Leggjum ekki árar í bát Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. júní 2013 06:00 Ágúst Þór ræðir við leikmenn sína í fyrri leiknum gegn Tékkum í undankeppni HM. fréttablaðið/vilhelm Handbolti Stelpurnar okkar í íslenska kvennalandsliðinu missa af sínu fyrsta stórmóti í fjögur ár þegar HM fer fram í Serbíu í lok ársins. Stelpurnar höfðu komist inn á þrjú mót í röð en máttu sætta sig við stórt tap gegn Tékkum í undankeppni HM. Fyrir fram voru Tékkar taldir viðráðanlegur andstæðingur fyrir íslenska liðið og skásti kosturinn af þeim þjóðum sem voru í efri styrkleikaflokknum í undankeppninni. Ísland var í þeim neðri. En annað kom á daginn. Tékkar voru einfaldlega mun betri og gengu frá einvíginu í fyrri leiknum í Vodafone-höllinni þar sem liðið vann tólf marka sigur. „Það segir sig sjálft að þetta einvígi fór í þeim leik,“ sagði Ágúst í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann var þá nýkominn aftur til landsins frá Tékklandi, þar sem síðari leikurinn fór fram um helgina. „Við áttum ekki von á svona stóru tapi á heimavelli. Við hefðum þurft sigur í þeim leik því það er í raun ekkert hræðilegt að tapa með fimm mörkum á útivelli eins og við gerðum um helgina,“ segir Ágúst sem segir leikmenn sína ávallt hafa haft trú á verkefninu, jafnvel eftir tólf marka tap á heimavelli. „Við ætluðum að koma þeim á óvart í byrjun og byggja á því. En það gekk ekki. Baráttan var í góðu lagi og allir voru að leggja sig fram. En eftir að við lentum undir var þetta orðið erfitt,“ segir Ágúst og bætir við: „Við töpuðum fyrir betra liði. Tékkar voru betri en við áttum von á. Ég hef trú á því að þeir eigi eftir að gera góða hluti í Serbíu.“Basl í sóknarleiknum Stelpurnar lentu í basli með sóknarleikinn í einvíginu, enda skoraði liðið aðeins 38 mörk samtals í leikjunum tveimur. „Það er alveg ljóst að það hefur verið á brattann að sækja í uppstilltum sóknum. En við gerðum okkur enn erfiðara fyrir með því að fá lítið úr hraðaupphlaupunum. Ég tek sem dæmi að við fengum ekkert mark úr hraðaupphlaupi í fyrri leiknum. Við erum samt með mjög góða hraðaupphlaupsmenn í liðinu,“ segir Ágúst. Það var einnig áberandi í úrslitakeppni N1-deildar kvenna hversu illa sóknarleikurinn virtist ganga. Varnarleikur og markvarsla var þar í aðalhlutverki. „Liðin sem náðu bestum árangri í deildinni spiluðu frábæra vörn. Stjarnan kom mjög á óvart og byggði sinn leik á mjög sterkri 6-0 vörn. Fram og Valur eru líka með mjög sterk varnarlið,“ segir Ágúst. „Þetta hefur líka verið okkar aðalsmerki í landsliðinu undanfarin ár. Við höfum sýnt miklar framfarir á skömmum tíma en nú kom skref til baka. En við leggjum þar með ekki árar í bát heldur höldum við ótrauð áfram. Við erum með góða leikmenn, þar af marga í atvinnumennsku. Auðvitað er ég hundfúll en ég tek það ekki af stelpunum að þær lögðu sig allar fram í verkefnið.“Jákvætt starf í gangi Ágúst kvíðir ekki framtíðinni en hann er strax byrjaður að hugsa um næstu leiki sem verða gegn Noregi síðar í mánuðinum. „Þar verður ekki aðalatriðið hvort við vinnum eða töpum – heldur að njóta þess að spila gegn besta landsliði heims. Við erum líka að vinna að verkefnum með U-25 ára liðið okkar og þá mun U-19 ára liðið einnig spila æfingaleiki gegn jafnöldrum sínum frá Noregi á næstunni. Það er margt gott í gangi og við höldum áfram að sinna því starfi, þó svo að okkur hafi mistekist nú,“ segir Ágúst. Íslenski handboltinn Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira
Handbolti Stelpurnar okkar í íslenska kvennalandsliðinu missa af sínu fyrsta stórmóti í fjögur ár þegar HM fer fram í Serbíu í lok ársins. Stelpurnar höfðu komist inn á þrjú mót í röð en máttu sætta sig við stórt tap gegn Tékkum í undankeppni HM. Fyrir fram voru Tékkar taldir viðráðanlegur andstæðingur fyrir íslenska liðið og skásti kosturinn af þeim þjóðum sem voru í efri styrkleikaflokknum í undankeppninni. Ísland var í þeim neðri. En annað kom á daginn. Tékkar voru einfaldlega mun betri og gengu frá einvíginu í fyrri leiknum í Vodafone-höllinni þar sem liðið vann tólf marka sigur. „Það segir sig sjálft að þetta einvígi fór í þeim leik,“ sagði Ágúst í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann var þá nýkominn aftur til landsins frá Tékklandi, þar sem síðari leikurinn fór fram um helgina. „Við áttum ekki von á svona stóru tapi á heimavelli. Við hefðum þurft sigur í þeim leik því það er í raun ekkert hræðilegt að tapa með fimm mörkum á útivelli eins og við gerðum um helgina,“ segir Ágúst sem segir leikmenn sína ávallt hafa haft trú á verkefninu, jafnvel eftir tólf marka tap á heimavelli. „Við ætluðum að koma þeim á óvart í byrjun og byggja á því. En það gekk ekki. Baráttan var í góðu lagi og allir voru að leggja sig fram. En eftir að við lentum undir var þetta orðið erfitt,“ segir Ágúst og bætir við: „Við töpuðum fyrir betra liði. Tékkar voru betri en við áttum von á. Ég hef trú á því að þeir eigi eftir að gera góða hluti í Serbíu.“Basl í sóknarleiknum Stelpurnar lentu í basli með sóknarleikinn í einvíginu, enda skoraði liðið aðeins 38 mörk samtals í leikjunum tveimur. „Það er alveg ljóst að það hefur verið á brattann að sækja í uppstilltum sóknum. En við gerðum okkur enn erfiðara fyrir með því að fá lítið úr hraðaupphlaupunum. Ég tek sem dæmi að við fengum ekkert mark úr hraðaupphlaupi í fyrri leiknum. Við erum samt með mjög góða hraðaupphlaupsmenn í liðinu,“ segir Ágúst. Það var einnig áberandi í úrslitakeppni N1-deildar kvenna hversu illa sóknarleikurinn virtist ganga. Varnarleikur og markvarsla var þar í aðalhlutverki. „Liðin sem náðu bestum árangri í deildinni spiluðu frábæra vörn. Stjarnan kom mjög á óvart og byggði sinn leik á mjög sterkri 6-0 vörn. Fram og Valur eru líka með mjög sterk varnarlið,“ segir Ágúst. „Þetta hefur líka verið okkar aðalsmerki í landsliðinu undanfarin ár. Við höfum sýnt miklar framfarir á skömmum tíma en nú kom skref til baka. En við leggjum þar með ekki árar í bát heldur höldum við ótrauð áfram. Við erum með góða leikmenn, þar af marga í atvinnumennsku. Auðvitað er ég hundfúll en ég tek það ekki af stelpunum að þær lögðu sig allar fram í verkefnið.“Jákvætt starf í gangi Ágúst kvíðir ekki framtíðinni en hann er strax byrjaður að hugsa um næstu leiki sem verða gegn Noregi síðar í mánuðinum. „Þar verður ekki aðalatriðið hvort við vinnum eða töpum – heldur að njóta þess að spila gegn besta landsliði heims. Við erum líka að vinna að verkefnum með U-25 ára liðið okkar og þá mun U-19 ára liðið einnig spila æfingaleiki gegn jafnöldrum sínum frá Noregi á næstunni. Það er margt gott í gangi og við höldum áfram að sinna því starfi, þó svo að okkur hafi mistekist nú,“ segir Ágúst.
Íslenski handboltinn Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira