Vona að liðið þrauki með mér Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. janúar 2013 07:30 Í annarri heimsálfu. Ólafur ræddi við blaðamenn í gegnum Skype í gær.fréttablaðið/valli Ólafur Stefánsson var í gær ráðinn þjálfari Vals en hann tekur við starfinu næsta sumar af Patreki Jóhannessyni, sem mun þá skipta yfir í Hauka. Ólafur er með nýstárlegar hugmyndir fyrir sitt fyrsta þjálfarastarf. Ólafur Stefánsson var í gær kynntur sem nýr þjálfari Vals. Það var gert í gegnum Skype-samskiptaforritið þar sem Ólafur er staddur í Doha í Katar, þar sem hann spilar með Lakhwiya Sports Club út þennan vetur. Að því loknu leggur hann skóna á hilluna og tekur að sér starf þjálfara í fyrsta sinn með formlegum hætti. Það kemur í sjálfu sér ekki á óvart að hans fyrsti viðkomustaður á þjálfaraferlinum sé æskufélagið Valur. „Ég hef verið með þetta í hausnum í nokkurn tíma," sagði Ólafur. „Þegar ég svo heyrði að Patti [Patrekur Jóhannesson] væri að hætta þá fór ég að hugsa meira um þetta. Planið var svo sem ekki að fara í þjálfun en ég ákvað að reyna að halda mig við handboltann, sem ég kann eitthvað í."Ekki að eltast við titla strax Ólafur mun hvorki spila með Valsliðinu næsta tímabil né nýta sér tengsl sín á leikmannamarkaðnum í Evrópu. Ólafur ætlar þess í stað að einbeita sér að þeim efnivið sem er til staðar í félaginu og byggja upp til framtíðar. „Þetta snýst ekki um að vinna titla strax," sagði Ólafur en þess má geta að Valur er sem stendur í neðsta sæti N1-deildarinnar. „Ef við föllum lít ég á það sem næði til að búa til enn betri jarðveg. En þá er ég heldur ekkert að fara að banka upp á hjá Patta [þegar ég kem heim]," sagði hann í léttum dúr. Ólafur hefur ekki menntað sig í handboltaþjálfarafræðum og talaði um að hann gæti notað þetta tækifæri til að afsanna það sem hann kallaði „tröllatrú Íslendinga á prófgráðum". Hann viðurkennir samt fúslega reynsluleysi sitt, þó svo að hann hafi skýrar hugmyndir um hvað hann ætli sér að gera. „Ég hef ekki hugmynd um hvort ég sé góður þjálfari eða ekki. Valsarar eru samt tilbúnir að taka þá áhættu að fá mann inn sem hefur aldrei þjálfað áður. En það er ekki tryggt að maður sé góður kennari, þó svo að maður hafi sjálfur verið góður nemandi. En ég er viljugur að læra og vona að liðið þrauki með mér í allri þeirri vitleysu sem ég á eftir að bomba á þá. Þetta verður eintómt „experiment"," sagði landsliðsfyrirliðinn fyrrverandi.Vona að leikmenn skemmti sér „Ég veit alveg hvað ég er að fara að gera. Ég vona bara að leikmenn skemmti sér á meðan," sagði Ólafur sem lýsti einnig ánægju sinni með að vera kominn aftur í sitt gamla félag. „Ég hef verið með samviskubit yfir því að hafa verið í burtu og er að koma til Íslands til að hjálpa þeim sem ég hef verið frá. Ég tel mig svo vera með eitthvað í hausnum sem verður að komast út. Margir munu vonandi hafa gott af því, og ég líka sjálfur," sagði Ólafur. Hann ætlar sér óhefðbundnar leiðir í þjálfuninni og setur ekki fyrir sig að blanda saman æfingum mismunandi aldursflokka. „Þetta verður allt saman eitt batterí. Æfingarnar mínar munu miða við að strákur úr fjórða flokki geti verið með á meistaraflokksæfingu. Annars vil ég hafa sem fæst orð um hvernig þetta verður. Viljinn til að vinna er góður, en viljinn til að undirbúa er mikilvægari. Þetta snýst um að vakna á hverjum degi og hafa sem minnst bil á milli þess sem maður stefnir að og það sem maður gerir. Ef það tekst, þá gerast góðir hlutir," sagði Ólafur. „Fyrst og fremst er ég fáránlega glaður með að vera á heimleið. Og það verður hverjum frjálst að kíkja í Valsheimilið. Það er alltaf heitt á könnunni." Olís-deild karla Mest lesið Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Sport Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Sjá meira
Ólafur Stefánsson var í gær ráðinn þjálfari Vals en hann tekur við starfinu næsta sumar af Patreki Jóhannessyni, sem mun þá skipta yfir í Hauka. Ólafur er með nýstárlegar hugmyndir fyrir sitt fyrsta þjálfarastarf. Ólafur Stefánsson var í gær kynntur sem nýr þjálfari Vals. Það var gert í gegnum Skype-samskiptaforritið þar sem Ólafur er staddur í Doha í Katar, þar sem hann spilar með Lakhwiya Sports Club út þennan vetur. Að því loknu leggur hann skóna á hilluna og tekur að sér starf þjálfara í fyrsta sinn með formlegum hætti. Það kemur í sjálfu sér ekki á óvart að hans fyrsti viðkomustaður á þjálfaraferlinum sé æskufélagið Valur. „Ég hef verið með þetta í hausnum í nokkurn tíma," sagði Ólafur. „Þegar ég svo heyrði að Patti [Patrekur Jóhannesson] væri að hætta þá fór ég að hugsa meira um þetta. Planið var svo sem ekki að fara í þjálfun en ég ákvað að reyna að halda mig við handboltann, sem ég kann eitthvað í."Ekki að eltast við titla strax Ólafur mun hvorki spila með Valsliðinu næsta tímabil né nýta sér tengsl sín á leikmannamarkaðnum í Evrópu. Ólafur ætlar þess í stað að einbeita sér að þeim efnivið sem er til staðar í félaginu og byggja upp til framtíðar. „Þetta snýst ekki um að vinna titla strax," sagði Ólafur en þess má geta að Valur er sem stendur í neðsta sæti N1-deildarinnar. „Ef við föllum lít ég á það sem næði til að búa til enn betri jarðveg. En þá er ég heldur ekkert að fara að banka upp á hjá Patta [þegar ég kem heim]," sagði hann í léttum dúr. Ólafur hefur ekki menntað sig í handboltaþjálfarafræðum og talaði um að hann gæti notað þetta tækifæri til að afsanna það sem hann kallaði „tröllatrú Íslendinga á prófgráðum". Hann viðurkennir samt fúslega reynsluleysi sitt, þó svo að hann hafi skýrar hugmyndir um hvað hann ætli sér að gera. „Ég hef ekki hugmynd um hvort ég sé góður þjálfari eða ekki. Valsarar eru samt tilbúnir að taka þá áhættu að fá mann inn sem hefur aldrei þjálfað áður. En það er ekki tryggt að maður sé góður kennari, þó svo að maður hafi sjálfur verið góður nemandi. En ég er viljugur að læra og vona að liðið þrauki með mér í allri þeirri vitleysu sem ég á eftir að bomba á þá. Þetta verður eintómt „experiment"," sagði landsliðsfyrirliðinn fyrrverandi.Vona að leikmenn skemmti sér „Ég veit alveg hvað ég er að fara að gera. Ég vona bara að leikmenn skemmti sér á meðan," sagði Ólafur sem lýsti einnig ánægju sinni með að vera kominn aftur í sitt gamla félag. „Ég hef verið með samviskubit yfir því að hafa verið í burtu og er að koma til Íslands til að hjálpa þeim sem ég hef verið frá. Ég tel mig svo vera með eitthvað í hausnum sem verður að komast út. Margir munu vonandi hafa gott af því, og ég líka sjálfur," sagði Ólafur. Hann ætlar sér óhefðbundnar leiðir í þjálfuninni og setur ekki fyrir sig að blanda saman æfingum mismunandi aldursflokka. „Þetta verður allt saman eitt batterí. Æfingarnar mínar munu miða við að strákur úr fjórða flokki geti verið með á meistaraflokksæfingu. Annars vil ég hafa sem fæst orð um hvernig þetta verður. Viljinn til að vinna er góður, en viljinn til að undirbúa er mikilvægari. Þetta snýst um að vakna á hverjum degi og hafa sem minnst bil á milli þess sem maður stefnir að og það sem maður gerir. Ef það tekst, þá gerast góðir hlutir," sagði Ólafur. „Fyrst og fremst er ég fáránlega glaður með að vera á heimleið. Og það verður hverjum frjálst að kíkja í Valsheimilið. Það er alltaf heitt á könnunni."
Olís-deild karla Mest lesið Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Sport Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Sjá meira