Risaháhýsi frá 2007 Guðni Th. Jóhannesson og Dögg Hjaltalín skrifar 6. maí 2013 08:00 Gangi áform verktaka eftir hefjast senn framkvæmdir við nær 150 íbúða fjölbýlishús á allt að níu hæðum á Lýsisreitnum svokallaða í Vesturbæ Reykjavíkur. Íbúar í nágrenninu reyna nú af veikum mætti að koma í veg fyrir að þessi risastóra bygging verði reist innan um gömul timburhús og lágreistar íbúablokkir. Fólk hefur ekkert á móti fjölbýlishúsi á reitnum en flykki af þessu tagi verður ekki í neinu samræmi við umhverfið og mun skapa margvísleg vandamál fyrir íbúa hverfisins. Þessi sjónarmið komu m.a. fram á fjölmennum íbúafundi í lok síðasta mánaðar.Viðkvæm ásýnd Bráðræðisholtsins Lýsisreiturinn ber nafn sitt af því að Lýsi rak þar verksmiðju um árabil. Reiturinn er á Bráðræðisholtinu en á því standa einkum gömul og aðflutt timburhús auk steinbæjar, eins örfárra sem enn er að finna í Reykjavík. Í skýrslu Minjasafns Reykjavíkur um byggðina á holtinu frá 2004 segir að flest hafi húsin menningarsögulegt gildi og mikilvægt sé að vernda yfirsýn hverfisins. Það verður ekki gert með níu hæða nýbyggingu.Grandavegi breytt í botnlanga Á Bráðræðisholtinu eins og annars staðar í Vesturbæ skortir mjög bílastæði. Ökumenn neyðast til að leggja þvers og kruss, við gular línur og uppi á gangstéttum ef því er að skipta, til ama fyrir íbúa og gangandi fólk. Ekki verður séð að gert sé ráð fyrir nægilegum fjölda bílastæða í bílakjallara sem til stendur að hafa undir nýbyggingunni. Óleyst vandamál verður enn erfiðara viðureignar. Þá má hafa áhyggjur af þeirri þungu umferð sem verður óumflýjanlega um Grandaveg, fari svo sem horfir. Á fundi sínum lýstu íbúar þeirri kröfu að komið yrði í veg fyrir að umferð vegna nýbyggingarinnar fari öll eða nær öll um Grandaveginn, til dæmis með því að loka honum miðjum og breyta í botnlanga. Íbúahverfi verður aldrei friðsælt með umferðaræð sem sker það í sundur.Vindstrengir Bitur reynsla er af snörpum vindhviðum við háhýsi á höfuðborgarsvæðinu. Allir vita að hætta verður á slíkum ófögnuði við níu hæða fjölbýlishús niðri við sjó í Vesturbænum. Þrátt fyrir þá vitneskju hefur engin rannsókn farið fram á vindstrengjum vegna nýbyggingarinnar og hugsanlegum leiðum til að lágmarka þá. Íbúar í nágrenninu vænta þess að slíkar rannsóknir fari fram áður en hafist verður handa, í stað þess að það komi bara í ljós hvort það verður yfirleitt stætt við háhýsið þegar vind hreyfir í framtíðinni.Deiliskipulag frá 2007 Núverandi deiliskipulag á Lýsisreitnum var samþykkt í borgarráði í febrúar 2007 (fimm dögum áður en bygging Höfðatorgs var samþykkt). Á því herrans ári þótti sniðugast að byggja sem hæst, mest og hraðast. Við hefðum haldið að valdhafar hefðu eitthvað lært síðan þá, ekki síst þeir sem voru kjörnir á grundvelli loforða um breytta tíma. Blokkir eru ekki betri, því hærri sem þær eru, og það er ekki íbúalýðræði í reynd sem snýst bara um að leyfa okkar að velja hvort gert verður við rólur eða göngustíg þetta árið. Við biðjum okkar lýðræðislega kjörnu fulltrúa að koma í veg fyrir að fín áform um þéttingu byggðar í borginni leiði þá ekki út í það feigðarflan að fara einfaldlega alltaf eftir ítrustu kröfum verktaka og fjárfestingarfyrirtækja. Hugsið líka um okkur hin.Núverandi deiliskipulag á Lýsisreitnum var samþykkt í borgarráði í febrúar 2007 (fimm dögum áður en bygging Höfðatorgs var samþykkt). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dögg Hjaltalín Mest lesið Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Gangi áform verktaka eftir hefjast senn framkvæmdir við nær 150 íbúða fjölbýlishús á allt að níu hæðum á Lýsisreitnum svokallaða í Vesturbæ Reykjavíkur. Íbúar í nágrenninu reyna nú af veikum mætti að koma í veg fyrir að þessi risastóra bygging verði reist innan um gömul timburhús og lágreistar íbúablokkir. Fólk hefur ekkert á móti fjölbýlishúsi á reitnum en flykki af þessu tagi verður ekki í neinu samræmi við umhverfið og mun skapa margvísleg vandamál fyrir íbúa hverfisins. Þessi sjónarmið komu m.a. fram á fjölmennum íbúafundi í lok síðasta mánaðar.Viðkvæm ásýnd Bráðræðisholtsins Lýsisreiturinn ber nafn sitt af því að Lýsi rak þar verksmiðju um árabil. Reiturinn er á Bráðræðisholtinu en á því standa einkum gömul og aðflutt timburhús auk steinbæjar, eins örfárra sem enn er að finna í Reykjavík. Í skýrslu Minjasafns Reykjavíkur um byggðina á holtinu frá 2004 segir að flest hafi húsin menningarsögulegt gildi og mikilvægt sé að vernda yfirsýn hverfisins. Það verður ekki gert með níu hæða nýbyggingu.Grandavegi breytt í botnlanga Á Bráðræðisholtinu eins og annars staðar í Vesturbæ skortir mjög bílastæði. Ökumenn neyðast til að leggja þvers og kruss, við gular línur og uppi á gangstéttum ef því er að skipta, til ama fyrir íbúa og gangandi fólk. Ekki verður séð að gert sé ráð fyrir nægilegum fjölda bílastæða í bílakjallara sem til stendur að hafa undir nýbyggingunni. Óleyst vandamál verður enn erfiðara viðureignar. Þá má hafa áhyggjur af þeirri þungu umferð sem verður óumflýjanlega um Grandaveg, fari svo sem horfir. Á fundi sínum lýstu íbúar þeirri kröfu að komið yrði í veg fyrir að umferð vegna nýbyggingarinnar fari öll eða nær öll um Grandaveginn, til dæmis með því að loka honum miðjum og breyta í botnlanga. Íbúahverfi verður aldrei friðsælt með umferðaræð sem sker það í sundur.Vindstrengir Bitur reynsla er af snörpum vindhviðum við háhýsi á höfuðborgarsvæðinu. Allir vita að hætta verður á slíkum ófögnuði við níu hæða fjölbýlishús niðri við sjó í Vesturbænum. Þrátt fyrir þá vitneskju hefur engin rannsókn farið fram á vindstrengjum vegna nýbyggingarinnar og hugsanlegum leiðum til að lágmarka þá. Íbúar í nágrenninu vænta þess að slíkar rannsóknir fari fram áður en hafist verður handa, í stað þess að það komi bara í ljós hvort það verður yfirleitt stætt við háhýsið þegar vind hreyfir í framtíðinni.Deiliskipulag frá 2007 Núverandi deiliskipulag á Lýsisreitnum var samþykkt í borgarráði í febrúar 2007 (fimm dögum áður en bygging Höfðatorgs var samþykkt). Á því herrans ári þótti sniðugast að byggja sem hæst, mest og hraðast. Við hefðum haldið að valdhafar hefðu eitthvað lært síðan þá, ekki síst þeir sem voru kjörnir á grundvelli loforða um breytta tíma. Blokkir eru ekki betri, því hærri sem þær eru, og það er ekki íbúalýðræði í reynd sem snýst bara um að leyfa okkar að velja hvort gert verður við rólur eða göngustíg þetta árið. Við biðjum okkar lýðræðislega kjörnu fulltrúa að koma í veg fyrir að fín áform um þéttingu byggðar í borginni leiði þá ekki út í það feigðarflan að fara einfaldlega alltaf eftir ítrustu kröfum verktaka og fjárfestingarfyrirtækja. Hugsið líka um okkur hin.Núverandi deiliskipulag á Lýsisreitnum var samþykkt í borgarráði í febrúar 2007 (fimm dögum áður en bygging Höfðatorgs var samþykkt).
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun