Endurvinnsla: Safnast þegar saman kemur Helga María Heiðarsdóttir skrifar 3. maí 2013 07:00 Við búum á einstakri plánetu sem okkur er kleift að lifa á vegna ýmissa þátta. Má þar til dæmis nefna að súrefnismagn er hæfilegt og hitastig innan þægilegra marka (þó að við kvörtum nú oft yfir því). Þessir þættir eru viðkvæmir fyrir breytingum og breytingar gætu leitt til þess að aðstæður verði okkur ekki jafn ákjósanlegar. Loftslagsbreytingar af völdum gróðurhúsalofttegunda eru staðreynd og nær daglega má sjá í fréttum umfjöllun um afleiðingar þeirra. Þrátt fyrir að aðstæður breytist hugsanlega til batnaðar á mörgum stöðum (margir kvarta til dæmis ekki yfir fleiri hlýjum sumardögum á Íslandi) þá eru loftslagsbreytingar hætta sem ógnar allri heimsbyggðinni. Þegar litið er á plánetuna okkar úr fjarlægð má hvorki sjá mörk né veggi sem halda breytingunum innan afmarkaðra svæða. Við verðum því að opna augun fyrir því að loftslagsbreytingar eiga sér nú stað og finna í sameiningu lausn. Manneskjan hefur áður komið af stað ferli sem skapað hefur hættu fyrir hana og umhverfi hennar. Nægir þar að minnast á gatið í ósonlaginu og á súrt regn, sem var mikið vandamál í nágrannalöndum okkar fyrir um 40 árum. Í sameiningu náðu þjóðir að koma í veg fyrir hörmungar sem mögulega hefðu getað fylgt. Flestar þjóðir (því miður ekki allar) vinna nú að einhverju leyti að því að breyta samfélagsháttum sínum til að draga úr áhrifum og afleiðingum loftslagsbreytinga, aðallega með því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda (t.d. koltvísýrings og metans) en betur má ef duga skal.Efasemdafólk Mikið er skrifað um ástæður og afleiðingar loftslagsbreytinga, en miklum tíma og orku er því miður eytt í að reyna að sannfæra efasemdafólk um að loftslagsbreytingar séu staðreynd. Þann tíma og orku mætti betur nýta í að ræða hvað við sem einstaklingar og þjóðir getum gert til að draga úr og jafnvel leysa vandamálið. Með því gætum við sett loftslagsbreytingar í umræðuflokk með gatinu í ósonlaginu og súrri rigningu. Íslendingar hitta oft naglann á höfuðið og má þar nefna orðtakið safnast þegar saman kemur. Að sjálfsögðu losa stór fyrirtæki meira af gróðurhúsalofttegundum en einstaklingar og þurfa þar af leiðandi mörg að draga mikið úr sinni losun. Fyrirtæki eru þó mynduð af einstaklingum og því þarf hugarfarsbreytingin að hefjast þar; ef allir leggja sitt af mörkum þá mun það hafa áhrif. Þú gætir t.d. notað bílinn minna og gengið meira (með því græðir þú hreyfingu og um leið lengir þú endingartíma bílsins). Að endurvinna er góður ávani og lítið mál að safna blöðum og plasti og skila í grenndargámana (má finna í öllum hverfum). Ef þú venur þig á þetta dregur þú úr orkunotkun (framleiðsla krefst yfirleitt meiri orku en endurvinnsla), efnisnotkun og flutningi; sem allt losar gróðurhúsalofttegundir. Jörðin aðlagar sig tiltölulega fljótt að nýjum aðstæðum og mun hugsanlega bjóða upp á svipað loftslag aftur eftir nokkrar aldir, en það er ekki víst að við getum búið á henni á meðan hún jafnar sig. Hjálpumst að við að leysa loftslagsvandamálið og viðhalda þeim loftslagsaðstæðum sem okkur er kleift að lifa við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Sjá meira
Við búum á einstakri plánetu sem okkur er kleift að lifa á vegna ýmissa þátta. Má þar til dæmis nefna að súrefnismagn er hæfilegt og hitastig innan þægilegra marka (þó að við kvörtum nú oft yfir því). Þessir þættir eru viðkvæmir fyrir breytingum og breytingar gætu leitt til þess að aðstæður verði okkur ekki jafn ákjósanlegar. Loftslagsbreytingar af völdum gróðurhúsalofttegunda eru staðreynd og nær daglega má sjá í fréttum umfjöllun um afleiðingar þeirra. Þrátt fyrir að aðstæður breytist hugsanlega til batnaðar á mörgum stöðum (margir kvarta til dæmis ekki yfir fleiri hlýjum sumardögum á Íslandi) þá eru loftslagsbreytingar hætta sem ógnar allri heimsbyggðinni. Þegar litið er á plánetuna okkar úr fjarlægð má hvorki sjá mörk né veggi sem halda breytingunum innan afmarkaðra svæða. Við verðum því að opna augun fyrir því að loftslagsbreytingar eiga sér nú stað og finna í sameiningu lausn. Manneskjan hefur áður komið af stað ferli sem skapað hefur hættu fyrir hana og umhverfi hennar. Nægir þar að minnast á gatið í ósonlaginu og á súrt regn, sem var mikið vandamál í nágrannalöndum okkar fyrir um 40 árum. Í sameiningu náðu þjóðir að koma í veg fyrir hörmungar sem mögulega hefðu getað fylgt. Flestar þjóðir (því miður ekki allar) vinna nú að einhverju leyti að því að breyta samfélagsháttum sínum til að draga úr áhrifum og afleiðingum loftslagsbreytinga, aðallega með því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda (t.d. koltvísýrings og metans) en betur má ef duga skal.Efasemdafólk Mikið er skrifað um ástæður og afleiðingar loftslagsbreytinga, en miklum tíma og orku er því miður eytt í að reyna að sannfæra efasemdafólk um að loftslagsbreytingar séu staðreynd. Þann tíma og orku mætti betur nýta í að ræða hvað við sem einstaklingar og þjóðir getum gert til að draga úr og jafnvel leysa vandamálið. Með því gætum við sett loftslagsbreytingar í umræðuflokk með gatinu í ósonlaginu og súrri rigningu. Íslendingar hitta oft naglann á höfuðið og má þar nefna orðtakið safnast þegar saman kemur. Að sjálfsögðu losa stór fyrirtæki meira af gróðurhúsalofttegundum en einstaklingar og þurfa þar af leiðandi mörg að draga mikið úr sinni losun. Fyrirtæki eru þó mynduð af einstaklingum og því þarf hugarfarsbreytingin að hefjast þar; ef allir leggja sitt af mörkum þá mun það hafa áhrif. Þú gætir t.d. notað bílinn minna og gengið meira (með því græðir þú hreyfingu og um leið lengir þú endingartíma bílsins). Að endurvinna er góður ávani og lítið mál að safna blöðum og plasti og skila í grenndargámana (má finna í öllum hverfum). Ef þú venur þig á þetta dregur þú úr orkunotkun (framleiðsla krefst yfirleitt meiri orku en endurvinnsla), efnisnotkun og flutningi; sem allt losar gróðurhúsalofttegundir. Jörðin aðlagar sig tiltölulega fljótt að nýjum aðstæðum og mun hugsanlega bjóða upp á svipað loftslag aftur eftir nokkrar aldir, en það er ekki víst að við getum búið á henni á meðan hún jafnar sig. Hjálpumst að við að leysa loftslagsvandamálið og viðhalda þeim loftslagsaðstæðum sem okkur er kleift að lifa við.
Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson Skoðun
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun
Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson Skoðun
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun