Orðsending til borgarstjórnar Auður Guðjónsdóttir skrifar 28. maí 2013 07:00 Borgarstjórn til upprifjunar birti ég hér hluta fyrstu greinar reglugerðar um ferðaþjónustu fatlaðs fólks í Reykjavík: Ferðaþjónusta fatlaðs fólks er ætluð til afnota fyrir þá íbúa Reykjavíkur sem uppfylla eitt eða fleiri eftirfarandi skilyrða: a) Hjólastólanotendur b) Blindir og geta eigi notað önnur farartæki c) Ófærir um að nota almenningsvagnaþjónustu vegna annarra langvarandi fötlunar og hafa ekki aðgang að eigin farartæki. Þeir sem hafa fengið styrk til bifreiðakaupa frá Tryggingastofnun ríkisins og þeir sem njóta bensínstyrks skulu alla jafna ekki njóta réttar til ferðaþjónustu samkvæmt reglum þessum. Fötluðum stillt upp við vegg Það vekur furðu mína að samkvæmt lögum og reglugerðum skuli fatlað fólk í Reykjavík ekki hafa jafnan aðgang og ófatlað að almannasamgöngum. Þrátt fyrir að úrræðið sé til staðar, þ.e. ferðaþjónusta fatlaðra, er fötluðu fólki meinaður aðgangur að þjónustunni samkvæmt ofangreindum reglum ef það nýtur tólf þúsund króna bensínstyrks á mánuði og styrks til bifreiðakaupa á einhverra ára fresti. Undantekningar eru gerðar tímabundið ef fólk getur sannað með læknisvottorði og öðrum rökstuðningi að það þurfi nauðsynlega á þjónustunni að halda. Margt ófatlað fólk nýtir Strætó í fastar ferðir, s.s. í og úr vinnu eða í skóla, en notar einkabifreið sína í öðrum erindagjörðum. Slíkt val hefur fatlað fólk ekki. Annaðhvort þiggur það bensínstyrkinn og fær ekki aðgang að ferðaþjónustunni nema í undantekningartilfellum eða afþakkar styrkinn og fær þá úthlutað vissum ferðum í mánuði. Að takmarka svo alvarlega aðgang fatlaðs fólks að sambærilegri opinberri þjónustu og ófatlaðir hafa óheftan aðgang að er óboðlegt og samrýmist ekki hugmyndum okkar Íslendinga um jafnrétti. Ég fer því vinsamlegast fram á það við borgarstjórn að hún nemi málsgreinina sem vitnað er í hér að ofan á brott úr reglugerð um ferðaþjónustu fatlaðra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Guðjónsdóttir Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Borgarstjórn til upprifjunar birti ég hér hluta fyrstu greinar reglugerðar um ferðaþjónustu fatlaðs fólks í Reykjavík: Ferðaþjónusta fatlaðs fólks er ætluð til afnota fyrir þá íbúa Reykjavíkur sem uppfylla eitt eða fleiri eftirfarandi skilyrða: a) Hjólastólanotendur b) Blindir og geta eigi notað önnur farartæki c) Ófærir um að nota almenningsvagnaþjónustu vegna annarra langvarandi fötlunar og hafa ekki aðgang að eigin farartæki. Þeir sem hafa fengið styrk til bifreiðakaupa frá Tryggingastofnun ríkisins og þeir sem njóta bensínstyrks skulu alla jafna ekki njóta réttar til ferðaþjónustu samkvæmt reglum þessum. Fötluðum stillt upp við vegg Það vekur furðu mína að samkvæmt lögum og reglugerðum skuli fatlað fólk í Reykjavík ekki hafa jafnan aðgang og ófatlað að almannasamgöngum. Þrátt fyrir að úrræðið sé til staðar, þ.e. ferðaþjónusta fatlaðra, er fötluðu fólki meinaður aðgangur að þjónustunni samkvæmt ofangreindum reglum ef það nýtur tólf þúsund króna bensínstyrks á mánuði og styrks til bifreiðakaupa á einhverra ára fresti. Undantekningar eru gerðar tímabundið ef fólk getur sannað með læknisvottorði og öðrum rökstuðningi að það þurfi nauðsynlega á þjónustunni að halda. Margt ófatlað fólk nýtir Strætó í fastar ferðir, s.s. í og úr vinnu eða í skóla, en notar einkabifreið sína í öðrum erindagjörðum. Slíkt val hefur fatlað fólk ekki. Annaðhvort þiggur það bensínstyrkinn og fær ekki aðgang að ferðaþjónustunni nema í undantekningartilfellum eða afþakkar styrkinn og fær þá úthlutað vissum ferðum í mánuði. Að takmarka svo alvarlega aðgang fatlaðs fólks að sambærilegri opinberri þjónustu og ófatlaðir hafa óheftan aðgang að er óboðlegt og samrýmist ekki hugmyndum okkar Íslendinga um jafnrétti. Ég fer því vinsamlegast fram á það við borgarstjórn að hún nemi málsgreinina sem vitnað er í hér að ofan á brott úr reglugerð um ferðaþjónustu fatlaðra.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar