

Er lítið mál að lofa of miklu?
En það er meira sem hangir á króknum. Lífeyrissjóðirnir hafa nefnilega líka lánað sjóðfélögum verðtryggð lán til húsnæðiskaupa. Þau á líka að lækka um 20%. Þessi lán nema nú um 175 milljörðum króna. Lækkun þeirra um 20% kostar 35 milljarða króna.
Nú er það svo að sjóðfélagalánin nema misháum fjárhæðum hjá lífeyrissjóðunum og eru því mishátt hlutfall af heildareign þeirra hvers um sig. Hjá þeim sem verst standa myndi slík aðgerð sem gerð yrði í einni sjónhendingu þýða u.þ.b. 2% lækkun lífeyrisgreiðslna en hjá öðrum minna. Þá færi nú heldur betur að kreppa að afa og ömmu – en er það ekki bara sanngjarnt? Þessi lækkun kæmi auðvitað til viðbótar þeirri lækkun sem áhrifin af 20% lækkun á eign sjóðanna vegna niðurskurðarins hjá Íbúðalánasjóði myndi hafa – en er það ekki bara sanngjarnt líka? Ekki eru afi og amma að byggja!
Opinberu lífeyrissjóðirnir
Þessir sjóðir eru svo kapítuli út af fyrir sig. B-deild LSR er baktryggð hjá ríkissjóði þannig að skerðing þess sjóðs kemur bara fram á auknum álögum á skattborgara til viðbótar við skattahækkunaráhrif lækkunar á kröfum Íbúðalánasjóðs. A-deildin er hins vegar sjálfstæð með sjálfstæðan fjárhag. Heildareignir A-deildarinnar nema um 220 milljörðum króna. Verðtryggð lán nema um 15% af þeirri fjárhæð eða 33 milljörðum króna. 20% niðurfærsla þeirra lána kostar því 6,6 milljarða króna. Lífeyrisgreiðslur í opinbera geiranum eru lögvarðar þannig að A-deildin gæti ekki mætt þessu með skerðingu lífeyris eins og almennu sjóðirnir geta gert. Eina úrræðið væri hækkun sem nemur 6,6 milljörðum króna í iðgjaldagreiðslum frá ríkinu. Væri niðurfærslan framkvæmd í sjónhendingu eins og rætt er um og í sömu sjónhendingu, á sama ári, yrði að bæta sjóðnum tapið yrði iðgjaldagreiðslan, sem nú er 15,5%, að hækka upp í 40% á því ári vegna áhrifa tekjutaps sjóðsins! Slíkt væri ekki hægt að gera þó málið sé afskaplega sanngjarnt (sic!) heldur yrði líklega brugðið á það ráð að hækka iðgjaldið í 17-18% og láta þá hækkun standa undir eignamissinum, sem myndi þá taka sjóðinn 30-40 ár að fá til baka. En þá væri líka hægt að láta börnin hjálpa pabba og mömmu við að borga því þá væru þau komin á skattskrá og yrðu að hjálpa til við að bæta lífeyrissjóðnum tekjutapið. En það er náttúrlega afskaplega sanngjarnt eins og fyrr er sagt. Allir taka þátt: Nágrannarnir, fólkið í hinum borgarhverfunum og fólkið á landsbyggðinni, afi og amma og börnin og jafnvel barnabörnin líka. Kannski einhverjir útlendingar í ofanálag. Ja hérna!
Bankarnir eru þá eftir
Og þá eru bankarnir eftir. Samkvæmt upplýsingum sem fá má hjá Seðlabanka Íslands áttu innlánsstofnanir 245 milljarða króna í verðtryggðum lánum um sl. áramót. Þá fjárhæð á í sjónhendingu að lækka um 20% eða 24 milljarða króna. En auðvitað er sanngjarnt að allir þeir sem eiga eitthvað sparifé í banka og hluthafar taki þátt í að létta skuldabyrði skuldugra heimila. Nema hvað? Þarf nokkuð að ræða það frekar?
Menntuð þjóð
Sagt er að Íslendingar séu menntuð þjóð. Fyrir slíka þjóð er hægur vandi að fá með örfáum símtölum og fyrir tilverknað netsins upplýst við hvaða vandamál menn segjast vera að fást við. Það hefur verið gert hér og hver og einn lesandi getur auðveldlega gengið úr skugga um að rétt sé frá sagt. Ætlar sú þjóð virkilega að láta það yfir sig ganga að sagt sé við hana að þennan vanda eigi að leysa með sanngjörnum hætti en ekki sé unnt að segja frá því hvernig fyrr en fjórum mánuðum eftir kosningar? Á ég svo að trúa því að frambjóðendur flokks, sem ég hef stutt, láti henda sig að vera með sambærilegar yfirlýsingar – að lofa og lofa ekki upp í eigin ermi heldur upp í ermar annarra án þess svo mikið sem að geta stunið því upp með hvaða viðráðanlegum og skynsamlegum hætti þeir ætla að efna loforðin? Eða vilja kjósendur láta blekkjast – hlusta bara á það sem þeim þykir gott að heyra? Sé svo munu kjósendur fá þá alþingismenn sem þeir eiga skilið að fá.
Meiri verður nú uppskeran ekki…
Skoðun

Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði
Ólafur Ingólfsson skrifar

Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni
Helga Kristín Kolbeins skrifar

Fé án hirðis
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar

Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Myllan sem mala átti gull
Andrés Kristjánsson skrifar

Sjö mýtur um loftslagsbreytingar
Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar

Pírati pissar í skóinn sinn
Helgi Áss Grétarsson skrifar

Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu
Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar

Fáum presta aftur inn í skólana
Rósa Guðbjartsdóttir skrifar

Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina
Hópur Röskvuliða skrifar

Icelandic Learning is a Gendered Health Issue
Logan Lee Sigurðsson skrifar

Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar
Már Wolfgang Mixa skrifar

Framtíð Öskjuhlíðar
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur
Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar

Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra
Inga Sæland skrifar

Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu
Erlingur Erlingsson skrifar

Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands
Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar

Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur
Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar

Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Getur Sturlunga snúið aftur?
Leifur B. Dagfinnsson skrifar

Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki
Gunnar Ásgrímsson skrifar

Vorbókaleysingar
Henry Alexander Henrysson skrifar

Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps?
Snorri Másson skrifar

Liðveisla fyrir öll
Atli Már Haraldsson skrifar

Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta
Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar

Að standa við stóru orðin
Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar

Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings
Ingibjörg Isaksen skrifar

Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas?
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla
Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar

Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ?
Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar