Skipulagðir glæpir gætu fylgt siglingum Svavar Hávarðsson skrifar 29. janúar 2013 08:00 Aðmírállinn Haakon Bruun-Hansen, segir nauðsynlegt að öryggis- og viðbragðsaðilar séu upplýstir og vel búnir tækjum. Fréttablaðið/Svavar Meiri áherslu verður að leggja á öryggismál á norðurslóðum í kjölfar bráðnunar íshellunnar og aukinna siglinga á svæðinu. Siglingarnar munu gefa skipulagðri glæpastarfsemi tækifæri sem verður að bregðast við í tíma. Þetta kom meðal annars fram í máli Jevgení Lúkjanov, varaformanns Rússneska öryggisráðsins, á norðurslóðaráðstefnunni Arctic Frontiers í Tromsö í síðustu viku. Lúkjanov sagði að Rússar, ásamt hinum stofnríkjunum sjö þar sem Ísland er í hópi, ættu að leggja meiri rækt við öryggismálin. „Hlýnun jarðar hefur aukið tækifæri til siglinga umtalsvert og það mun bara aukast. Þessum tækifærum til siglinga mun líklega fylgja smygl, straumur ólöglegra innflytjenda, mansal, fíkniefnamisferli, og annað sem fylgir skipulagðri glæpastarfsemi." Það er mat Lúkjanovs að vegna þessa þurfi Rússar samstarf við önnur norðurskautsríki um að styrkja varnir sínar og eftirlit með skipaumferð. Stofnríkin átta eru, auk Rússa og Íslands; Kanada, Danmörk, Finnland, Noregur, Svíþjóð og Bandaríkin. Annar embættismaður, norski aðmírállinn Haakon Bruun-Hansen, einn æðsti embættismaðurinn innan norska sjóhersins, vék einnig óbeint að þessum þætti í ræðu sinni á ráðstefnunni. Hann lagði áherslu á að öll viðvera herafla á svæðinu snerist um öryggi þeirra sem ættu leið um svæðið – en hann telur að umferð muni stóraukast og þess vegna nauðsyn þess að öryggis- og viðbragðsaðilar séu upplýstir og vel búnir tækjum. Langvíðfeðmustu norðurslóðaríkin, Rússland og Kanada, hafa bæði áður lýst áhyggjum af opnun landsvæða í norðri sem áður voru lokuð fyrir almennri umferð. Bæði ríkin hafa því mótað stefnu sem felur í sér aukinn öryggisviðbúnað og landamæravörslu til að koma í veg fyrir spellvirki, smygl og annan ólöglegan umgang. Í skýrslu utanríkisráðuneytisins um Ísland og norðurslóðir kemur einnig fram að ekki er hægt að útiloka hryðjuverkaárásir á norðurslóðum „og þá kannski helst vegna þess hversu ólíklegar þær eru og hve viðbúnaður stjórnvalda er víða slakur". Þá segir að nauðsynlegt sé því að gæta öryggis umhverfis, viðkvæm mannvirki og í höfnum þar sem olíu- eða gasskip eiga leið um, og taka þátt í alþjóðlegu samstarfi gegn hópum og einstaklingum sem hugsanlega gætu reynt að „nýta sér andvaraleysi íbúa norðursins". Þess ber að geta að þeir sem gerst þekkja, og hafa tekið til máls á norðurslóðaráðstefnunni, eru sammála um að norðurslóðir séu ekki vettvangur spennu á milli ríkja, enda hafi verið samið um flest þau svæði sem miklar auðlindir er að finna. Hins vegar eru glæpir því taldir líklegri og ástæða til árvekni allra sem hafa eitthvað um málefni norðurslóða að segja. Loftslagsmál Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við umferðarljósum langþreyttra íbúa Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Sjá meira
Meiri áherslu verður að leggja á öryggismál á norðurslóðum í kjölfar bráðnunar íshellunnar og aukinna siglinga á svæðinu. Siglingarnar munu gefa skipulagðri glæpastarfsemi tækifæri sem verður að bregðast við í tíma. Þetta kom meðal annars fram í máli Jevgení Lúkjanov, varaformanns Rússneska öryggisráðsins, á norðurslóðaráðstefnunni Arctic Frontiers í Tromsö í síðustu viku. Lúkjanov sagði að Rússar, ásamt hinum stofnríkjunum sjö þar sem Ísland er í hópi, ættu að leggja meiri rækt við öryggismálin. „Hlýnun jarðar hefur aukið tækifæri til siglinga umtalsvert og það mun bara aukast. Þessum tækifærum til siglinga mun líklega fylgja smygl, straumur ólöglegra innflytjenda, mansal, fíkniefnamisferli, og annað sem fylgir skipulagðri glæpastarfsemi." Það er mat Lúkjanovs að vegna þessa þurfi Rússar samstarf við önnur norðurskautsríki um að styrkja varnir sínar og eftirlit með skipaumferð. Stofnríkin átta eru, auk Rússa og Íslands; Kanada, Danmörk, Finnland, Noregur, Svíþjóð og Bandaríkin. Annar embættismaður, norski aðmírállinn Haakon Bruun-Hansen, einn æðsti embættismaðurinn innan norska sjóhersins, vék einnig óbeint að þessum þætti í ræðu sinni á ráðstefnunni. Hann lagði áherslu á að öll viðvera herafla á svæðinu snerist um öryggi þeirra sem ættu leið um svæðið – en hann telur að umferð muni stóraukast og þess vegna nauðsyn þess að öryggis- og viðbragðsaðilar séu upplýstir og vel búnir tækjum. Langvíðfeðmustu norðurslóðaríkin, Rússland og Kanada, hafa bæði áður lýst áhyggjum af opnun landsvæða í norðri sem áður voru lokuð fyrir almennri umferð. Bæði ríkin hafa því mótað stefnu sem felur í sér aukinn öryggisviðbúnað og landamæravörslu til að koma í veg fyrir spellvirki, smygl og annan ólöglegan umgang. Í skýrslu utanríkisráðuneytisins um Ísland og norðurslóðir kemur einnig fram að ekki er hægt að útiloka hryðjuverkaárásir á norðurslóðum „og þá kannski helst vegna þess hversu ólíklegar þær eru og hve viðbúnaður stjórnvalda er víða slakur". Þá segir að nauðsynlegt sé því að gæta öryggis umhverfis, viðkvæm mannvirki og í höfnum þar sem olíu- eða gasskip eiga leið um, og taka þátt í alþjóðlegu samstarfi gegn hópum og einstaklingum sem hugsanlega gætu reynt að „nýta sér andvaraleysi íbúa norðursins". Þess ber að geta að þeir sem gerst þekkja, og hafa tekið til máls á norðurslóðaráðstefnunni, eru sammála um að norðurslóðir séu ekki vettvangur spennu á milli ríkja, enda hafi verið samið um flest þau svæði sem miklar auðlindir er að finna. Hins vegar eru glæpir því taldir líklegri og ástæða til árvekni allra sem hafa eitthvað um málefni norðurslóða að segja.
Loftslagsmál Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við umferðarljósum langþreyttra íbúa Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Sjá meira