Vona að liðið þrauki með mér Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. janúar 2013 07:30 Í annarri heimsálfu. Ólafur ræddi við blaðamenn í gegnum Skype í gær.fréttablaðið/valli Ólafur Stefánsson var í gær ráðinn þjálfari Vals en hann tekur við starfinu næsta sumar af Patreki Jóhannessyni, sem mun þá skipta yfir í Hauka. Ólafur er með nýstárlegar hugmyndir fyrir sitt fyrsta þjálfarastarf. Ólafur Stefánsson var í gær kynntur sem nýr þjálfari Vals. Það var gert í gegnum Skype-samskiptaforritið þar sem Ólafur er staddur í Doha í Katar, þar sem hann spilar með Lakhwiya Sports Club út þennan vetur. Að því loknu leggur hann skóna á hilluna og tekur að sér starf þjálfara í fyrsta sinn með formlegum hætti. Það kemur í sjálfu sér ekki á óvart að hans fyrsti viðkomustaður á þjálfaraferlinum sé æskufélagið Valur. „Ég hef verið með þetta í hausnum í nokkurn tíma," sagði Ólafur. „Þegar ég svo heyrði að Patti [Patrekur Jóhannesson] væri að hætta þá fór ég að hugsa meira um þetta. Planið var svo sem ekki að fara í þjálfun en ég ákvað að reyna að halda mig við handboltann, sem ég kann eitthvað í."Ekki að eltast við titla strax Ólafur mun hvorki spila með Valsliðinu næsta tímabil né nýta sér tengsl sín á leikmannamarkaðnum í Evrópu. Ólafur ætlar þess í stað að einbeita sér að þeim efnivið sem er til staðar í félaginu og byggja upp til framtíðar. „Þetta snýst ekki um að vinna titla strax," sagði Ólafur en þess má geta að Valur er sem stendur í neðsta sæti N1-deildarinnar. „Ef við föllum lít ég á það sem næði til að búa til enn betri jarðveg. En þá er ég heldur ekkert að fara að banka upp á hjá Patta [þegar ég kem heim]," sagði hann í léttum dúr. Ólafur hefur ekki menntað sig í handboltaþjálfarafræðum og talaði um að hann gæti notað þetta tækifæri til að afsanna það sem hann kallaði „tröllatrú Íslendinga á prófgráðum". Hann viðurkennir samt fúslega reynsluleysi sitt, þó svo að hann hafi skýrar hugmyndir um hvað hann ætli sér að gera. „Ég hef ekki hugmynd um hvort ég sé góður þjálfari eða ekki. Valsarar eru samt tilbúnir að taka þá áhættu að fá mann inn sem hefur aldrei þjálfað áður. En það er ekki tryggt að maður sé góður kennari, þó svo að maður hafi sjálfur verið góður nemandi. En ég er viljugur að læra og vona að liðið þrauki með mér í allri þeirri vitleysu sem ég á eftir að bomba á þá. Þetta verður eintómt „experiment"," sagði landsliðsfyrirliðinn fyrrverandi.Vona að leikmenn skemmti sér „Ég veit alveg hvað ég er að fara að gera. Ég vona bara að leikmenn skemmti sér á meðan," sagði Ólafur sem lýsti einnig ánægju sinni með að vera kominn aftur í sitt gamla félag. „Ég hef verið með samviskubit yfir því að hafa verið í burtu og er að koma til Íslands til að hjálpa þeim sem ég hef verið frá. Ég tel mig svo vera með eitthvað í hausnum sem verður að komast út. Margir munu vonandi hafa gott af því, og ég líka sjálfur," sagði Ólafur. Hann ætlar sér óhefðbundnar leiðir í þjálfuninni og setur ekki fyrir sig að blanda saman æfingum mismunandi aldursflokka. „Þetta verður allt saman eitt batterí. Æfingarnar mínar munu miða við að strákur úr fjórða flokki geti verið með á meistaraflokksæfingu. Annars vil ég hafa sem fæst orð um hvernig þetta verður. Viljinn til að vinna er góður, en viljinn til að undirbúa er mikilvægari. Þetta snýst um að vakna á hverjum degi og hafa sem minnst bil á milli þess sem maður stefnir að og það sem maður gerir. Ef það tekst, þá gerast góðir hlutir," sagði Ólafur. „Fyrst og fremst er ég fáránlega glaður með að vera á heimleið. Og það verður hverjum frjálst að kíkja í Valsheimilið. Það er alltaf heitt á könnunni." Olís-deild karla Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Slagurinn um Norðurland Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Sjá meira
Ólafur Stefánsson var í gær ráðinn þjálfari Vals en hann tekur við starfinu næsta sumar af Patreki Jóhannessyni, sem mun þá skipta yfir í Hauka. Ólafur er með nýstárlegar hugmyndir fyrir sitt fyrsta þjálfarastarf. Ólafur Stefánsson var í gær kynntur sem nýr þjálfari Vals. Það var gert í gegnum Skype-samskiptaforritið þar sem Ólafur er staddur í Doha í Katar, þar sem hann spilar með Lakhwiya Sports Club út þennan vetur. Að því loknu leggur hann skóna á hilluna og tekur að sér starf þjálfara í fyrsta sinn með formlegum hætti. Það kemur í sjálfu sér ekki á óvart að hans fyrsti viðkomustaður á þjálfaraferlinum sé æskufélagið Valur. „Ég hef verið með þetta í hausnum í nokkurn tíma," sagði Ólafur. „Þegar ég svo heyrði að Patti [Patrekur Jóhannesson] væri að hætta þá fór ég að hugsa meira um þetta. Planið var svo sem ekki að fara í þjálfun en ég ákvað að reyna að halda mig við handboltann, sem ég kann eitthvað í."Ekki að eltast við titla strax Ólafur mun hvorki spila með Valsliðinu næsta tímabil né nýta sér tengsl sín á leikmannamarkaðnum í Evrópu. Ólafur ætlar þess í stað að einbeita sér að þeim efnivið sem er til staðar í félaginu og byggja upp til framtíðar. „Þetta snýst ekki um að vinna titla strax," sagði Ólafur en þess má geta að Valur er sem stendur í neðsta sæti N1-deildarinnar. „Ef við föllum lít ég á það sem næði til að búa til enn betri jarðveg. En þá er ég heldur ekkert að fara að banka upp á hjá Patta [þegar ég kem heim]," sagði hann í léttum dúr. Ólafur hefur ekki menntað sig í handboltaþjálfarafræðum og talaði um að hann gæti notað þetta tækifæri til að afsanna það sem hann kallaði „tröllatrú Íslendinga á prófgráðum". Hann viðurkennir samt fúslega reynsluleysi sitt, þó svo að hann hafi skýrar hugmyndir um hvað hann ætli sér að gera. „Ég hef ekki hugmynd um hvort ég sé góður þjálfari eða ekki. Valsarar eru samt tilbúnir að taka þá áhættu að fá mann inn sem hefur aldrei þjálfað áður. En það er ekki tryggt að maður sé góður kennari, þó svo að maður hafi sjálfur verið góður nemandi. En ég er viljugur að læra og vona að liðið þrauki með mér í allri þeirri vitleysu sem ég á eftir að bomba á þá. Þetta verður eintómt „experiment"," sagði landsliðsfyrirliðinn fyrrverandi.Vona að leikmenn skemmti sér „Ég veit alveg hvað ég er að fara að gera. Ég vona bara að leikmenn skemmti sér á meðan," sagði Ólafur sem lýsti einnig ánægju sinni með að vera kominn aftur í sitt gamla félag. „Ég hef verið með samviskubit yfir því að hafa verið í burtu og er að koma til Íslands til að hjálpa þeim sem ég hef verið frá. Ég tel mig svo vera með eitthvað í hausnum sem verður að komast út. Margir munu vonandi hafa gott af því, og ég líka sjálfur," sagði Ólafur. Hann ætlar sér óhefðbundnar leiðir í þjálfuninni og setur ekki fyrir sig að blanda saman æfingum mismunandi aldursflokka. „Þetta verður allt saman eitt batterí. Æfingarnar mínar munu miða við að strákur úr fjórða flokki geti verið með á meistaraflokksæfingu. Annars vil ég hafa sem fæst orð um hvernig þetta verður. Viljinn til að vinna er góður, en viljinn til að undirbúa er mikilvægari. Þetta snýst um að vakna á hverjum degi og hafa sem minnst bil á milli þess sem maður stefnir að og það sem maður gerir. Ef það tekst, þá gerast góðir hlutir," sagði Ólafur. „Fyrst og fremst er ég fáránlega glaður með að vera á heimleið. Og það verður hverjum frjálst að kíkja í Valsheimilið. Það er alltaf heitt á könnunni."
Olís-deild karla Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Slagurinn um Norðurland Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Sjá meira