Samstaða um að verja íslenska hagsmuni Katrín Júlíusdóttir skrifar 27. febrúar 2013 06:00 Eftir að hafa hlýtt á landsfundarávörp formanna tveggja stjórnarandstöðuflokka fagna ég þeirri þverpólitísku samstöðu sem nú hefur náðst um ýtrustu vörn fyrir hagsmuni íslenskra heimila og fyrirtækja gagnvart því verkefni að gera upp þrotabú föllnu bankanna og losa um fjármagnshöft. Fyrir aðeins ári síðan var umdeilt á Alþingi hvort fella ætti erlendar eignir þrotabúanna undir fjármagnshöftin og fulltrúar stjórnarandstöðu ýmist greitt atkvæði gegn því eða setið hjá. Í dag ríkir hins vegar einhugur um mikilvægi þess að með því náðum við fullum tökum á greiðsluflæði frá þrotabúunum til erlendra kröfuhafa. Full eining er um það milli ríkisstjórnar og Seðlabanka Íslands að ganga eins langt í því að verja íslenska hagsmuni og lög og þjóðréttarlegar skuldbindingar leyfa. Við væntum þess að losunaráætlunin gengi hraðar en varúðarsjónarmið gagnvart þróun á alþjóðamörkuðum og stöðu þrotabúanna hafa ráðið hraðanum. Til að stýra uppfærslu áætlunar um losun fjármagnshafta, þar sem tekið er á því risavaxna verkefni sem uppgjör þrotabúa föllnu bankanna sannarlega er, starfar stýrinefnd sem í eiga sæti ráðherrar efnahags- og bankamála auk Seðlabankastjóra og forstjóra Fjármálaeftirlitsins. Ekki verða gefnar út reglur sem heimila undanþágur til uppgjörs á þrotabúum gömlu bankanna án þess að þær hafi verið yfirfarnar í stýrinefnd og staðfestar af fjármála- og efnahagsráðherra. Ég hef lagt ríka áherslu á að halda forystumönnum allra flokka upplýstum um framvinduna enda blasir við að hver sú ríkisstjórnsem hér tekur við að loknum kosningunum í vor mun þurfa að fást við þetta verkefni. Samstaða hefur nú náðst um að stíga það mikilvæga skref að miða losun fjármagnshafta ekki við ákveðnar dagsetningar heldur við þau skilyrði sem þurfa að vera til staðar og þann árangur sem við viljum ná. Gagnvart kröfuhöfum styrkir það stöðu okkar að þessi þverpólitíska samstaða sem náðst hefur um íslenska hagsmuni síðustu misserin haldi. Þannig hef ég stýrt þessu verkefni og hyggst gera áfram. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Júlíusdóttir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Eftir að hafa hlýtt á landsfundarávörp formanna tveggja stjórnarandstöðuflokka fagna ég þeirri þverpólitísku samstöðu sem nú hefur náðst um ýtrustu vörn fyrir hagsmuni íslenskra heimila og fyrirtækja gagnvart því verkefni að gera upp þrotabú föllnu bankanna og losa um fjármagnshöft. Fyrir aðeins ári síðan var umdeilt á Alþingi hvort fella ætti erlendar eignir þrotabúanna undir fjármagnshöftin og fulltrúar stjórnarandstöðu ýmist greitt atkvæði gegn því eða setið hjá. Í dag ríkir hins vegar einhugur um mikilvægi þess að með því náðum við fullum tökum á greiðsluflæði frá þrotabúunum til erlendra kröfuhafa. Full eining er um það milli ríkisstjórnar og Seðlabanka Íslands að ganga eins langt í því að verja íslenska hagsmuni og lög og þjóðréttarlegar skuldbindingar leyfa. Við væntum þess að losunaráætlunin gengi hraðar en varúðarsjónarmið gagnvart þróun á alþjóðamörkuðum og stöðu þrotabúanna hafa ráðið hraðanum. Til að stýra uppfærslu áætlunar um losun fjármagnshafta, þar sem tekið er á því risavaxna verkefni sem uppgjör þrotabúa föllnu bankanna sannarlega er, starfar stýrinefnd sem í eiga sæti ráðherrar efnahags- og bankamála auk Seðlabankastjóra og forstjóra Fjármálaeftirlitsins. Ekki verða gefnar út reglur sem heimila undanþágur til uppgjörs á þrotabúum gömlu bankanna án þess að þær hafi verið yfirfarnar í stýrinefnd og staðfestar af fjármála- og efnahagsráðherra. Ég hef lagt ríka áherslu á að halda forystumönnum allra flokka upplýstum um framvinduna enda blasir við að hver sú ríkisstjórnsem hér tekur við að loknum kosningunum í vor mun þurfa að fást við þetta verkefni. Samstaða hefur nú náðst um að stíga það mikilvæga skref að miða losun fjármagnshafta ekki við ákveðnar dagsetningar heldur við þau skilyrði sem þurfa að vera til staðar og þann árangur sem við viljum ná. Gagnvart kröfuhöfum styrkir það stöðu okkar að þessi þverpólitíska samstaða sem náðst hefur um íslenska hagsmuni síðustu misserin haldi. Þannig hef ég stýrt þessu verkefni og hyggst gera áfram.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar