Cameron fer íslensku leiðina Bolli Héðinsson skrifar 20. febrúar 2013 06:00 David Cameron, forsætisráðherra Breta, hyggst nú fara sömu leið og Íslendingar og óska eftir samningaviðræðum við Evrópusambandið. Að samningaviðræðunum loknum hyggst hann síðan bera samninginn undir þjóðaratkvæði. Þetta hlýtur að teljast hin rökrétta leið, þ.e. að vita fyrst hverju hægt er að ná fram í samningaviðræðunum áður en atkvæðin eru greidd. Ólíkt því sem haldið er fram á Íslandi þá telur Cameron að heilmikið sé hægt að semja um við ESB. Þetta er leið sem Bretar hafa farið áður. Þeir sömdu á níunda áratugnum um hinn svokallaða „breska afslátt“ af framlögum sínum til ESB. Þess afsláttar njóta þeir enn þar sem þeir náðu fram varanlegri undanþágu frá framlögum sínum til ESB. Þegar ákvarðanir um nýjustu fjárhagsáætlun ESB var tekin nú á dögunum náðu Danir einnig að semja um verulegan afslátt frá fyrri framlögum sínum til ESB.Semja fyrst við ESB Aðeins hér á landi heyrast raddir um að greiða eigi þjóðaratkvæði um eitthvað sem enginn veit hvað er. Hér á landi dettur mönnum í hug að betra sé að greiða atkvæði áður en samningur liggur fyrir, áður en vitað er hvað hægt sé að greiða atkvæði um. Aðeins á Íslandi er haldið í þá umræðuhefð að deila um það sem hægt er að staðreyna. Af árangursleysi þeirrar aðferðar ætti þjóðin hins vegar að hafa nægjanlega átakanlega og bitra reynslu. Að hætta aðildarviðræðum í miðjum klíðum er aðeins fallið til að halda lífi í deilum um það sem við fáum ekki botn í nema ljúka aðildarviðræðunum. Það er ekki síður hagsmunamál þeirra sem andsnúnir eru ESB en þeirra sem því eru hlynntir. Hér á landi virðast heilu stjórnmálaflokkarnir hverfast um það eitt að vera á móti ESB án þess að vilja vita hvað í aðildinni felst eða yfirleitt að vilja vita hvort þetta gæti reynst heppileg leið fyrir Íslendinga að fara líkt og allar nágrannaþjóðir okkar hafa gert, að Norðmönnum einum undanskildum. Sömu stjórnmálaflokkar koma sér einnig hjá því að setja fram hugmyndir um hvernig þeir sjá framtíð Íslands best borgið og gefa aðeins til kynna það sem þeir vilja ekki í stað þess að segja til um hvað þeir vilja gera. Alvarlegustu afleiðingar kreppunnar hér á landi urðu vegna stökkbreytinga á lánum heimila og fyrirtækja. Á meðan rataði ekki eitt einasta fyrirtæki eða heimili í neinu nágrannalanda okkar í vandræði vegna hækkunar lána. Hækkun lána í hruninu var séríslenskt fyrirbrigði sem rekja má til íslensku krónunnar. Þessar alvarlegu afleiðingar, einar og sér, ættu að nægja okkur sem áminning um það hvað það kostar okkur að halda úti eigin gjaldmiðli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Mest lesið Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Að grafa undan trúverðugleika ákæruvaldsins Almar Þ. Möller Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Skoðun Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Sjá meira
David Cameron, forsætisráðherra Breta, hyggst nú fara sömu leið og Íslendingar og óska eftir samningaviðræðum við Evrópusambandið. Að samningaviðræðunum loknum hyggst hann síðan bera samninginn undir þjóðaratkvæði. Þetta hlýtur að teljast hin rökrétta leið, þ.e. að vita fyrst hverju hægt er að ná fram í samningaviðræðunum áður en atkvæðin eru greidd. Ólíkt því sem haldið er fram á Íslandi þá telur Cameron að heilmikið sé hægt að semja um við ESB. Þetta er leið sem Bretar hafa farið áður. Þeir sömdu á níunda áratugnum um hinn svokallaða „breska afslátt“ af framlögum sínum til ESB. Þess afsláttar njóta þeir enn þar sem þeir náðu fram varanlegri undanþágu frá framlögum sínum til ESB. Þegar ákvarðanir um nýjustu fjárhagsáætlun ESB var tekin nú á dögunum náðu Danir einnig að semja um verulegan afslátt frá fyrri framlögum sínum til ESB.Semja fyrst við ESB Aðeins hér á landi heyrast raddir um að greiða eigi þjóðaratkvæði um eitthvað sem enginn veit hvað er. Hér á landi dettur mönnum í hug að betra sé að greiða atkvæði áður en samningur liggur fyrir, áður en vitað er hvað hægt sé að greiða atkvæði um. Aðeins á Íslandi er haldið í þá umræðuhefð að deila um það sem hægt er að staðreyna. Af árangursleysi þeirrar aðferðar ætti þjóðin hins vegar að hafa nægjanlega átakanlega og bitra reynslu. Að hætta aðildarviðræðum í miðjum klíðum er aðeins fallið til að halda lífi í deilum um það sem við fáum ekki botn í nema ljúka aðildarviðræðunum. Það er ekki síður hagsmunamál þeirra sem andsnúnir eru ESB en þeirra sem því eru hlynntir. Hér á landi virðast heilu stjórnmálaflokkarnir hverfast um það eitt að vera á móti ESB án þess að vilja vita hvað í aðildinni felst eða yfirleitt að vilja vita hvort þetta gæti reynst heppileg leið fyrir Íslendinga að fara líkt og allar nágrannaþjóðir okkar hafa gert, að Norðmönnum einum undanskildum. Sömu stjórnmálaflokkar koma sér einnig hjá því að setja fram hugmyndir um hvernig þeir sjá framtíð Íslands best borgið og gefa aðeins til kynna það sem þeir vilja ekki í stað þess að segja til um hvað þeir vilja gera. Alvarlegustu afleiðingar kreppunnar hér á landi urðu vegna stökkbreytinga á lánum heimila og fyrirtækja. Á meðan rataði ekki eitt einasta fyrirtæki eða heimili í neinu nágrannalanda okkar í vandræði vegna hækkunar lána. Hækkun lána í hruninu var séríslenskt fyrirbrigði sem rekja má til íslensku krónunnar. Þessar alvarlegu afleiðingar, einar og sér, ættu að nægja okkur sem áminning um það hvað það kostar okkur að halda úti eigin gjaldmiðli.
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar