Ég gef aldrei eftir Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Ljubljana skrifar 22. mars 2013 08:00 Ari Freyr er bakvörður í íslenska landsliðinu en hefur spilað sem varnartengiliður í Svíþjóð í mörg ár. Mynd/E.Stefán Ísland mætir í kvöld Slóveníu hér í Ljubljana en leikurinn er liður í undankeppni HM 2014. Strákarnir eru í ágætum málum eftir fyrstu fjóra leikina en þurfa á jákvæðum úrslitum að halda í kvöld til að halda í við hin liðin í toppbaráttu riðilsins. Slóvenar eru þó með sterkt lið sem mætir til leiks í kvöld með nýjan þjálfara og væntingar um betri tíð en verið hefur undanfarin misseri. Lærisveinar Lars Lagerbäck ætla sér sigur í kvöld en þeirra fyrsta hlutverk verður að verjast. Þar mun mikið mæða á Ara Frey Skúlasyni sem hefur fest sig í sessi í stöðu vinstri bakvarðar, sem lengi hefur verið vandræðastaða í íslenska landsliðinu. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hinn 25 ára Ari Freyr spilað sem atvinnumaður í Svíþjóð í næstum sjö ár og lengst af hjá GIF Sundsvall. Hann hélt ungur að árum til Heerenveen í Hollandi þar sem hann var í tvö ár áður en hann sneri aftur til Íslands árið 2006 og spilaði hálft tímabil með Val. Þeir knattspyrnuáhugamenn á Íslandi sem ekki fá tækifæri til að fylgjast náið með sænska boltanum hafa því fengið fá tækifæri til að sjá Ara Frey spila. Það var í raun ekki fyrr en Lars Lagerbäck tók hann inn í landsliðið fyrir rúmu ári að Íslendingar fengu tækifæri til að sjá hann spila á ný. „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem menn koma í landsliðið og spila úr sinni stöðu," sagði Ari Freyr í samtali við Fréttablaðið á hóteli íslenska landsliðsins í Ljubljana. „Ég var kannski ekki sá besti í upphafi en þetta hefur batnað hjá mér. Lars hefur verið duglegur að hjálpa mér og segja mér til og mér finnst ég í það minnsta hafa staðið undir þeim væntingum sem þjálfararnir gera til mín." Ari átti einn A-landsleik að baki áður en Lagerbäck tók við liðinu. Það var í æfingaleik gegn Íran árið 2009. Telur Ari að hann væri í landsliðinu nú ef þjálfari þess væri ekki sænskur? „Það er stóra spurningin. Það hefur örugglega hjálpað til að hann þekkir vel til félagsins míns og fylgist vel með sænsku úrvalsdeildinni," segir Ari. „En ég hafði líka átt tvö mjög góð tímabil í röð og það hlýtur að hafa einhvern þátt í þessu." Ari Freyr spilar sem varnartengiliður hjá Sundsvall og segist njóta sín best í þeirri stöðu. „Ég er fyrst og fremst vinnusamur leikmaður en vil líka vera mikið í boltanum. Ég er dæmigerður íslenskur knattspyrnumaður að því leyti að ég gef aldrei eftir. Ég tel mig fínan spilandi leikmann þegar ég fæ að vera í minni stöðu," segir hann. „Hlutverkið mitt með landsliðinu er svo allt öðruvísi og er mjög krefjandi. Við eigum líka marga leikmenn sem eru í frábærum liðum og þeir krefjast mikils af manni á æfingum. Maður þarf að standa undir þeim væntingum líka," segir Ari. Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu Enski boltinn Fleiri fréttir Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Sjá meira
Ísland mætir í kvöld Slóveníu hér í Ljubljana en leikurinn er liður í undankeppni HM 2014. Strákarnir eru í ágætum málum eftir fyrstu fjóra leikina en þurfa á jákvæðum úrslitum að halda í kvöld til að halda í við hin liðin í toppbaráttu riðilsins. Slóvenar eru þó með sterkt lið sem mætir til leiks í kvöld með nýjan þjálfara og væntingar um betri tíð en verið hefur undanfarin misseri. Lærisveinar Lars Lagerbäck ætla sér sigur í kvöld en þeirra fyrsta hlutverk verður að verjast. Þar mun mikið mæða á Ara Frey Skúlasyni sem hefur fest sig í sessi í stöðu vinstri bakvarðar, sem lengi hefur verið vandræðastaða í íslenska landsliðinu. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hinn 25 ára Ari Freyr spilað sem atvinnumaður í Svíþjóð í næstum sjö ár og lengst af hjá GIF Sundsvall. Hann hélt ungur að árum til Heerenveen í Hollandi þar sem hann var í tvö ár áður en hann sneri aftur til Íslands árið 2006 og spilaði hálft tímabil með Val. Þeir knattspyrnuáhugamenn á Íslandi sem ekki fá tækifæri til að fylgjast náið með sænska boltanum hafa því fengið fá tækifæri til að sjá Ara Frey spila. Það var í raun ekki fyrr en Lars Lagerbäck tók hann inn í landsliðið fyrir rúmu ári að Íslendingar fengu tækifæri til að sjá hann spila á ný. „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem menn koma í landsliðið og spila úr sinni stöðu," sagði Ari Freyr í samtali við Fréttablaðið á hóteli íslenska landsliðsins í Ljubljana. „Ég var kannski ekki sá besti í upphafi en þetta hefur batnað hjá mér. Lars hefur verið duglegur að hjálpa mér og segja mér til og mér finnst ég í það minnsta hafa staðið undir þeim væntingum sem þjálfararnir gera til mín." Ari átti einn A-landsleik að baki áður en Lagerbäck tók við liðinu. Það var í æfingaleik gegn Íran árið 2009. Telur Ari að hann væri í landsliðinu nú ef þjálfari þess væri ekki sænskur? „Það er stóra spurningin. Það hefur örugglega hjálpað til að hann þekkir vel til félagsins míns og fylgist vel með sænsku úrvalsdeildinni," segir Ari. „En ég hafði líka átt tvö mjög góð tímabil í röð og það hlýtur að hafa einhvern þátt í þessu." Ari Freyr spilar sem varnartengiliður hjá Sundsvall og segist njóta sín best í þeirri stöðu. „Ég er fyrst og fremst vinnusamur leikmaður en vil líka vera mikið í boltanum. Ég er dæmigerður íslenskur knattspyrnumaður að því leyti að ég gef aldrei eftir. Ég tel mig fínan spilandi leikmann þegar ég fæ að vera í minni stöðu," segir hann. „Hlutverkið mitt með landsliðinu er svo allt öðruvísi og er mjög krefjandi. Við eigum líka marga leikmenn sem eru í frábærum liðum og þeir krefjast mikils af manni á æfingum. Maður þarf að standa undir þeim væntingum líka," segir Ari.
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu Enski boltinn Fleiri fréttir Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Sjá meira