Er lítið mál að lofa of miklu? Sighvatur Björgvinsson skrifar 28. febrúar 2013 06:00 Í fyrri grein minni um sama efni ræddi ég um þann vanda sem niðurfærsla á lánum Íbúðalánasjóðs um 20% mun hafa í för með sér fyrir lífeyrissjóði og lífeyrisþega. En það er meira sem hangir á króknum. Lífeyrissjóðirnir hafa nefnilega líka lánað sjóðfélögum verðtryggð lán til húsnæðiskaupa. Þau á líka að lækka um 20%. Þessi lán nema nú um 175 milljörðum króna. Lækkun þeirra um 20% kostar 35 milljarða króna. Nú er það svo að sjóðfélagalánin nema misháum fjárhæðum hjá lífeyrissjóðunum og eru því mishátt hlutfall af heildareign þeirra hvers um sig. Hjá þeim sem verst standa myndi slík aðgerð sem gerð yrði í einni sjónhendingu þýða u.þ.b. 2% lækkun lífeyrisgreiðslna en hjá öðrum minna. Þá færi nú heldur betur að kreppa að afa og ömmu – en er það ekki bara sanngjarnt? Þessi lækkun kæmi auðvitað til viðbótar þeirri lækkun sem áhrifin af 20% lækkun á eign sjóðanna vegna niðurskurðarins hjá Íbúðalánasjóði myndi hafa – en er það ekki bara sanngjarnt líka? Ekki eru afi og amma að byggja!Opinberu lífeyrissjóðirnir Þessir sjóðir eru svo kapítuli út af fyrir sig. B-deild LSR er baktryggð hjá ríkissjóði þannig að skerðing þess sjóðs kemur bara fram á auknum álögum á skattborgara til viðbótar við skattahækkunaráhrif lækkunar á kröfum Íbúðalánasjóðs. A-deildin er hins vegar sjálfstæð með sjálfstæðan fjárhag. Heildareignir A-deildarinnar nema um 220 milljörðum króna. Verðtryggð lán nema um 15% af þeirri fjárhæð eða 33 milljörðum króna. 20% niðurfærsla þeirra lána kostar því 6,6 milljarða króna. Lífeyrisgreiðslur í opinbera geiranum eru lögvarðar þannig að A-deildin gæti ekki mætt þessu með skerðingu lífeyris eins og almennu sjóðirnir geta gert. Eina úrræðið væri hækkun sem nemur 6,6 milljörðum króna í iðgjaldagreiðslum frá ríkinu. Væri niðurfærslan framkvæmd í sjónhendingu eins og rætt er um og í sömu sjónhendingu, á sama ári, yrði að bæta sjóðnum tapið yrði iðgjaldagreiðslan, sem nú er 15,5%, að hækka upp í 40% á því ári vegna áhrifa tekjutaps sjóðsins! Slíkt væri ekki hægt að gera þó málið sé afskaplega sanngjarnt (sic!) heldur yrði líklega brugðið á það ráð að hækka iðgjaldið í 17-18% og láta þá hækkun standa undir eignamissinum, sem myndi þá taka sjóðinn 30-40 ár að fá til baka. En þá væri líka hægt að láta börnin hjálpa pabba og mömmu við að borga því þá væru þau komin á skattskrá og yrðu að hjálpa til við að bæta lífeyrissjóðnum tekjutapið. En það er náttúrlega afskaplega sanngjarnt eins og fyrr er sagt. Allir taka þátt: Nágrannarnir, fólkið í hinum borgarhverfunum og fólkið á landsbyggðinni, afi og amma og börnin og jafnvel barnabörnin líka. Kannski einhverjir útlendingar í ofanálag. Ja hérna!Bankarnir eru þá eftir Og þá eru bankarnir eftir. Samkvæmt upplýsingum sem fá má hjá Seðlabanka Íslands áttu innlánsstofnanir 245 milljarða króna í verðtryggðum lánum um sl. áramót. Þá fjárhæð á í sjónhendingu að lækka um 20% eða 24 milljarða króna. En auðvitað er sanngjarnt að allir þeir sem eiga eitthvað sparifé í banka og hluthafar taki þátt í að létta skuldabyrði skuldugra heimila. Nema hvað? Þarf nokkuð að ræða það frekar?Menntuð þjóð Sagt er að Íslendingar séu menntuð þjóð. Fyrir slíka þjóð er hægur vandi að fá með örfáum símtölum og fyrir tilverknað netsins upplýst við hvaða vandamál menn segjast vera að fást við. Það hefur verið gert hér og hver og einn lesandi getur auðveldlega gengið úr skugga um að rétt sé frá sagt. Ætlar sú þjóð virkilega að láta það yfir sig ganga að sagt sé við hana að þennan vanda eigi að leysa með sanngjörnum hætti en ekki sé unnt að segja frá því hvernig fyrr en fjórum mánuðum eftir kosningar? Á ég svo að trúa því að frambjóðendur flokks, sem ég hef stutt, láti henda sig að vera með sambærilegar yfirlýsingar – að lofa og lofa ekki upp í eigin ermi heldur upp í ermar annarra án þess svo mikið sem að geta stunið því upp með hvaða viðráðanlegum og skynsamlegum hætti þeir ætla að efna loforðin? Eða vilja kjósendur láta blekkjast – hlusta bara á það sem þeim þykir gott að heyra? Sé svo munu kjósendur fá þá alþingismenn sem þeir eiga skilið að fá. Meiri verður nú uppskeran ekki… Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Í fyrri grein minni um sama efni ræddi ég um þann vanda sem niðurfærsla á lánum Íbúðalánasjóðs um 20% mun hafa í för með sér fyrir lífeyrissjóði og lífeyrisþega. En það er meira sem hangir á króknum. Lífeyrissjóðirnir hafa nefnilega líka lánað sjóðfélögum verðtryggð lán til húsnæðiskaupa. Þau á líka að lækka um 20%. Þessi lán nema nú um 175 milljörðum króna. Lækkun þeirra um 20% kostar 35 milljarða króna. Nú er það svo að sjóðfélagalánin nema misháum fjárhæðum hjá lífeyrissjóðunum og eru því mishátt hlutfall af heildareign þeirra hvers um sig. Hjá þeim sem verst standa myndi slík aðgerð sem gerð yrði í einni sjónhendingu þýða u.þ.b. 2% lækkun lífeyrisgreiðslna en hjá öðrum minna. Þá færi nú heldur betur að kreppa að afa og ömmu – en er það ekki bara sanngjarnt? Þessi lækkun kæmi auðvitað til viðbótar þeirri lækkun sem áhrifin af 20% lækkun á eign sjóðanna vegna niðurskurðarins hjá Íbúðalánasjóði myndi hafa – en er það ekki bara sanngjarnt líka? Ekki eru afi og amma að byggja!Opinberu lífeyrissjóðirnir Þessir sjóðir eru svo kapítuli út af fyrir sig. B-deild LSR er baktryggð hjá ríkissjóði þannig að skerðing þess sjóðs kemur bara fram á auknum álögum á skattborgara til viðbótar við skattahækkunaráhrif lækkunar á kröfum Íbúðalánasjóðs. A-deildin er hins vegar sjálfstæð með sjálfstæðan fjárhag. Heildareignir A-deildarinnar nema um 220 milljörðum króna. Verðtryggð lán nema um 15% af þeirri fjárhæð eða 33 milljörðum króna. 20% niðurfærsla þeirra lána kostar því 6,6 milljarða króna. Lífeyrisgreiðslur í opinbera geiranum eru lögvarðar þannig að A-deildin gæti ekki mætt þessu með skerðingu lífeyris eins og almennu sjóðirnir geta gert. Eina úrræðið væri hækkun sem nemur 6,6 milljörðum króna í iðgjaldagreiðslum frá ríkinu. Væri niðurfærslan framkvæmd í sjónhendingu eins og rætt er um og í sömu sjónhendingu, á sama ári, yrði að bæta sjóðnum tapið yrði iðgjaldagreiðslan, sem nú er 15,5%, að hækka upp í 40% á því ári vegna áhrifa tekjutaps sjóðsins! Slíkt væri ekki hægt að gera þó málið sé afskaplega sanngjarnt (sic!) heldur yrði líklega brugðið á það ráð að hækka iðgjaldið í 17-18% og láta þá hækkun standa undir eignamissinum, sem myndi þá taka sjóðinn 30-40 ár að fá til baka. En þá væri líka hægt að láta börnin hjálpa pabba og mömmu við að borga því þá væru þau komin á skattskrá og yrðu að hjálpa til við að bæta lífeyrissjóðnum tekjutapið. En það er náttúrlega afskaplega sanngjarnt eins og fyrr er sagt. Allir taka þátt: Nágrannarnir, fólkið í hinum borgarhverfunum og fólkið á landsbyggðinni, afi og amma og börnin og jafnvel barnabörnin líka. Kannski einhverjir útlendingar í ofanálag. Ja hérna!Bankarnir eru þá eftir Og þá eru bankarnir eftir. Samkvæmt upplýsingum sem fá má hjá Seðlabanka Íslands áttu innlánsstofnanir 245 milljarða króna í verðtryggðum lánum um sl. áramót. Þá fjárhæð á í sjónhendingu að lækka um 20% eða 24 milljarða króna. En auðvitað er sanngjarnt að allir þeir sem eiga eitthvað sparifé í banka og hluthafar taki þátt í að létta skuldabyrði skuldugra heimila. Nema hvað? Þarf nokkuð að ræða það frekar?Menntuð þjóð Sagt er að Íslendingar séu menntuð þjóð. Fyrir slíka þjóð er hægur vandi að fá með örfáum símtölum og fyrir tilverknað netsins upplýst við hvaða vandamál menn segjast vera að fást við. Það hefur verið gert hér og hver og einn lesandi getur auðveldlega gengið úr skugga um að rétt sé frá sagt. Ætlar sú þjóð virkilega að láta það yfir sig ganga að sagt sé við hana að þennan vanda eigi að leysa með sanngjörnum hætti en ekki sé unnt að segja frá því hvernig fyrr en fjórum mánuðum eftir kosningar? Á ég svo að trúa því að frambjóðendur flokks, sem ég hef stutt, láti henda sig að vera með sambærilegar yfirlýsingar – að lofa og lofa ekki upp í eigin ermi heldur upp í ermar annarra án þess svo mikið sem að geta stunið því upp með hvaða viðráðanlegum og skynsamlegum hætti þeir ætla að efna loforðin? Eða vilja kjósendur láta blekkjast – hlusta bara á það sem þeim þykir gott að heyra? Sé svo munu kjósendur fá þá alþingismenn sem þeir eiga skilið að fá. Meiri verður nú uppskeran ekki…
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar