Samstaða um að verja íslenska hagsmuni Katrín Júlíusdóttir skrifar 27. febrúar 2013 06:00 Eftir að hafa hlýtt á landsfundarávörp formanna tveggja stjórnarandstöðuflokka fagna ég þeirri þverpólitísku samstöðu sem nú hefur náðst um ýtrustu vörn fyrir hagsmuni íslenskra heimila og fyrirtækja gagnvart því verkefni að gera upp þrotabú föllnu bankanna og losa um fjármagnshöft. Fyrir aðeins ári síðan var umdeilt á Alþingi hvort fella ætti erlendar eignir þrotabúanna undir fjármagnshöftin og fulltrúar stjórnarandstöðu ýmist greitt atkvæði gegn því eða setið hjá. Í dag ríkir hins vegar einhugur um mikilvægi þess að með því náðum við fullum tökum á greiðsluflæði frá þrotabúunum til erlendra kröfuhafa. Full eining er um það milli ríkisstjórnar og Seðlabanka Íslands að ganga eins langt í því að verja íslenska hagsmuni og lög og þjóðréttarlegar skuldbindingar leyfa. Við væntum þess að losunaráætlunin gengi hraðar en varúðarsjónarmið gagnvart þróun á alþjóðamörkuðum og stöðu þrotabúanna hafa ráðið hraðanum. Til að stýra uppfærslu áætlunar um losun fjármagnshafta, þar sem tekið er á því risavaxna verkefni sem uppgjör þrotabúa föllnu bankanna sannarlega er, starfar stýrinefnd sem í eiga sæti ráðherrar efnahags- og bankamála auk Seðlabankastjóra og forstjóra Fjármálaeftirlitsins. Ekki verða gefnar út reglur sem heimila undanþágur til uppgjörs á þrotabúum gömlu bankanna án þess að þær hafi verið yfirfarnar í stýrinefnd og staðfestar af fjármála- og efnahagsráðherra. Ég hef lagt ríka áherslu á að halda forystumönnum allra flokka upplýstum um framvinduna enda blasir við að hver sú ríkisstjórnsem hér tekur við að loknum kosningunum í vor mun þurfa að fást við þetta verkefni. Samstaða hefur nú náðst um að stíga það mikilvæga skref að miða losun fjármagnshafta ekki við ákveðnar dagsetningar heldur við þau skilyrði sem þurfa að vera til staðar og þann árangur sem við viljum ná. Gagnvart kröfuhöfum styrkir það stöðu okkar að þessi þverpólitíska samstaða sem náðst hefur um íslenska hagsmuni síðustu misserin haldi. Þannig hef ég stýrt þessu verkefni og hyggst gera áfram. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Júlíusdóttir Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Eftir að hafa hlýtt á landsfundarávörp formanna tveggja stjórnarandstöðuflokka fagna ég þeirri þverpólitísku samstöðu sem nú hefur náðst um ýtrustu vörn fyrir hagsmuni íslenskra heimila og fyrirtækja gagnvart því verkefni að gera upp þrotabú föllnu bankanna og losa um fjármagnshöft. Fyrir aðeins ári síðan var umdeilt á Alþingi hvort fella ætti erlendar eignir þrotabúanna undir fjármagnshöftin og fulltrúar stjórnarandstöðu ýmist greitt atkvæði gegn því eða setið hjá. Í dag ríkir hins vegar einhugur um mikilvægi þess að með því náðum við fullum tökum á greiðsluflæði frá þrotabúunum til erlendra kröfuhafa. Full eining er um það milli ríkisstjórnar og Seðlabanka Íslands að ganga eins langt í því að verja íslenska hagsmuni og lög og þjóðréttarlegar skuldbindingar leyfa. Við væntum þess að losunaráætlunin gengi hraðar en varúðarsjónarmið gagnvart þróun á alþjóðamörkuðum og stöðu þrotabúanna hafa ráðið hraðanum. Til að stýra uppfærslu áætlunar um losun fjármagnshafta, þar sem tekið er á því risavaxna verkefni sem uppgjör þrotabúa föllnu bankanna sannarlega er, starfar stýrinefnd sem í eiga sæti ráðherrar efnahags- og bankamála auk Seðlabankastjóra og forstjóra Fjármálaeftirlitsins. Ekki verða gefnar út reglur sem heimila undanþágur til uppgjörs á þrotabúum gömlu bankanna án þess að þær hafi verið yfirfarnar í stýrinefnd og staðfestar af fjármála- og efnahagsráðherra. Ég hef lagt ríka áherslu á að halda forystumönnum allra flokka upplýstum um framvinduna enda blasir við að hver sú ríkisstjórnsem hér tekur við að loknum kosningunum í vor mun þurfa að fást við þetta verkefni. Samstaða hefur nú náðst um að stíga það mikilvæga skref að miða losun fjármagnshafta ekki við ákveðnar dagsetningar heldur við þau skilyrði sem þurfa að vera til staðar og þann árangur sem við viljum ná. Gagnvart kröfuhöfum styrkir það stöðu okkar að þessi þverpólitíska samstaða sem náðst hefur um íslenska hagsmuni síðustu misserin haldi. Þannig hef ég stýrt þessu verkefni og hyggst gera áfram.
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar