Endurvinnsla: Safnast þegar saman kemur Helga María Heiðarsdóttir skrifar 3. maí 2013 07:00 Við búum á einstakri plánetu sem okkur er kleift að lifa á vegna ýmissa þátta. Má þar til dæmis nefna að súrefnismagn er hæfilegt og hitastig innan þægilegra marka (þó að við kvörtum nú oft yfir því). Þessir þættir eru viðkvæmir fyrir breytingum og breytingar gætu leitt til þess að aðstæður verði okkur ekki jafn ákjósanlegar. Loftslagsbreytingar af völdum gróðurhúsalofttegunda eru staðreynd og nær daglega má sjá í fréttum umfjöllun um afleiðingar þeirra. Þrátt fyrir að aðstæður breytist hugsanlega til batnaðar á mörgum stöðum (margir kvarta til dæmis ekki yfir fleiri hlýjum sumardögum á Íslandi) þá eru loftslagsbreytingar hætta sem ógnar allri heimsbyggðinni. Þegar litið er á plánetuna okkar úr fjarlægð má hvorki sjá mörk né veggi sem halda breytingunum innan afmarkaðra svæða. Við verðum því að opna augun fyrir því að loftslagsbreytingar eiga sér nú stað og finna í sameiningu lausn. Manneskjan hefur áður komið af stað ferli sem skapað hefur hættu fyrir hana og umhverfi hennar. Nægir þar að minnast á gatið í ósonlaginu og á súrt regn, sem var mikið vandamál í nágrannalöndum okkar fyrir um 40 árum. Í sameiningu náðu þjóðir að koma í veg fyrir hörmungar sem mögulega hefðu getað fylgt. Flestar þjóðir (því miður ekki allar) vinna nú að einhverju leyti að því að breyta samfélagsháttum sínum til að draga úr áhrifum og afleiðingum loftslagsbreytinga, aðallega með því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda (t.d. koltvísýrings og metans) en betur má ef duga skal.Efasemdafólk Mikið er skrifað um ástæður og afleiðingar loftslagsbreytinga, en miklum tíma og orku er því miður eytt í að reyna að sannfæra efasemdafólk um að loftslagsbreytingar séu staðreynd. Þann tíma og orku mætti betur nýta í að ræða hvað við sem einstaklingar og þjóðir getum gert til að draga úr og jafnvel leysa vandamálið. Með því gætum við sett loftslagsbreytingar í umræðuflokk með gatinu í ósonlaginu og súrri rigningu. Íslendingar hitta oft naglann á höfuðið og má þar nefna orðtakið safnast þegar saman kemur. Að sjálfsögðu losa stór fyrirtæki meira af gróðurhúsalofttegundum en einstaklingar og þurfa þar af leiðandi mörg að draga mikið úr sinni losun. Fyrirtæki eru þó mynduð af einstaklingum og því þarf hugarfarsbreytingin að hefjast þar; ef allir leggja sitt af mörkum þá mun það hafa áhrif. Þú gætir t.d. notað bílinn minna og gengið meira (með því græðir þú hreyfingu og um leið lengir þú endingartíma bílsins). Að endurvinna er góður ávani og lítið mál að safna blöðum og plasti og skila í grenndargámana (má finna í öllum hverfum). Ef þú venur þig á þetta dregur þú úr orkunotkun (framleiðsla krefst yfirleitt meiri orku en endurvinnsla), efnisnotkun og flutningi; sem allt losar gróðurhúsalofttegundir. Jörðin aðlagar sig tiltölulega fljótt að nýjum aðstæðum og mun hugsanlega bjóða upp á svipað loftslag aftur eftir nokkrar aldir, en það er ekki víst að við getum búið á henni á meðan hún jafnar sig. Hjálpumst að við að leysa loftslagsvandamálið og viðhalda þeim loftslagsaðstæðum sem okkur er kleift að lifa við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Við búum á einstakri plánetu sem okkur er kleift að lifa á vegna ýmissa þátta. Má þar til dæmis nefna að súrefnismagn er hæfilegt og hitastig innan þægilegra marka (þó að við kvörtum nú oft yfir því). Þessir þættir eru viðkvæmir fyrir breytingum og breytingar gætu leitt til þess að aðstæður verði okkur ekki jafn ákjósanlegar. Loftslagsbreytingar af völdum gróðurhúsalofttegunda eru staðreynd og nær daglega má sjá í fréttum umfjöllun um afleiðingar þeirra. Þrátt fyrir að aðstæður breytist hugsanlega til batnaðar á mörgum stöðum (margir kvarta til dæmis ekki yfir fleiri hlýjum sumardögum á Íslandi) þá eru loftslagsbreytingar hætta sem ógnar allri heimsbyggðinni. Þegar litið er á plánetuna okkar úr fjarlægð má hvorki sjá mörk né veggi sem halda breytingunum innan afmarkaðra svæða. Við verðum því að opna augun fyrir því að loftslagsbreytingar eiga sér nú stað og finna í sameiningu lausn. Manneskjan hefur áður komið af stað ferli sem skapað hefur hættu fyrir hana og umhverfi hennar. Nægir þar að minnast á gatið í ósonlaginu og á súrt regn, sem var mikið vandamál í nágrannalöndum okkar fyrir um 40 árum. Í sameiningu náðu þjóðir að koma í veg fyrir hörmungar sem mögulega hefðu getað fylgt. Flestar þjóðir (því miður ekki allar) vinna nú að einhverju leyti að því að breyta samfélagsháttum sínum til að draga úr áhrifum og afleiðingum loftslagsbreytinga, aðallega með því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda (t.d. koltvísýrings og metans) en betur má ef duga skal.Efasemdafólk Mikið er skrifað um ástæður og afleiðingar loftslagsbreytinga, en miklum tíma og orku er því miður eytt í að reyna að sannfæra efasemdafólk um að loftslagsbreytingar séu staðreynd. Þann tíma og orku mætti betur nýta í að ræða hvað við sem einstaklingar og þjóðir getum gert til að draga úr og jafnvel leysa vandamálið. Með því gætum við sett loftslagsbreytingar í umræðuflokk með gatinu í ósonlaginu og súrri rigningu. Íslendingar hitta oft naglann á höfuðið og má þar nefna orðtakið safnast þegar saman kemur. Að sjálfsögðu losa stór fyrirtæki meira af gróðurhúsalofttegundum en einstaklingar og þurfa þar af leiðandi mörg að draga mikið úr sinni losun. Fyrirtæki eru þó mynduð af einstaklingum og því þarf hugarfarsbreytingin að hefjast þar; ef allir leggja sitt af mörkum þá mun það hafa áhrif. Þú gætir t.d. notað bílinn minna og gengið meira (með því græðir þú hreyfingu og um leið lengir þú endingartíma bílsins). Að endurvinna er góður ávani og lítið mál að safna blöðum og plasti og skila í grenndargámana (má finna í öllum hverfum). Ef þú venur þig á þetta dregur þú úr orkunotkun (framleiðsla krefst yfirleitt meiri orku en endurvinnsla), efnisnotkun og flutningi; sem allt losar gróðurhúsalofttegundir. Jörðin aðlagar sig tiltölulega fljótt að nýjum aðstæðum og mun hugsanlega bjóða upp á svipað loftslag aftur eftir nokkrar aldir, en það er ekki víst að við getum búið á henni á meðan hún jafnar sig. Hjálpumst að við að leysa loftslagsvandamálið og viðhalda þeim loftslagsaðstæðum sem okkur er kleift að lifa við.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar