Formaður ÍSÍ segir vitlaust gefið á Íslandi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. janúar 2013 07:45 Hin mikla afrekskona, Ragna Ingólfsdóttir, er nýhætt í afreksíþróttum og stóð uppi slipp og snauð. Þrátt fyrir aukið framlag ríkissjóðs í Afrekssjóð ÍSÍ á íslenskt afreksíþróttafólk enn langt í land í baráttu sinni fyrir bættum kjörum. Þetta kom fram á blaðamannafundi ÍSÍ í gær en þá var tilkynnt um úthlutanir úr Afrekssjóðnum. Það afreksfólk sem ákveður að helga sig íþrótt sinni í þeirri viðleitni að ná sem lengst á heimsvísu, verður sjálft að sjá fyrir framfærslu sinni. Eins og síðustu ár er framlag úr Afrekssjóði ÍSÍ nánast eingöngu ætlað til að endurgreiða útlagðan kostnað vegna keppnis- og æfingaferðalaga. Fram kom á fundinum í gær að núverandi styrkveitingar dygðu ekki einu sinni til þess í langflestum tilvikum. Þegar ferlinum lýkur blasir því ekki annað við fyrir íþróttafólkið en að byrja á núllpunkti – og líklega skuldugt þar að auki. Áunnin réttindi, til dæmis hvað varðar lífeyri og fæðingarorlof, eru engin. Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, segir að núverandi fjárhagur íþróttahreyfingarinnar bjóði ekki upp á breytingar í þessum efnum. „Það er enn fjarlægur draumur að geta boðið afreksfólki okkar upp á að geta stundað íþrótt sína án þess að hafa áhyggjur af slíkum málum. Núverandi framlag býður ekki upp á það," sagði Líney. Ólafur Rafnsson, forseti ÍSÍ, segir forystu íþróttahreyfingarinnar meðvitaða um vandann. „Við höfum fjallað um þetta og tekið málið upp með ríkisvaldinu með reglulegu millibili. Ég hef farið víða og rætt við kollega í Evrópu þar sem þessum málum er öðruvísi farið." Þeir sem sátu fyrir svörum á fundinum í gær voru spurðir hvort þeir bæru sig saman við aðra málaflokka, til dæmis listamannalaun sem hafa verið til umræðu í þjóðfélaginu að undanförnu. „Við höfum ekki viljað stilla þessu upp sem andstæðum," sagði Ólafur. „En ég neita því ekki að það væri óskandi að okkar afreksfólk væri stutt með sambærilegum hætti, án þess að taka neitt frá öðrum. Mér er ljóst að það er vitlaust gefið á Íslandi." Innlendar Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Fleiri fréttir Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Í beinni: Valur - ÍA | Valsmenn í vandræðum Í beinni: Njarðvík - Haukar | Hafnfirðingar geta orðið meistarar Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnumenn þurfa viðspyrnu Í beinni: KR - ÍBV | Bjóða KR-ingar til enn einnar markaveislunnar? Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Annað dauðsfall í CrossFit keppni Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sjá meira
Þrátt fyrir aukið framlag ríkissjóðs í Afrekssjóð ÍSÍ á íslenskt afreksíþróttafólk enn langt í land í baráttu sinni fyrir bættum kjörum. Þetta kom fram á blaðamannafundi ÍSÍ í gær en þá var tilkynnt um úthlutanir úr Afrekssjóðnum. Það afreksfólk sem ákveður að helga sig íþrótt sinni í þeirri viðleitni að ná sem lengst á heimsvísu, verður sjálft að sjá fyrir framfærslu sinni. Eins og síðustu ár er framlag úr Afrekssjóði ÍSÍ nánast eingöngu ætlað til að endurgreiða útlagðan kostnað vegna keppnis- og æfingaferðalaga. Fram kom á fundinum í gær að núverandi styrkveitingar dygðu ekki einu sinni til þess í langflestum tilvikum. Þegar ferlinum lýkur blasir því ekki annað við fyrir íþróttafólkið en að byrja á núllpunkti – og líklega skuldugt þar að auki. Áunnin réttindi, til dæmis hvað varðar lífeyri og fæðingarorlof, eru engin. Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, segir að núverandi fjárhagur íþróttahreyfingarinnar bjóði ekki upp á breytingar í þessum efnum. „Það er enn fjarlægur draumur að geta boðið afreksfólki okkar upp á að geta stundað íþrótt sína án þess að hafa áhyggjur af slíkum málum. Núverandi framlag býður ekki upp á það," sagði Líney. Ólafur Rafnsson, forseti ÍSÍ, segir forystu íþróttahreyfingarinnar meðvitaða um vandann. „Við höfum fjallað um þetta og tekið málið upp með ríkisvaldinu með reglulegu millibili. Ég hef farið víða og rætt við kollega í Evrópu þar sem þessum málum er öðruvísi farið." Þeir sem sátu fyrir svörum á fundinum í gær voru spurðir hvort þeir bæru sig saman við aðra málaflokka, til dæmis listamannalaun sem hafa verið til umræðu í þjóðfélaginu að undanförnu. „Við höfum ekki viljað stilla þessu upp sem andstæðum," sagði Ólafur. „En ég neita því ekki að það væri óskandi að okkar afreksfólk væri stutt með sambærilegum hætti, án þess að taka neitt frá öðrum. Mér er ljóst að það er vitlaust gefið á Íslandi."
Innlendar Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Fleiri fréttir Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Í beinni: Valur - ÍA | Valsmenn í vandræðum Í beinni: Njarðvík - Haukar | Hafnfirðingar geta orðið meistarar Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnumenn þurfa viðspyrnu Í beinni: KR - ÍBV | Bjóða KR-ingar til enn einnar markaveislunnar? Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Annað dauðsfall í CrossFit keppni Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sjá meira