Það féllu tár inni í klefanum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 1. maí 2013 08:00 Teitur Örlygsson segist hafa átt erfitt með sig eftir tapið gegn Grindavík. Hann hafi fengið kökk í hálsinn. fréttablaðið/valli Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, segir að tilfinningarnar hafi borið suma leikmenn liðsins ofurliði eftir tapið gegn Grindavík í oddaleiknum á sunnudag. Teitur hefur ekki tekið ákvörðun um framtíðina en hann hefur verið í körfuboltanum í þrjátíu ár. Stjarnan vill halda honum en Teitur gæti allt eins tekið sér frí. „Það vorar alltaf aftur,“ sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, en hans lið rétt missti af Íslandsmeistaratitlinum í frábærum oddaleik gegn Grindavík. Teitur átti erfitt með sig eftir leik enda keppnismaður mikill. „Ég neita því ekki að þetta var mikið áfall. Þetta var ógeðslega sárt. Þetta er örugglega nálægt því versta sem ég hef upplifað. Tilfinningarnar voru mjög miklar eftir leik. Mér leið eins og ég væri sextán ára að byrja í þessu. Við áttum mjög bágt með okkur margir og ég þar á meðal. Við berum tilfinningar hver til annars og menn fundu til með hinum eins og á að vera í alvöru liði. Það féllu tár inni í klefanum. Ég átti bágt með mig og fékk kökk í hálsinn.“Urðum okkur ekki til skammar Lið Teits barðist allt til enda og hann segist vera stoltur af sínu liði. „Við urðum okkur ekki til skammar. Við gáfum allt sem við áttum og þá er auðveldara að sætta sig við tap. Það geta allir litið í spegil og sagt að þeir hafi gert sitt besta,“ sagði Teitur en það munaði mikið um að hans lið missti Bandaríkjamanninn Jarrid Frye meiddan af velli snemma leiks. Hann sneri sig mjög illa á ökkla en er sem betur fer ekki brotinn. „Það hefðu mörg lið lagst niður þá en ekki við. Jarrid var búinn að vera frábær og var vel stemmdur. Það var því áfall að missa hann. Ég sá ökklann á honum í hálfleik og hann var eins og blaðra.“ Uppskera Stjörnunnar eftir tímabilið er samt góð. Stjarnan varð bikarmeistari og komst mjög nálægt því að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil. „Þegar frá líður verður hægt að horfa á þetta og vera þokkalega sáttur. Ég vil meina að það sé ógeðslega erfitt að vinna þessa deild. Við sáum núna hvað meiðslin settu mikið strik í reikninginn hjá mörgum. Við gerum okkur alveg grein fyrir því að það meiddust menn gegn okkur sem gerði okkur örugglega auðveldara fyrir. Það fylgir þessu og meiðsli hafa sett mikið strik í reikninginn í NBA-deildinni núna.“ Teitur var að klára sitt fjórða ár með Stjörnunni og hann er búinn að skila tveimur bikarmeistaratitlum. Hvað ætlar hann að gera núna? „Það er stóra spurningin. Ég er tvístígandi eins og staðan er. Um hvort ég eigi að halda áfram, prófa eitthvað annað eða hreinlega taka mér frí. Ég er búinn að vera í meistaraflokki síðan ég var 16 ára og er orðinn 46 ára. Ég hef aldrei gert neitt annað yfir vetrartímann,“ sagði Teitur en hann á sér einn draum sem ekki hefur tekist að uppfylla. „Ég er mikill stuðningsmaður Man. Utd og horfi á alla leiki liðsins. Ég hef samt aldrei farið á Old Trafford, Mekka. Það er ekki nógu gott. Þetta er dæmi um það sem mann langar að gera. Svo kemur á móti að eldmóðurinn er til staðar og manni er ekki sama um hvort maður vinnur eða tapar. Ástríðan fyrir körfuboltanum er enn til staðar og spurning hvort það sé merki um að maður eigi að halda áfram. Þess vegna er þetta svona erfitt.“ Teitur segir að tíminn í Garðabænum hafi verið alveg frábær og að honum hafi liðið vel þar. „Mér stendur til boða að þjálfa liðið áfram og ég er að velta því fyrir mér núna hvort ég eigi að halda áfram. Það er margt sem ég þarf að hugsa um núna og þetta er að veltast um inni í mér,“ sagði Teitur Örlygsson. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu Sjá meira
Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, segir að tilfinningarnar hafi borið suma leikmenn liðsins ofurliði eftir tapið gegn Grindavík í oddaleiknum á sunnudag. Teitur hefur ekki tekið ákvörðun um framtíðina en hann hefur verið í körfuboltanum í þrjátíu ár. Stjarnan vill halda honum en Teitur gæti allt eins tekið sér frí. „Það vorar alltaf aftur,“ sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, en hans lið rétt missti af Íslandsmeistaratitlinum í frábærum oddaleik gegn Grindavík. Teitur átti erfitt með sig eftir leik enda keppnismaður mikill. „Ég neita því ekki að þetta var mikið áfall. Þetta var ógeðslega sárt. Þetta er örugglega nálægt því versta sem ég hef upplifað. Tilfinningarnar voru mjög miklar eftir leik. Mér leið eins og ég væri sextán ára að byrja í þessu. Við áttum mjög bágt með okkur margir og ég þar á meðal. Við berum tilfinningar hver til annars og menn fundu til með hinum eins og á að vera í alvöru liði. Það féllu tár inni í klefanum. Ég átti bágt með mig og fékk kökk í hálsinn.“Urðum okkur ekki til skammar Lið Teits barðist allt til enda og hann segist vera stoltur af sínu liði. „Við urðum okkur ekki til skammar. Við gáfum allt sem við áttum og þá er auðveldara að sætta sig við tap. Það geta allir litið í spegil og sagt að þeir hafi gert sitt besta,“ sagði Teitur en það munaði mikið um að hans lið missti Bandaríkjamanninn Jarrid Frye meiddan af velli snemma leiks. Hann sneri sig mjög illa á ökkla en er sem betur fer ekki brotinn. „Það hefðu mörg lið lagst niður þá en ekki við. Jarrid var búinn að vera frábær og var vel stemmdur. Það var því áfall að missa hann. Ég sá ökklann á honum í hálfleik og hann var eins og blaðra.“ Uppskera Stjörnunnar eftir tímabilið er samt góð. Stjarnan varð bikarmeistari og komst mjög nálægt því að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil. „Þegar frá líður verður hægt að horfa á þetta og vera þokkalega sáttur. Ég vil meina að það sé ógeðslega erfitt að vinna þessa deild. Við sáum núna hvað meiðslin settu mikið strik í reikninginn hjá mörgum. Við gerum okkur alveg grein fyrir því að það meiddust menn gegn okkur sem gerði okkur örugglega auðveldara fyrir. Það fylgir þessu og meiðsli hafa sett mikið strik í reikninginn í NBA-deildinni núna.“ Teitur var að klára sitt fjórða ár með Stjörnunni og hann er búinn að skila tveimur bikarmeistaratitlum. Hvað ætlar hann að gera núna? „Það er stóra spurningin. Ég er tvístígandi eins og staðan er. Um hvort ég eigi að halda áfram, prófa eitthvað annað eða hreinlega taka mér frí. Ég er búinn að vera í meistaraflokki síðan ég var 16 ára og er orðinn 46 ára. Ég hef aldrei gert neitt annað yfir vetrartímann,“ sagði Teitur en hann á sér einn draum sem ekki hefur tekist að uppfylla. „Ég er mikill stuðningsmaður Man. Utd og horfi á alla leiki liðsins. Ég hef samt aldrei farið á Old Trafford, Mekka. Það er ekki nógu gott. Þetta er dæmi um það sem mann langar að gera. Svo kemur á móti að eldmóðurinn er til staðar og manni er ekki sama um hvort maður vinnur eða tapar. Ástríðan fyrir körfuboltanum er enn til staðar og spurning hvort það sé merki um að maður eigi að halda áfram. Þess vegna er þetta svona erfitt.“ Teitur segir að tíminn í Garðabænum hafi verið alveg frábær og að honum hafi liðið vel þar. „Mér stendur til boða að þjálfa liðið áfram og ég er að velta því fyrir mér núna hvort ég eigi að halda áfram. Það er margt sem ég þarf að hugsa um núna og þetta er að veltast um inni í mér,“ sagði Teitur Örlygsson.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum