Ætla mér að spila minnst tvo leiki í viðbót Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. apríl 2013 08:00 líflegur Sebastían Alexandersson í leik með ÍR. Mynd/Toggi Sebastían Alexandersson, markvörður ÍR, var heldur betur í sviðsljósinu í leik liðsins gegn Haukum á Ásvöllum á fimmtudagskvöldið. Þessi 43 ára markvörður kom inn á í lok fyrri hálfleiks, varði fimm af síðustu sex skotum Haukanna, og stóð svo vaktina með prýði í seinni hálfleik. Hann náði samt ekki að koma í veg fyrir svekkjandi tap Breiðhyltinga en Haukar komu til baka eftir að hafa lent mest fimm mörkum undir og unnu nauman eins marks sigur. „Æ, ég hef nú haft það betra,“ sagði Sebastían við Fréttablaðið í gær. „Maður hefur svo sem lent í þessu nokkrum sinnum á 25 ára ferli í meistaraflokki en þetta verður aldrei neitt skárra. Það er ekkert verra en svona töp.“ Einlæg leikgleði Sebastíans fór ekki fram hjá neinum sem horfði á leikinn. Hann fagnaði hverju skoti af innlifun og smitaði vel út frá sér til áhorfenda. „Það væri algjör synd að hafa ekki gaman af síðustu leikjunum á ferlinum. Það eru svo algjör forréttindi að fá að spila svona leiki á þessum aldri, sérstaklega þegar maður nær að flækjast fyrir. Mér finnst að það mætti vera meira um svona gleði, enda nennir enginn að koma og horfa ef allir eru með fýlusvip,“ segir Sebastían. Hann varð svo mjög reiður í leikslok og beindi því að Haukum. Sebastían vildi lítið gera úr því atviki. „Það þarf ekkert að ræða það sérstaklega í fjölmiðlum. Ég og einn leikmaður Hauka áttum í smá skoðanaskiptum eftir leik en við erum búnir að ræða saman í síma í dag [gær] og leysa það mál. Það eru enn allir vinir í dag,“ segir. ÍR tekur á móti Haukum á morgun og þarf sigur til að halda sér á lífi. Sebastían, sem ætlar að leggja skóna endanlega á hilluna í vor, er harður á því að hann eigi allavega tvo leiki eftir á ferlinum. „Ég hef engar áhyggjur af því að þessir ungu og spræku strákar verði ekki búnir að jafna sig á tapinu á morgun. Það er svo annað mál hvort að ég verði í lagi,“ sagði hann og hló. „Ég vona svo sannarlega að þetta verði ekki minn síðasta leikur, því mér finnst afar ólíklegt að ég muni spila enn 44 ára gamall. Þetta er í raun ekki íþrótt fyrir mann á mínum aldri, þó svo að það sé mjög gaman að geta enn hjálpað til.“Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með. Olís-deild karla Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira
Sebastían Alexandersson, markvörður ÍR, var heldur betur í sviðsljósinu í leik liðsins gegn Haukum á Ásvöllum á fimmtudagskvöldið. Þessi 43 ára markvörður kom inn á í lok fyrri hálfleiks, varði fimm af síðustu sex skotum Haukanna, og stóð svo vaktina með prýði í seinni hálfleik. Hann náði samt ekki að koma í veg fyrir svekkjandi tap Breiðhyltinga en Haukar komu til baka eftir að hafa lent mest fimm mörkum undir og unnu nauman eins marks sigur. „Æ, ég hef nú haft það betra,“ sagði Sebastían við Fréttablaðið í gær. „Maður hefur svo sem lent í þessu nokkrum sinnum á 25 ára ferli í meistaraflokki en þetta verður aldrei neitt skárra. Það er ekkert verra en svona töp.“ Einlæg leikgleði Sebastíans fór ekki fram hjá neinum sem horfði á leikinn. Hann fagnaði hverju skoti af innlifun og smitaði vel út frá sér til áhorfenda. „Það væri algjör synd að hafa ekki gaman af síðustu leikjunum á ferlinum. Það eru svo algjör forréttindi að fá að spila svona leiki á þessum aldri, sérstaklega þegar maður nær að flækjast fyrir. Mér finnst að það mætti vera meira um svona gleði, enda nennir enginn að koma og horfa ef allir eru með fýlusvip,“ segir Sebastían. Hann varð svo mjög reiður í leikslok og beindi því að Haukum. Sebastían vildi lítið gera úr því atviki. „Það þarf ekkert að ræða það sérstaklega í fjölmiðlum. Ég og einn leikmaður Hauka áttum í smá skoðanaskiptum eftir leik en við erum búnir að ræða saman í síma í dag [gær] og leysa það mál. Það eru enn allir vinir í dag,“ segir. ÍR tekur á móti Haukum á morgun og þarf sigur til að halda sér á lífi. Sebastían, sem ætlar að leggja skóna endanlega á hilluna í vor, er harður á því að hann eigi allavega tvo leiki eftir á ferlinum. „Ég hef engar áhyggjur af því að þessir ungu og spræku strákar verði ekki búnir að jafna sig á tapinu á morgun. Það er svo annað mál hvort að ég verði í lagi,“ sagði hann og hló. „Ég vona svo sannarlega að þetta verði ekki minn síðasta leikur, því mér finnst afar ólíklegt að ég muni spila enn 44 ára gamall. Þetta er í raun ekki íþrótt fyrir mann á mínum aldri, þó svo að það sé mjög gaman að geta enn hjálpað til.“Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með.
Olís-deild karla Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira