Óvissa um niðurfærslu skulda Össur Skarphéðinsson skrifar 29. maí 2013 07:00 Stefnuyfirlýsing nýju stjórnarinnar er að mörgu leyti athyglisverð – og fyrir sinn hatt prýðileg. Hún ber þó augljóslega með sér að í vöfflutúrunum tókst oddvitum hennar ekki að leiða í jörð ágreining um hvernig á að efna kosningaloforð Framsóknar um að lækka höfuðstól verðtryggðra skulda um 300 milljarða. Sigmundur Davíð sagði efndir þessa loforðs forsendu nýrrar ríkisstjórnar. Það ætti því að vera svartalágmark að hans eigin ríkisstjórn segi skýrt hvaða leið eigi að fara til að efna loforðið. Það er þó ekki gert í stefnuyfirlýsingunni. Skýringin á því er óþægileg. Hún liggur í óleystum ágreiningi milli flokkanna um hvaða leið ber að fara. Fyrir kosningar margítrekaði Bjarni að hugmyndir Framsóknar væru óraunhæfar og leystu engan vanda. Í Kastljósi í síðustu viku var hann á svipuðum slóðum. Ný óvissa Þessi óleysti ágreiningur birtist nokkuð nakinn í stefnuyfirlýsingunni. Þar greinir ríkisstjórnin frá tveimur aðalleiðum til að bæta hlut skuldara – en getur ekki gert upp á milli þeirra! Í stað þess að eyða óvissu býr hún til nýja óvissu fyrir þá sem glíma við verðtryggðan skuldavanda. Af ýmsum ástæðum efa ég ekki augnablik að Sigmundur Davíð hefur einlægan vilja til að efna loforðið. En hann gerði tvenn mistök: Í fyrsta lagi lagði hann upp í leiðangurinn án þess að útkljá ágreininginn við Sjálfstæðisflokkinn. Í öðru lagi lét hann svo fjármálaráðuneytið í hendur sjálfstæðismanna og þeir munu því ráða hvort, og þá hvernig, skuldaniðurfærsluleiðin verður farin. Andstaðan innan þingflokks Sjálfstæðismanna við niðurfærsluleið Framsóknar er flestum ljós. Nú getur hann í ofanálag túlkað tvíbent orðalag stjórnarsáttmálans þannig að ekkert sé í gadda slegið milli flokkanna. Hann mun haga sér í samræmi við það. Eftir rómantíska hveitibrauðsdaga er því öldungis óvíst að við taki ástir samlyndra hjóna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Stefnuyfirlýsing nýju stjórnarinnar er að mörgu leyti athyglisverð – og fyrir sinn hatt prýðileg. Hún ber þó augljóslega með sér að í vöfflutúrunum tókst oddvitum hennar ekki að leiða í jörð ágreining um hvernig á að efna kosningaloforð Framsóknar um að lækka höfuðstól verðtryggðra skulda um 300 milljarða. Sigmundur Davíð sagði efndir þessa loforðs forsendu nýrrar ríkisstjórnar. Það ætti því að vera svartalágmark að hans eigin ríkisstjórn segi skýrt hvaða leið eigi að fara til að efna loforðið. Það er þó ekki gert í stefnuyfirlýsingunni. Skýringin á því er óþægileg. Hún liggur í óleystum ágreiningi milli flokkanna um hvaða leið ber að fara. Fyrir kosningar margítrekaði Bjarni að hugmyndir Framsóknar væru óraunhæfar og leystu engan vanda. Í Kastljósi í síðustu viku var hann á svipuðum slóðum. Ný óvissa Þessi óleysti ágreiningur birtist nokkuð nakinn í stefnuyfirlýsingunni. Þar greinir ríkisstjórnin frá tveimur aðalleiðum til að bæta hlut skuldara – en getur ekki gert upp á milli þeirra! Í stað þess að eyða óvissu býr hún til nýja óvissu fyrir þá sem glíma við verðtryggðan skuldavanda. Af ýmsum ástæðum efa ég ekki augnablik að Sigmundur Davíð hefur einlægan vilja til að efna loforðið. En hann gerði tvenn mistök: Í fyrsta lagi lagði hann upp í leiðangurinn án þess að útkljá ágreininginn við Sjálfstæðisflokkinn. Í öðru lagi lét hann svo fjármálaráðuneytið í hendur sjálfstæðismanna og þeir munu því ráða hvort, og þá hvernig, skuldaniðurfærsluleiðin verður farin. Andstaðan innan þingflokks Sjálfstæðismanna við niðurfærsluleið Framsóknar er flestum ljós. Nú getur hann í ofanálag túlkað tvíbent orðalag stjórnarsáttmálans þannig að ekkert sé í gadda slegið milli flokkanna. Hann mun haga sér í samræmi við það. Eftir rómantíska hveitibrauðsdaga er því öldungis óvíst að við taki ástir samlyndra hjóna.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun