Ætla mér að spila minnst tvo leiki í viðbót Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. apríl 2013 08:00 líflegur Sebastían Alexandersson í leik með ÍR. Mynd/Toggi Sebastían Alexandersson, markvörður ÍR, var heldur betur í sviðsljósinu í leik liðsins gegn Haukum á Ásvöllum á fimmtudagskvöldið. Þessi 43 ára markvörður kom inn á í lok fyrri hálfleiks, varði fimm af síðustu sex skotum Haukanna, og stóð svo vaktina með prýði í seinni hálfleik. Hann náði samt ekki að koma í veg fyrir svekkjandi tap Breiðhyltinga en Haukar komu til baka eftir að hafa lent mest fimm mörkum undir og unnu nauman eins marks sigur. „Æ, ég hef nú haft það betra,“ sagði Sebastían við Fréttablaðið í gær. „Maður hefur svo sem lent í þessu nokkrum sinnum á 25 ára ferli í meistaraflokki en þetta verður aldrei neitt skárra. Það er ekkert verra en svona töp.“ Einlæg leikgleði Sebastíans fór ekki fram hjá neinum sem horfði á leikinn. Hann fagnaði hverju skoti af innlifun og smitaði vel út frá sér til áhorfenda. „Það væri algjör synd að hafa ekki gaman af síðustu leikjunum á ferlinum. Það eru svo algjör forréttindi að fá að spila svona leiki á þessum aldri, sérstaklega þegar maður nær að flækjast fyrir. Mér finnst að það mætti vera meira um svona gleði, enda nennir enginn að koma og horfa ef allir eru með fýlusvip,“ segir Sebastían. Hann varð svo mjög reiður í leikslok og beindi því að Haukum. Sebastían vildi lítið gera úr því atviki. „Það þarf ekkert að ræða það sérstaklega í fjölmiðlum. Ég og einn leikmaður Hauka áttum í smá skoðanaskiptum eftir leik en við erum búnir að ræða saman í síma í dag [gær] og leysa það mál. Það eru enn allir vinir í dag,“ segir. ÍR tekur á móti Haukum á morgun og þarf sigur til að halda sér á lífi. Sebastían, sem ætlar að leggja skóna endanlega á hilluna í vor, er harður á því að hann eigi allavega tvo leiki eftir á ferlinum. „Ég hef engar áhyggjur af því að þessir ungu og spræku strákar verði ekki búnir að jafna sig á tapinu á morgun. Það er svo annað mál hvort að ég verði í lagi,“ sagði hann og hló. „Ég vona svo sannarlega að þetta verði ekki minn síðasta leikur, því mér finnst afar ólíklegt að ég muni spila enn 44 ára gamall. Þetta er í raun ekki íþrótt fyrir mann á mínum aldri, þó svo að það sé mjög gaman að geta enn hjálpað til.“Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með. Olís-deild karla Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Sjá meira
Sebastían Alexandersson, markvörður ÍR, var heldur betur í sviðsljósinu í leik liðsins gegn Haukum á Ásvöllum á fimmtudagskvöldið. Þessi 43 ára markvörður kom inn á í lok fyrri hálfleiks, varði fimm af síðustu sex skotum Haukanna, og stóð svo vaktina með prýði í seinni hálfleik. Hann náði samt ekki að koma í veg fyrir svekkjandi tap Breiðhyltinga en Haukar komu til baka eftir að hafa lent mest fimm mörkum undir og unnu nauman eins marks sigur. „Æ, ég hef nú haft það betra,“ sagði Sebastían við Fréttablaðið í gær. „Maður hefur svo sem lent í þessu nokkrum sinnum á 25 ára ferli í meistaraflokki en þetta verður aldrei neitt skárra. Það er ekkert verra en svona töp.“ Einlæg leikgleði Sebastíans fór ekki fram hjá neinum sem horfði á leikinn. Hann fagnaði hverju skoti af innlifun og smitaði vel út frá sér til áhorfenda. „Það væri algjör synd að hafa ekki gaman af síðustu leikjunum á ferlinum. Það eru svo algjör forréttindi að fá að spila svona leiki á þessum aldri, sérstaklega þegar maður nær að flækjast fyrir. Mér finnst að það mætti vera meira um svona gleði, enda nennir enginn að koma og horfa ef allir eru með fýlusvip,“ segir Sebastían. Hann varð svo mjög reiður í leikslok og beindi því að Haukum. Sebastían vildi lítið gera úr því atviki. „Það þarf ekkert að ræða það sérstaklega í fjölmiðlum. Ég og einn leikmaður Hauka áttum í smá skoðanaskiptum eftir leik en við erum búnir að ræða saman í síma í dag [gær] og leysa það mál. Það eru enn allir vinir í dag,“ segir. ÍR tekur á móti Haukum á morgun og þarf sigur til að halda sér á lífi. Sebastían, sem ætlar að leggja skóna endanlega á hilluna í vor, er harður á því að hann eigi allavega tvo leiki eftir á ferlinum. „Ég hef engar áhyggjur af því að þessir ungu og spræku strákar verði ekki búnir að jafna sig á tapinu á morgun. Það er svo annað mál hvort að ég verði í lagi,“ sagði hann og hló. „Ég vona svo sannarlega að þetta verði ekki minn síðasta leikur, því mér finnst afar ólíklegt að ég muni spila enn 44 ára gamall. Þetta er í raun ekki íþrótt fyrir mann á mínum aldri, þó svo að það sé mjög gaman að geta enn hjálpað til.“Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með.
Olís-deild karla Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Sjá meira