Raddirnar eru þagnaðar Ingimar Einarsson skrifar 6. júní 2013 08:50 Á fyrstu árum nýrrar aldar efndi Evrópuskrifstofa Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar til nokkurra málþinga um framtíðarþróun heilbrigðismála. Í Madríd var fjallað um viðbrögð við heilbrigðisvá árið 2003, í Reykjavík var umræðuefnið upplýsingamiðlun í neyðarástandi árið 2004, í Erpfendorf í Austurríki var sjónum beint að öryggi sjúklinga árið 2005, í Amsterdam var viðfangsefnið almenningsþátttaka í ákvörðunum um heilbrigðismál árið 2006 og í Kaupmannahöfn var viðbúnaður gegn heimsinflúensu á dagskrá árið 2007.Almenningsþátttaka Þessi málþing voru mikilvægir viðburðir sem veittu sérhverju aðildarríki WHO í Evrópu tækifæri til að bera sig saman við önnur ríki í álfunni. Á fundinum í Amsterdam kom greinilega fram að við stjórnun heilbrigðismála síðustu áratugi 20. aldar og á fyrsta áratug þessarar aldar í Evrópu hafi víðast verið lögð áhersla á að tryggja þátttöku hins almenna borgara í bæði einstaklingsbundnum og samfélagslegum ákvörðunum um heilbrigðismál. Þannig hafi rödd almennings heyrst meira en áður, sjúklingar fengið upplýsingar um hvers konar þjónusta væri í boði á hverjum stað og fulltrúum starfsmanna, sem og íbúum nærliggjandi byggðarlaga, verið tryggt sæti í stjórnum heilbrigðisstofnana. Réttindi sjúklinga Á fundinum í Amsterdam árið 2006 gerði ég grein fyrir því að líkt og annars staðar í Evrópu hefði almenningsþátttaka í stjórnun heilbrigðisstofnana á Íslandi og starfsemi sjúklingafélaga farið vaxandi. Lög um réttindi sjúklinga, sem tóku gildi 1. júlí 1997, hefðu verið mikilvægur áfangi í að tryggja aukin réttindi sjúklinga. Sjúklingafélög og margvísleg önnur frjáls félagasamtök gegndu jafnframt mikilvægu hlutverki í heilbrigðisþjónustunni. Ekki aðeins varðandi fjáröflun og tækjakaup, heldur einnig hvað varðar ýmiss konar stuðning við einstaka sjúklingahópa. Það vakti því nokkra athygli þegar fram kom á málþinginu að stjórnir flestra sjúkrahúsa og heilsugæslustöðva á Íslandi hefðu þá nýlega, eða árið 2003, verið lagðar niður. Þátttakendur í málþinginu töldu að slíkt kynni ekki góðri lukku að stýra. Framkvæmdastjórnir taka yfir Í framhaldi af samþykkt nýrra laga á Íslandi um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007 leystu framkvæmdastjórnir heilbrigðisstofnana endanlega af hólmi hinar hefðbundnu stjórnir stóru sjúkrahúsanna. Hinar eiginlegu stjórnir heilbrigðisstofnana ganga nú undir nafninu framkvæmdastjórn og í þeim eiga sæti forstjóri, framkvæmdastjóri lækninga og framkvæmdastjóri hjúkrunar og eftir atvikum aðrir faglegir yfirmenn. Framkvæmdastjórnunum er nú nánast í sjálfsvald sett að boða til upplýsinga- og samráðsfunda með starfsmönnum, auk þess sem þeim er aðeins ætlað að leitast við að upplýsa sveitastjórnir og notendur heilbrigðisþjónustu í viðkomandi umdæmi um starfsemi stofnunarinnar. Ekki fer miklum sögum af slíkum fundum.Heimatilbúinn vandi? Í ljósi þessara staðreynda vaknar óhjákvæmilega sú spurning hvort krísan sem íslenska heilbrigðiskerfið hefur gengið í gegnum hin síðustu ár sé ekki að einhverju leyti heimatilbúinn vandi. Niðurskurður á fjárveitingum hefur vissulega sett allri starfsemi tilteknar skorður en á sama tíma hafa heilbrigðisþjónustunni ekki verið sett nægjanlega metnaðarfull markmið eða pólitísk umfjöllun um málefni hennar staðið undir nafni. Enginn alþingismaður eða fulltrúi hinna pólitísku flokka á lengur sæti í stjórnum heilbrigðisstofnananna, enda hafa þær vikið fyrir hinum svonefndu framkvæmdastjórnum á hverjum stað. Fulltrúar starfsmanna og sveitarfélaga hafa heldur ekki lengur beinan aðgang að stjórnun stofnananna. Þær raddir fagfólks, sjúklinga og almennings sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin lýsti eftir á fyrsta áratug þessarar aldar eru þagnaðar hér á landi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingimar Einarsson Mest lesið Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Á fyrstu árum nýrrar aldar efndi Evrópuskrifstofa Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar til nokkurra málþinga um framtíðarþróun heilbrigðismála. Í Madríd var fjallað um viðbrögð við heilbrigðisvá árið 2003, í Reykjavík var umræðuefnið upplýsingamiðlun í neyðarástandi árið 2004, í Erpfendorf í Austurríki var sjónum beint að öryggi sjúklinga árið 2005, í Amsterdam var viðfangsefnið almenningsþátttaka í ákvörðunum um heilbrigðismál árið 2006 og í Kaupmannahöfn var viðbúnaður gegn heimsinflúensu á dagskrá árið 2007.Almenningsþátttaka Þessi málþing voru mikilvægir viðburðir sem veittu sérhverju aðildarríki WHO í Evrópu tækifæri til að bera sig saman við önnur ríki í álfunni. Á fundinum í Amsterdam kom greinilega fram að við stjórnun heilbrigðismála síðustu áratugi 20. aldar og á fyrsta áratug þessarar aldar í Evrópu hafi víðast verið lögð áhersla á að tryggja þátttöku hins almenna borgara í bæði einstaklingsbundnum og samfélagslegum ákvörðunum um heilbrigðismál. Þannig hafi rödd almennings heyrst meira en áður, sjúklingar fengið upplýsingar um hvers konar þjónusta væri í boði á hverjum stað og fulltrúum starfsmanna, sem og íbúum nærliggjandi byggðarlaga, verið tryggt sæti í stjórnum heilbrigðisstofnana. Réttindi sjúklinga Á fundinum í Amsterdam árið 2006 gerði ég grein fyrir því að líkt og annars staðar í Evrópu hefði almenningsþátttaka í stjórnun heilbrigðisstofnana á Íslandi og starfsemi sjúklingafélaga farið vaxandi. Lög um réttindi sjúklinga, sem tóku gildi 1. júlí 1997, hefðu verið mikilvægur áfangi í að tryggja aukin réttindi sjúklinga. Sjúklingafélög og margvísleg önnur frjáls félagasamtök gegndu jafnframt mikilvægu hlutverki í heilbrigðisþjónustunni. Ekki aðeins varðandi fjáröflun og tækjakaup, heldur einnig hvað varðar ýmiss konar stuðning við einstaka sjúklingahópa. Það vakti því nokkra athygli þegar fram kom á málþinginu að stjórnir flestra sjúkrahúsa og heilsugæslustöðva á Íslandi hefðu þá nýlega, eða árið 2003, verið lagðar niður. Þátttakendur í málþinginu töldu að slíkt kynni ekki góðri lukku að stýra. Framkvæmdastjórnir taka yfir Í framhaldi af samþykkt nýrra laga á Íslandi um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007 leystu framkvæmdastjórnir heilbrigðisstofnana endanlega af hólmi hinar hefðbundnu stjórnir stóru sjúkrahúsanna. Hinar eiginlegu stjórnir heilbrigðisstofnana ganga nú undir nafninu framkvæmdastjórn og í þeim eiga sæti forstjóri, framkvæmdastjóri lækninga og framkvæmdastjóri hjúkrunar og eftir atvikum aðrir faglegir yfirmenn. Framkvæmdastjórnunum er nú nánast í sjálfsvald sett að boða til upplýsinga- og samráðsfunda með starfsmönnum, auk þess sem þeim er aðeins ætlað að leitast við að upplýsa sveitastjórnir og notendur heilbrigðisþjónustu í viðkomandi umdæmi um starfsemi stofnunarinnar. Ekki fer miklum sögum af slíkum fundum.Heimatilbúinn vandi? Í ljósi þessara staðreynda vaknar óhjákvæmilega sú spurning hvort krísan sem íslenska heilbrigðiskerfið hefur gengið í gegnum hin síðustu ár sé ekki að einhverju leyti heimatilbúinn vandi. Niðurskurður á fjárveitingum hefur vissulega sett allri starfsemi tilteknar skorður en á sama tíma hafa heilbrigðisþjónustunni ekki verið sett nægjanlega metnaðarfull markmið eða pólitísk umfjöllun um málefni hennar staðið undir nafni. Enginn alþingismaður eða fulltrúi hinna pólitísku flokka á lengur sæti í stjórnum heilbrigðisstofnananna, enda hafa þær vikið fyrir hinum svonefndu framkvæmdastjórnum á hverjum stað. Fulltrúar starfsmanna og sveitarfélaga hafa heldur ekki lengur beinan aðgang að stjórnun stofnananna. Þær raddir fagfólks, sjúklinga og almennings sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin lýsti eftir á fyrsta áratug þessarar aldar eru þagnaðar hér á landi.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun