Bildt, Össur, fullveldið og Kýpur Björn Bjarnason skrifar 27. mars 2013 06:00 Á árunum 2004 til 2007 sátum við Össur Skarphéðinsson saman í nefnd sem kannaði tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Meginniðurstaða nefndarinnar var að hagsmunum Íslands væri mjög vel borgið með samningum um evrópska efnahagssvæðið (EES), hann hefði staðist tímans tönn. Íslendingar hefðu hins vegar ekki nýtt aðild að EES sem skyldi. Þeir hefðu mun fleiri tækifæri til áhrifa á löggjöf ESB en nýtt hefðu verið. Af grein Össurar Skarphéðinssonar í Fréttablaðinu 26. mars 2013 má ráða að hann kjósi að gleyma því sem hann lærði í störfum nefndarinnar. EES-samstarfið lifir góðu lífi og tækifærin bíða enn eftir að þau séu nýtt. Össur kýs í grein sinni að vitna í Carl Bildt, utanríkisráðherra Svía, sem á í vök að verjast heima fyrir vegna vaxandi gagnrýni Svía á starfshætti innan ESB og meiri þunga en nokkru sinni fyrr í andstöðu þeirra við upptöku evru. Bildt er talsmaður ESB-sambandsríkis og evru-sinni. Hann veit að andstaða Íslendinga við ESB-aðild hefur áhrif í Svíþjóð. Hann munar ekki um að rægja EES-samstarfið til að fegra eigin málstað. Carl Bildt taldi Össuri trú um í júlí 2009 að Íslendingar væru á hraðferð inn í ESB. Hann hafði ekkert fyrir sér í málinu en Össur beit á öngulinn. Össur hrífst enn af fullyrðingastíl Carls Bildt og sannfærist um að fullveldi Íslendinga aukist við að flytja það til Brussel. Að telja þjóðum trú um að fullveldinu sé betur borgið á evru-svæðinu en utan þess eða ESB verður æ erfiðara. Haustið 2008 höfðu íslensk stjórnvöld til dæmis vald og þrek til að halda bönkum opnum þrátt fyrir hrun fjármálakerfis. Á Kýpur var bönkum lokað 15. mars og hafa ekki verið opnaðir 26. mars. Kýpverjar hröktust úr einu vígi í annað vegna krafna frá Brussel. Hvað segir þetta dæmi um gildi fullveldis á örlagastundu? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Bjarnason Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Á árunum 2004 til 2007 sátum við Össur Skarphéðinsson saman í nefnd sem kannaði tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Meginniðurstaða nefndarinnar var að hagsmunum Íslands væri mjög vel borgið með samningum um evrópska efnahagssvæðið (EES), hann hefði staðist tímans tönn. Íslendingar hefðu hins vegar ekki nýtt aðild að EES sem skyldi. Þeir hefðu mun fleiri tækifæri til áhrifa á löggjöf ESB en nýtt hefðu verið. Af grein Össurar Skarphéðinssonar í Fréttablaðinu 26. mars 2013 má ráða að hann kjósi að gleyma því sem hann lærði í störfum nefndarinnar. EES-samstarfið lifir góðu lífi og tækifærin bíða enn eftir að þau séu nýtt. Össur kýs í grein sinni að vitna í Carl Bildt, utanríkisráðherra Svía, sem á í vök að verjast heima fyrir vegna vaxandi gagnrýni Svía á starfshætti innan ESB og meiri þunga en nokkru sinni fyrr í andstöðu þeirra við upptöku evru. Bildt er talsmaður ESB-sambandsríkis og evru-sinni. Hann veit að andstaða Íslendinga við ESB-aðild hefur áhrif í Svíþjóð. Hann munar ekki um að rægja EES-samstarfið til að fegra eigin málstað. Carl Bildt taldi Össuri trú um í júlí 2009 að Íslendingar væru á hraðferð inn í ESB. Hann hafði ekkert fyrir sér í málinu en Össur beit á öngulinn. Össur hrífst enn af fullyrðingastíl Carls Bildt og sannfærist um að fullveldi Íslendinga aukist við að flytja það til Brussel. Að telja þjóðum trú um að fullveldinu sé betur borgið á evru-svæðinu en utan þess eða ESB verður æ erfiðara. Haustið 2008 höfðu íslensk stjórnvöld til dæmis vald og þrek til að halda bönkum opnum þrátt fyrir hrun fjármálakerfis. Á Kýpur var bönkum lokað 15. mars og hafa ekki verið opnaðir 26. mars. Kýpverjar hröktust úr einu vígi í annað vegna krafna frá Brussel. Hvað segir þetta dæmi um gildi fullveldis á örlagastundu?
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar