Efnahagslegar þjóðsögur Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 27. apríl 2013 06:00 Þrátt fyrir að efnahagsmál séu stærsta kosningamálið ber oft á þjóðsögum og rangfærslum í umræðu um þau. Sé litið til skulda heimila og fyrirtækja, kemur það t.d. ýmsum á óvart að skuldastaðan hefur lækkað um tæpan helming frá hruni. Þá hafa skuldirnar lækkað um næstum tvöfalda landsframleiðslu eða um 3.000 milljarða króna á kjörtímabilinu. Afskriftir vegna gömlu bankanna eru ekki í þessum tölum enda væri skuldalækkunin enn meiri.Þjóðsagan um skuldir heimilanna Sé einungis litið til skulda heimilanna nam lækkunin 24% af landsframleiðslu á kjörtímabilinu. Það er meira en 300 milljarða króna lækkun á skuldum heimilanna, einkum vegna aðgerða stjórnvalda, dóma Hæstaréttar og getu heimilanna til að greiða niður skuldir. Þótt einstakir hópar skuldara séu vissulega enn í vandræðum er mikilvægt að hafa í huga að skuldir heimilanna eru nú svipaðar og þær voru 2006. Þjóðsagan um skattana Ríkisstjórnin hefur setið undir ámæli fyrir skattabreytingar. Skattar hins opinbera eru hinsvegar nú um 36% af landsframleiðslu en voru yfir 40% árið 2007. Skattar eru lægstir á Íslandi af öllum Norðurlöndunum og Ísland er í 16. sæti þegar kemur að skattbyrði 30 Evrópuþjóða. Önnur gagnrýni lýtur að því að jaðaráhrif tekjuskattskerfisins hafi aukist við innleiðingu á þrepaskiptu skattkerfi. Haldið er fram að fólk með meðaltekjur greiði hátekjuskatt. Í fyrsta skattþrepi eru tekjur að 242.000 kr. á mánuði, í öðru þrepinu frá 242.000 kr. til 740.000 kr en í efsta þrepi eru tekjur yfir 740.000 kr. En einungis 7% framteljanda eru í efsta þrepinu sem kemur á óvart miðað við umræðuna. Í milliþrepi eru 87% launþega og hefur efsta þrepið því ekki íþyngt Íslendingum. Önnur skattabreyting sem hefur verið gagnrýnd er hækkun á fjármagnstekjuskatti. Þar gleymist sú staðreynd að innleitt var frítekjumark. Við það fækkaði greiðendum skattsins um 78%. Nú greiða 39 þúsund manns fjármagnstekjuskatt í stað 183 þúsund árið 2010.Þjóðsagan um verðbólguna Þá er skattabreytingum ríkisstjórnarinnar oft kennt um verðbólguna og hækkun á verðtryggðum skuldum. Staðreyndin er hins vegar sú að vísitala neysluverðs hefur hækkað um rúm 20% á kjörtímabilinu. Hinsvegar hafa þær skattahækkanir, sem hafa bein áhrif á vísitöluna, einungis hækkað vísitöluna um tvö prósentustig. Á sama tíma hefur ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur varið um 100 milljörðum króna í vaxtabætur og barnabætur sem er meira en nokkur ríkisstjórn hefur gert. Hagvöxtur hefur verið hærri á Íslandi en meðaltal OECD-ríkjanna tvö ár í röð. Kaupmáttur hefur aukist undanfarin tvö ár, atvinnuleysi minnkað um helming frá hruni, verðbólgan lækkað úr 18% í 4%, öll matsfyrirtækin hafa nú sett ríkissjóð í fjárfestingarflokk, skuldir ríkisins fara lækkandi og ríkissjóðshallinn farið úr 216 milljörðum í 4 milljarða kr. Þjóðin hefur fært fórnir eftir hrun og margt er enn ógert í efnahagsmálum. Auka þarf framleiðni og fjárfestingu í anda McKinsey skýrslunnar, leysa þarf almenning úr klóm íslensku krónunnar og þar með rjúfa vítahring gengisfellinga, verðbólgu og verðtryggingar. Afnema þarf fjármagnshöftin og koma eignarhaldi á bönkunum í lag og afnema tolla og vörugjöld svo eitthvað sé nefnt. Hinsvegar er greinilegt að landið er að rísa og staðfesta erlendar fagstofnanir það. Kosningarnar snúast ekki einungis um loforð heldur einnig um árangur. Tölurnar tala sínu máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir að efnahagsmál séu stærsta kosningamálið ber oft á þjóðsögum og rangfærslum í umræðu um þau. Sé litið til skulda heimila og fyrirtækja, kemur það t.d. ýmsum á óvart að skuldastaðan hefur lækkað um tæpan helming frá hruni. Þá hafa skuldirnar lækkað um næstum tvöfalda landsframleiðslu eða um 3.000 milljarða króna á kjörtímabilinu. Afskriftir vegna gömlu bankanna eru ekki í þessum tölum enda væri skuldalækkunin enn meiri.Þjóðsagan um skuldir heimilanna Sé einungis litið til skulda heimilanna nam lækkunin 24% af landsframleiðslu á kjörtímabilinu. Það er meira en 300 milljarða króna lækkun á skuldum heimilanna, einkum vegna aðgerða stjórnvalda, dóma Hæstaréttar og getu heimilanna til að greiða niður skuldir. Þótt einstakir hópar skuldara séu vissulega enn í vandræðum er mikilvægt að hafa í huga að skuldir heimilanna eru nú svipaðar og þær voru 2006. Þjóðsagan um skattana Ríkisstjórnin hefur setið undir ámæli fyrir skattabreytingar. Skattar hins opinbera eru hinsvegar nú um 36% af landsframleiðslu en voru yfir 40% árið 2007. Skattar eru lægstir á Íslandi af öllum Norðurlöndunum og Ísland er í 16. sæti þegar kemur að skattbyrði 30 Evrópuþjóða. Önnur gagnrýni lýtur að því að jaðaráhrif tekjuskattskerfisins hafi aukist við innleiðingu á þrepaskiptu skattkerfi. Haldið er fram að fólk með meðaltekjur greiði hátekjuskatt. Í fyrsta skattþrepi eru tekjur að 242.000 kr. á mánuði, í öðru þrepinu frá 242.000 kr. til 740.000 kr en í efsta þrepi eru tekjur yfir 740.000 kr. En einungis 7% framteljanda eru í efsta þrepinu sem kemur á óvart miðað við umræðuna. Í milliþrepi eru 87% launþega og hefur efsta þrepið því ekki íþyngt Íslendingum. Önnur skattabreyting sem hefur verið gagnrýnd er hækkun á fjármagnstekjuskatti. Þar gleymist sú staðreynd að innleitt var frítekjumark. Við það fækkaði greiðendum skattsins um 78%. Nú greiða 39 þúsund manns fjármagnstekjuskatt í stað 183 þúsund árið 2010.Þjóðsagan um verðbólguna Þá er skattabreytingum ríkisstjórnarinnar oft kennt um verðbólguna og hækkun á verðtryggðum skuldum. Staðreyndin er hins vegar sú að vísitala neysluverðs hefur hækkað um rúm 20% á kjörtímabilinu. Hinsvegar hafa þær skattahækkanir, sem hafa bein áhrif á vísitöluna, einungis hækkað vísitöluna um tvö prósentustig. Á sama tíma hefur ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur varið um 100 milljörðum króna í vaxtabætur og barnabætur sem er meira en nokkur ríkisstjórn hefur gert. Hagvöxtur hefur verið hærri á Íslandi en meðaltal OECD-ríkjanna tvö ár í röð. Kaupmáttur hefur aukist undanfarin tvö ár, atvinnuleysi minnkað um helming frá hruni, verðbólgan lækkað úr 18% í 4%, öll matsfyrirtækin hafa nú sett ríkissjóð í fjárfestingarflokk, skuldir ríkisins fara lækkandi og ríkissjóðshallinn farið úr 216 milljörðum í 4 milljarða kr. Þjóðin hefur fært fórnir eftir hrun og margt er enn ógert í efnahagsmálum. Auka þarf framleiðni og fjárfestingu í anda McKinsey skýrslunnar, leysa þarf almenning úr klóm íslensku krónunnar og þar með rjúfa vítahring gengisfellinga, verðbólgu og verðtryggingar. Afnema þarf fjármagnshöftin og koma eignarhaldi á bönkunum í lag og afnema tolla og vörugjöld svo eitthvað sé nefnt. Hinsvegar er greinilegt að landið er að rísa og staðfesta erlendar fagstofnanir það. Kosningarnar snúast ekki einungis um loforð heldur einnig um árangur. Tölurnar tala sínu máli.
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar