Það féllu tár inni í klefanum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 1. maí 2013 08:00 Teitur Örlygsson segist hafa átt erfitt með sig eftir tapið gegn Grindavík. Hann hafi fengið kökk í hálsinn. fréttablaðið/valli Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, segir að tilfinningarnar hafi borið suma leikmenn liðsins ofurliði eftir tapið gegn Grindavík í oddaleiknum á sunnudag. Teitur hefur ekki tekið ákvörðun um framtíðina en hann hefur verið í körfuboltanum í þrjátíu ár. Stjarnan vill halda honum en Teitur gæti allt eins tekið sér frí. „Það vorar alltaf aftur,“ sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, en hans lið rétt missti af Íslandsmeistaratitlinum í frábærum oddaleik gegn Grindavík. Teitur átti erfitt með sig eftir leik enda keppnismaður mikill. „Ég neita því ekki að þetta var mikið áfall. Þetta var ógeðslega sárt. Þetta er örugglega nálægt því versta sem ég hef upplifað. Tilfinningarnar voru mjög miklar eftir leik. Mér leið eins og ég væri sextán ára að byrja í þessu. Við áttum mjög bágt með okkur margir og ég þar á meðal. Við berum tilfinningar hver til annars og menn fundu til með hinum eins og á að vera í alvöru liði. Það féllu tár inni í klefanum. Ég átti bágt með mig og fékk kökk í hálsinn.“Urðum okkur ekki til skammar Lið Teits barðist allt til enda og hann segist vera stoltur af sínu liði. „Við urðum okkur ekki til skammar. Við gáfum allt sem við áttum og þá er auðveldara að sætta sig við tap. Það geta allir litið í spegil og sagt að þeir hafi gert sitt besta,“ sagði Teitur en það munaði mikið um að hans lið missti Bandaríkjamanninn Jarrid Frye meiddan af velli snemma leiks. Hann sneri sig mjög illa á ökkla en er sem betur fer ekki brotinn. „Það hefðu mörg lið lagst niður þá en ekki við. Jarrid var búinn að vera frábær og var vel stemmdur. Það var því áfall að missa hann. Ég sá ökklann á honum í hálfleik og hann var eins og blaðra.“ Uppskera Stjörnunnar eftir tímabilið er samt góð. Stjarnan varð bikarmeistari og komst mjög nálægt því að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil. „Þegar frá líður verður hægt að horfa á þetta og vera þokkalega sáttur. Ég vil meina að það sé ógeðslega erfitt að vinna þessa deild. Við sáum núna hvað meiðslin settu mikið strik í reikninginn hjá mörgum. Við gerum okkur alveg grein fyrir því að það meiddust menn gegn okkur sem gerði okkur örugglega auðveldara fyrir. Það fylgir þessu og meiðsli hafa sett mikið strik í reikninginn í NBA-deildinni núna.“ Teitur var að klára sitt fjórða ár með Stjörnunni og hann er búinn að skila tveimur bikarmeistaratitlum. Hvað ætlar hann að gera núna? „Það er stóra spurningin. Ég er tvístígandi eins og staðan er. Um hvort ég eigi að halda áfram, prófa eitthvað annað eða hreinlega taka mér frí. Ég er búinn að vera í meistaraflokki síðan ég var 16 ára og er orðinn 46 ára. Ég hef aldrei gert neitt annað yfir vetrartímann,“ sagði Teitur en hann á sér einn draum sem ekki hefur tekist að uppfylla. „Ég er mikill stuðningsmaður Man. Utd og horfi á alla leiki liðsins. Ég hef samt aldrei farið á Old Trafford, Mekka. Það er ekki nógu gott. Þetta er dæmi um það sem mann langar að gera. Svo kemur á móti að eldmóðurinn er til staðar og manni er ekki sama um hvort maður vinnur eða tapar. Ástríðan fyrir körfuboltanum er enn til staðar og spurning hvort það sé merki um að maður eigi að halda áfram. Þess vegna er þetta svona erfitt.“ Teitur segir að tíminn í Garðabænum hafi verið alveg frábær og að honum hafi liðið vel þar. „Mér stendur til boða að þjálfa liðið áfram og ég er að velta því fyrir mér núna hvort ég eigi að halda áfram. Það er margt sem ég þarf að hugsa um núna og þetta er að veltast um inni í mér,“ sagði Teitur Örlygsson. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Fleiri fréttir Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Sjá meira
Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, segir að tilfinningarnar hafi borið suma leikmenn liðsins ofurliði eftir tapið gegn Grindavík í oddaleiknum á sunnudag. Teitur hefur ekki tekið ákvörðun um framtíðina en hann hefur verið í körfuboltanum í þrjátíu ár. Stjarnan vill halda honum en Teitur gæti allt eins tekið sér frí. „Það vorar alltaf aftur,“ sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, en hans lið rétt missti af Íslandsmeistaratitlinum í frábærum oddaleik gegn Grindavík. Teitur átti erfitt með sig eftir leik enda keppnismaður mikill. „Ég neita því ekki að þetta var mikið áfall. Þetta var ógeðslega sárt. Þetta er örugglega nálægt því versta sem ég hef upplifað. Tilfinningarnar voru mjög miklar eftir leik. Mér leið eins og ég væri sextán ára að byrja í þessu. Við áttum mjög bágt með okkur margir og ég þar á meðal. Við berum tilfinningar hver til annars og menn fundu til með hinum eins og á að vera í alvöru liði. Það féllu tár inni í klefanum. Ég átti bágt með mig og fékk kökk í hálsinn.“Urðum okkur ekki til skammar Lið Teits barðist allt til enda og hann segist vera stoltur af sínu liði. „Við urðum okkur ekki til skammar. Við gáfum allt sem við áttum og þá er auðveldara að sætta sig við tap. Það geta allir litið í spegil og sagt að þeir hafi gert sitt besta,“ sagði Teitur en það munaði mikið um að hans lið missti Bandaríkjamanninn Jarrid Frye meiddan af velli snemma leiks. Hann sneri sig mjög illa á ökkla en er sem betur fer ekki brotinn. „Það hefðu mörg lið lagst niður þá en ekki við. Jarrid var búinn að vera frábær og var vel stemmdur. Það var því áfall að missa hann. Ég sá ökklann á honum í hálfleik og hann var eins og blaðra.“ Uppskera Stjörnunnar eftir tímabilið er samt góð. Stjarnan varð bikarmeistari og komst mjög nálægt því að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil. „Þegar frá líður verður hægt að horfa á þetta og vera þokkalega sáttur. Ég vil meina að það sé ógeðslega erfitt að vinna þessa deild. Við sáum núna hvað meiðslin settu mikið strik í reikninginn hjá mörgum. Við gerum okkur alveg grein fyrir því að það meiddust menn gegn okkur sem gerði okkur örugglega auðveldara fyrir. Það fylgir þessu og meiðsli hafa sett mikið strik í reikninginn í NBA-deildinni núna.“ Teitur var að klára sitt fjórða ár með Stjörnunni og hann er búinn að skila tveimur bikarmeistaratitlum. Hvað ætlar hann að gera núna? „Það er stóra spurningin. Ég er tvístígandi eins og staðan er. Um hvort ég eigi að halda áfram, prófa eitthvað annað eða hreinlega taka mér frí. Ég er búinn að vera í meistaraflokki síðan ég var 16 ára og er orðinn 46 ára. Ég hef aldrei gert neitt annað yfir vetrartímann,“ sagði Teitur en hann á sér einn draum sem ekki hefur tekist að uppfylla. „Ég er mikill stuðningsmaður Man. Utd og horfi á alla leiki liðsins. Ég hef samt aldrei farið á Old Trafford, Mekka. Það er ekki nógu gott. Þetta er dæmi um það sem mann langar að gera. Svo kemur á móti að eldmóðurinn er til staðar og manni er ekki sama um hvort maður vinnur eða tapar. Ástríðan fyrir körfuboltanum er enn til staðar og spurning hvort það sé merki um að maður eigi að halda áfram. Þess vegna er þetta svona erfitt.“ Teitur segir að tíminn í Garðabænum hafi verið alveg frábær og að honum hafi liðið vel þar. „Mér stendur til boða að þjálfa liðið áfram og ég er að velta því fyrir mér núna hvort ég eigi að halda áfram. Það er margt sem ég þarf að hugsa um núna og þetta er að veltast um inni í mér,“ sagði Teitur Örlygsson.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Fleiri fréttir Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Sjá meira