Einar Daði hætti við þátttöku á sterku móti í Tallinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. janúar 2013 06:15 mynd/anton Ekkert verður af því að Einar Daði Lárusson taki þátt í fjölþrautarmóti í Tallinn um helgina en ÍR-ingurinn hafði fengið boð um að taka þátt í sjöþrautakeppni mótsins. „Við vorum búnir að plana það að fara að keppa í Tallinn en ég er það tæpur í hásininni að við ákváðum að hætta við það því við vildum ekki taka neina áhættu. Hásinarmeiðsli eru slæm en þetta er ekki svo alvarlegt eins og er. Við nennum ekki að lenda í því að þetta verði eitthvað alvarlegt því þá tekur það svo langan tíma," sagði Einar Daði. Einar Daði stimplaði sig inn í tugþrautarheiminn á síðasta ári þar sem hann bætti sig mikið og náði meðal annars bestu þraut allra Norðurlandabúa. International Combined Events Meeting er árlegt boðsmót og það er mikill heiður fyrir Einar Daða að vera boðið á svo sterkt mót. „Það þýðir ekki að hugsa til skamms tíma. Ég gæti kýlt á einhverja þraut en myndi kannski rústa á mér löppinni í leiðinni," segir Einar Daði og bætir við: „Það hefði verið hrikalega gaman að fara á þetta mót. Bæði er þetta ótrúlega sterkt mót og svo hef ég heyrt að það sé gaman að koma til Eistlands. Eistarnir kunna bæði að meta Íslendinga og fjölþrautarmenn," segir Einar Daði. Hann sér jafnframt með þessu möguleikann á því að komast á EM í Gautaborg renna frá sér en þeir sextán með besta árangurinn á innanhússtímabilinu komast þangað. „Ég hugsa að það verði ekkert núna. Ég hefði þurft að ná sjöþraut inn," segir Einar Daði. Innlendar Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad „Erum í þessu til þess að vinna“ Danir óstöðvandi Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Loks vann Tottenham Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Bruno til bjargar Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Uppgjörið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð „Þeir voru pottþétt að spara“ Úr frystinum og til Juventus Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Haaland fær tíu milljarða hjálp HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Bragi heim frá Bandaríkjunum Sjá meira
Ekkert verður af því að Einar Daði Lárusson taki þátt í fjölþrautarmóti í Tallinn um helgina en ÍR-ingurinn hafði fengið boð um að taka þátt í sjöþrautakeppni mótsins. „Við vorum búnir að plana það að fara að keppa í Tallinn en ég er það tæpur í hásininni að við ákváðum að hætta við það því við vildum ekki taka neina áhættu. Hásinarmeiðsli eru slæm en þetta er ekki svo alvarlegt eins og er. Við nennum ekki að lenda í því að þetta verði eitthvað alvarlegt því þá tekur það svo langan tíma," sagði Einar Daði. Einar Daði stimplaði sig inn í tugþrautarheiminn á síðasta ári þar sem hann bætti sig mikið og náði meðal annars bestu þraut allra Norðurlandabúa. International Combined Events Meeting er árlegt boðsmót og það er mikill heiður fyrir Einar Daða að vera boðið á svo sterkt mót. „Það þýðir ekki að hugsa til skamms tíma. Ég gæti kýlt á einhverja þraut en myndi kannski rústa á mér löppinni í leiðinni," segir Einar Daði og bætir við: „Það hefði verið hrikalega gaman að fara á þetta mót. Bæði er þetta ótrúlega sterkt mót og svo hef ég heyrt að það sé gaman að koma til Eistlands. Eistarnir kunna bæði að meta Íslendinga og fjölþrautarmenn," segir Einar Daði. Hann sér jafnframt með þessu möguleikann á því að komast á EM í Gautaborg renna frá sér en þeir sextán með besta árangurinn á innanhússtímabilinu komast þangað. „Ég hugsa að það verði ekkert núna. Ég hefði þurft að ná sjöþraut inn," segir Einar Daði.
Innlendar Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad „Erum í þessu til þess að vinna“ Danir óstöðvandi Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Loks vann Tottenham Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Bruno til bjargar Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Uppgjörið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð „Þeir voru pottþétt að spara“ Úr frystinum og til Juventus Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Haaland fær tíu milljarða hjálp HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Bragi heim frá Bandaríkjunum Sjá meira