Til hamingju Ísland eða hvað? 30. maí 2013 07:00 Það eru margir sem fá hamingjuóskir þessa dagana enda tími skólaslita og útskrifta. Við getum verið stolt af þeim sem klára áfanga og halda til starfa í samfélaginu eða til áframhaldandi náms. Við gleðjumst yfir þessu en það hefur líka komið fram að margir heltast úr lestinni í framhaldsskóla. „Þurfum þjóðarátak gegn brottfalli,“ sagði Skúli Helgason alþingismaður í grein í Fréttatímanum 26. október 2012 og bætti við: „Það er engan veginn ásættanlegt að upp undir þriðjungur nemenda í framhaldsskóla hrökklist frá námi án þess að fá viðunandi þjónustu.“ Lóa Pind Aldísardóttir fjallar af sinni alkunnu snilld um þetta málefni á Stöð 2 þessa dagana í þáttunum Tossarnir.129 ungmenni fengið stuðning Hjálparstarf kirkjunnar vill leggja lóð á vogarskálarnar til að fækka þeim sem hætta námi. Staðreyndin er sú að erfið fjárhagsstaða fjölskyldna getur bitnað á framhaldsskólanámi ungmenna. Námsgögn, skólagjöld, kaup á tölvu, sem í sumu námi er nauðsynleg, og annar kostnaður vegna námsins getur orðið hindrun í að ljúka námi. Þegar fjárhagsstaðan er erfið eru öll útgjöld há. Hjálparstarfið hefur stofnað Framtíðarsjóð sem styður ungmenni 16-20 ára til stúdentsprófs, sveinsprófs eða annars sem leiðir til starfsréttinda eða opnar leið til háskólanáms. Þannig léttum við undir, ekki bara á einni önn heldur eins lengi og þarf til að ljúka námi. 129 ungmenni úr 18 sveitarfélögum fengu stuðning á síðasta skólaári. Margir hafa lokið námi með starfsréttindi og hafa hafið störf, aðrir hafa hafið háskólanám.Útskriftargjöf sem gefur Hvernig getum við um leið og við gleðjumst með þeim sem útskrifast úr námi gert öðrum kleift að ljúka námi? Jú, með því að gefa í útskriftargjöf gjafabréfið Framtíðarsjóður sem hægt er að kaupa á skrifstofu Hjálparstarfsins eða á vefsíðunni gjöfsemgefur.is. Þá fær útskriftarneminn persónulegar hamingjuóskir um leið og hann getur lesið á gjafabréfinu upplýsingar um Framtíðarsjóðinn, hvernig hann gerir gæfumuninn fyrir aðra sem annars hefðu á hættu að geta ekki lokið námi. Það skiptir nefnilega máli að fleiri fái að heyra: „Til hamingju með áfangann!“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Það eru margir sem fá hamingjuóskir þessa dagana enda tími skólaslita og útskrifta. Við getum verið stolt af þeim sem klára áfanga og halda til starfa í samfélaginu eða til áframhaldandi náms. Við gleðjumst yfir þessu en það hefur líka komið fram að margir heltast úr lestinni í framhaldsskóla. „Þurfum þjóðarátak gegn brottfalli,“ sagði Skúli Helgason alþingismaður í grein í Fréttatímanum 26. október 2012 og bætti við: „Það er engan veginn ásættanlegt að upp undir þriðjungur nemenda í framhaldsskóla hrökklist frá námi án þess að fá viðunandi þjónustu.“ Lóa Pind Aldísardóttir fjallar af sinni alkunnu snilld um þetta málefni á Stöð 2 þessa dagana í þáttunum Tossarnir.129 ungmenni fengið stuðning Hjálparstarf kirkjunnar vill leggja lóð á vogarskálarnar til að fækka þeim sem hætta námi. Staðreyndin er sú að erfið fjárhagsstaða fjölskyldna getur bitnað á framhaldsskólanámi ungmenna. Námsgögn, skólagjöld, kaup á tölvu, sem í sumu námi er nauðsynleg, og annar kostnaður vegna námsins getur orðið hindrun í að ljúka námi. Þegar fjárhagsstaðan er erfið eru öll útgjöld há. Hjálparstarfið hefur stofnað Framtíðarsjóð sem styður ungmenni 16-20 ára til stúdentsprófs, sveinsprófs eða annars sem leiðir til starfsréttinda eða opnar leið til háskólanáms. Þannig léttum við undir, ekki bara á einni önn heldur eins lengi og þarf til að ljúka námi. 129 ungmenni úr 18 sveitarfélögum fengu stuðning á síðasta skólaári. Margir hafa lokið námi með starfsréttindi og hafa hafið störf, aðrir hafa hafið háskólanám.Útskriftargjöf sem gefur Hvernig getum við um leið og við gleðjumst með þeim sem útskrifast úr námi gert öðrum kleift að ljúka námi? Jú, með því að gefa í útskriftargjöf gjafabréfið Framtíðarsjóður sem hægt er að kaupa á skrifstofu Hjálparstarfsins eða á vefsíðunni gjöfsemgefur.is. Þá fær útskriftarneminn persónulegar hamingjuóskir um leið og hann getur lesið á gjafabréfinu upplýsingar um Framtíðarsjóðinn, hvernig hann gerir gæfumuninn fyrir aðra sem annars hefðu á hættu að geta ekki lokið námi. Það skiptir nefnilega máli að fleiri fái að heyra: „Til hamingju með áfangann!“
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar