyrir nokkrum árum! Fleiri brandarar fylgja í kjölfarið eins og sá að nýir kvistir ofan á Landsímahúsinu og nýbyggingar fyrir aftan Nasa og við Kirkjustræti muni ekki auka skuggavarp á útivistarsvæðum! Það hlýtur öllum að vera ljóst að ef byggt er hús varpar það skugga. Það er líka skemmtilegt hjá fulltrúunum að segja: „Engar breytingar verða á Ingólfstorgi.“ Hvert mannsbarn sem skoðar teikningarnar sér að hér eru á ferðinni bráðfyndin öfugmæli því steypt fjögurra hæða hús verða byggð milli timburhúsanna við Vallarstræti og fyrir aftan þau og munu þannig skemma gömlu götumyndina við sunnanvert Ingólfstorg. Þetta grín er notað aftur þegar sagt er að viðbyggingin við viðbyggingu Landsímahússins, sem mun ná alveg að Kirkjustræti, verði „sambærileg gömlu húsunum sunnan við götuna og styrki því götumyndina“. Gömlu húsin sem standa á móti fyrirhugaðri nýbyggingu eru nett timburhús með kvistum en nýbyggingin er ferkantað ferlíki. En grínið er ekki búið. Áformin um risahótelið hafa verið gagnrýnd vegna þeirra umferðarvandamála sem það skapar. Fram til þessa hafa borgarfulltrúar svarað því á þann veg að umferðin verði „annars staðar“ og hótelgestir muni alltaf labba til þessa „annars staðar“ þegar þeir þurfa að fara um borð í rútu, fjallabíl eða leigubíl. En nú hafa fulltrúarnir snúið vörn í sókn og fullyrða að með tilkomu hótelsins muni draga mjög úr umferð á svæðinu! Hótelið skapar með öðrum orðum ekki lengur nein umferðarvandamál heldur mun það þvert á móti minnka mjög umferð á svæðinu! Og hlæi nú allir eins hátt og þeir geta. En með gríninu skín líka í einlægni. Þannig viðurkenna fulltrúarnir að deiliskipulagstillagan muni ganga af dauðu tónleikahaldi eins og verið hefur í NASA. Þeir segjast „að vandlega athuguðu máli“ ekki styðja að NASA fái að lifa sem tónleikastaður í núverandi mynd. Afstaða borgarfulltrúa Besta flokksins liggur þá fyrir. Hún er þveröfug við afstöðu yfir 200 tónlistarmanna og hljómsveita sem hafa lýst skoðun sinni opinberlega – ásamt þúsundum annarra Reykvíkinga.Í berhögg við vilja Alþingis En eins og í öllu góðu gríni sleppa fulltrúarnir því sem ekki er fyndið. Þannig hefst greinin á því að borgarfulltrúarnir lýsa því að þeir hafi staðið fyrir alþjóðlegri samkeppni um skipulag Landsímareits og Ingólfstorgs en minnast ekkert á að nú er ekki lengur ætlunin að gera neitt fyrir Ingólfstorg – sem sannarlega þarf á andlitslyftingu að halda. Nú á bara að breyta því sem þarf til að þarna geti risið hótel. Borgarfulltrúarnir sleppa líka því óskemmtilega atriði að deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir því að stígurinn milli Ingólfstorgs og Fógetagarðs verði hluti af hótelinu. Framkvæmdaaðilinn fær þennan göngustíg Reykvíkinga til eigin nota. Borgarfulltrúarnir nefna í greininni þau tvö hótel í Reykjavík sem hafa markaðssett sig sem skemmtistaði fyrir heimamenn, Kex og Marina, sem dæmi um hvað það verði gaman að hafa hótel á þessum stað. Það er ekkert sem segir að jarðhæð risahótelsins verði rekin eftir sömu viðskiptahugmynd. Því ræður rekstraraðili hótelsins sem ekki er vitað hver verður. En skemmtilegast (eða leiðinlegast) af öllu er að þessir borgarfulltrúar Reykvíkinga nefna ekki að með tillögunni eru þeir að ganga í berhögg við yfirlýstan vilja Alþingis sem hefur mótmælt henni harðlega vegna þess að með henni er þrengt verulega að þinghúsinu og byggingum þess við Kirkjustræti. Besti flokkurinn fékk rúmlega 20 þúsund atkvæði í síðustu kosningunum og Samfylkingin 11 þúsund. En þessir flokkar taka ekkert tillit til vilja yfir 17 þúsund Reykvíkinga sem hafa mótmælt fyrirhugaðri hótelbyggingu á vefsíðunni www.ekkihotel.is. Skemmtuninni er ekki lokið. Á laugardaginn klukkan tvö ætlum við að mótmæla þessari hlægilegu vitleysu með baráttutónleikum á Austurvelli með mörgu af okkar besta tónlistarfólki. Það verður ósvikin skemmtun. Sjáumst þar með bros á vör!Fyrir hönd BIN hópsins – Björgum Ingólfstorgi og Nasa: Áshildur Haraldsdóttir Björn B. Björnsson Guðríður Adda Ragnarsdóttir Halla Bogadóttir Helgi Þorláksson Páll Óskar Hjálmtýsson Ragnheiður Þorláksdóttir Samúel Jón Samúelsson Þóra Andrésdóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn B. Björnsson Tengdar fréttir Góðan daginn, Reykvíkingar 8. júní 2013 06:00 Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Borgarfulltrúar Besta flokksins skrifuðu stórskemmtilega grein í Fréttablaðið um skipulag á Landsímareitnum. Margt í greininni var ekki bara skemmtilegt heldur bráðfyndið. Þannig segja fulltrúarnir að helsta niðurstaða þeirrar vinnu sem borgin hafi farið í sé þessi: „Gamli Kvennaskólinn mun áfram prýða Austurvöll en það hús er framhlið skemmtistaðarins sem nefndur er NASA.“ Þetta á örugglega að vera brandari því gamli Kvennaskólinn var friðaður fyrir nokkrum árum! Fleiri brandarar fylgja í kjölfarið eins og sá að nýir kvistir ofan á Landsímahúsinu og nýbyggingar fyrir aftan Nasa og við Kirkjustræti muni ekki auka skuggavarp á útivistarsvæðum! Það hlýtur öllum að vera ljóst að ef byggt er hús varpar það skugga. Það er líka skemmtilegt hjá fulltrúunum að segja: „Engar breytingar verða á Ingólfstorgi.“ Hvert mannsbarn sem skoðar teikningarnar sér að hér eru á ferðinni bráðfyndin öfugmæli því steypt fjögurra hæða hús verða byggð milli timburhúsanna við Vallarstræti og fyrir aftan þau og munu þannig skemma gömlu götumyndina við sunnanvert Ingólfstorg. Þetta grín er notað aftur þegar sagt er að viðbyggingin við viðbyggingu Landsímahússins, sem mun ná alveg að Kirkjustræti, verði „sambærileg gömlu húsunum sunnan við götuna og styrki því götumyndina“. Gömlu húsin sem standa á móti fyrirhugaðri nýbyggingu eru nett timburhús með kvistum en nýbyggingin er ferkantað ferlíki. En grínið er ekki búið. Áformin um risahótelið hafa verið gagnrýnd vegna þeirra umferðarvandamála sem það skapar. Fram til þessa hafa borgarfulltrúar svarað því á þann veg að umferðin verði „annars staðar“ og hótelgestir muni alltaf labba til þessa „annars staðar“ þegar þeir þurfa að fara um borð í rútu, fjallabíl eða leigubíl. En nú hafa fulltrúarnir snúið vörn í sókn og fullyrða að með tilkomu hótelsins muni draga mjög úr umferð á svæðinu! Hótelið skapar með öðrum orðum ekki lengur nein umferðarvandamál heldur mun það þvert á móti minnka mjög umferð á svæðinu! Og hlæi nú allir eins hátt og þeir geta. En með gríninu skín líka í einlægni. Þannig viðurkenna fulltrúarnir að deiliskipulagstillagan muni ganga af dauðu tónleikahaldi eins og verið hefur í NASA. Þeir segjast „að vandlega athuguðu máli“ ekki styðja að NASA fái að lifa sem tónleikastaður í núverandi mynd. Afstaða borgarfulltrúa Besta flokksins liggur þá fyrir. Hún er þveröfug við afstöðu yfir 200 tónlistarmanna og hljómsveita sem hafa lýst skoðun sinni opinberlega – ásamt þúsundum annarra Reykvíkinga.Í berhögg við vilja Alþingis En eins og í öllu góðu gríni sleppa fulltrúarnir því sem ekki er fyndið. Þannig hefst greinin á því að borgarfulltrúarnir lýsa því að þeir hafi staðið fyrir alþjóðlegri samkeppni um skipulag Landsímareits og Ingólfstorgs en minnast ekkert á að nú er ekki lengur ætlunin að gera neitt fyrir Ingólfstorg – sem sannarlega þarf á andlitslyftingu að halda. Nú á bara að breyta því sem þarf til að þarna geti risið hótel. Borgarfulltrúarnir sleppa líka því óskemmtilega atriði að deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir því að stígurinn milli Ingólfstorgs og Fógetagarðs verði hluti af hótelinu. Framkvæmdaaðilinn fær þennan göngustíg Reykvíkinga til eigin nota. Borgarfulltrúarnir nefna í greininni þau tvö hótel í Reykjavík sem hafa markaðssett sig sem skemmtistaði fyrir heimamenn, Kex og Marina, sem dæmi um hvað það verði gaman að hafa hótel á þessum stað. Það er ekkert sem segir að jarðhæð risahótelsins verði rekin eftir sömu viðskiptahugmynd. Því ræður rekstraraðili hótelsins sem ekki er vitað hver verður. En skemmtilegast (eða leiðinlegast) af öllu er að þessir borgarfulltrúar Reykvíkinga nefna ekki að með tillögunni eru þeir að ganga í berhögg við yfirlýstan vilja Alþingis sem hefur mótmælt henni harðlega vegna þess að með henni er þrengt verulega að þinghúsinu og byggingum þess við Kirkjustræti. Besti flokkurinn fékk rúmlega 20 þúsund atkvæði í síðustu kosningunum og Samfylkingin 11 þúsund. En þessir flokkar taka ekkert tillit til vilja yfir 17 þúsund Reykvíkinga sem hafa mótmælt fyrirhugaðri hótelbyggingu á vefsíðunni www.ekkihotel.is. Skemmtuninni er ekki lokið. Á laugardaginn klukkan tvö ætlum við að mótmæla þessari hlægilegu vitleysu með baráttutónleikum á Austurvelli með mörgu af okkar besta tónlistarfólki. Það verður ósvikin skemmtun. Sjáumst þar með bros á vör!Fyrir hönd BIN hópsins – Björgum Ingólfstorgi og Nasa: Áshildur Haraldsdóttir Björn B. Björnsson Guðríður Adda Ragnarsdóttir Halla Bogadóttir Helgi Þorláksson Páll Óskar Hjálmtýsson Ragnheiður Þorláksdóttir Samúel Jón Samúelsson Þóra Andrésdóttir
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun