Útlitið var svart á tímabili 23. janúar 2013 07:00 Barátta við eldinn. Búslóðir Vestmannaeyinga voru flestar fluttar upp á land af ótta við að allt færi á versta veg. Í dag, 23. janúar eru fjörutíu ár liðin, frá því eldgos hófst á Heimaey. Atburður sem var einstakur í lífi íslensku þjóðarinnar. Einn þeirra fyrstu á vettvang úr landi var Gunnar V. Andrésson, þá ljósmyndari Tímans en nú Fréttablaðsins. Hér er upprifjun hans. Gosið hófst upp úr klukkan hálf tvö að nóttu og Guðjón Einarsson, sem þá sá um ljósmyndadeild Tímans, hringdi í mig stuttu síðar. Hann sagði að það væri farið að gjósa inni í miðjum Vestmannaeyjabæ og ég sá bara fyrir mér einhverjar hörmungar. Ég hentist út á flugvöll og þar hitti ég fyrir Jón Helgason ritstjóra og Kára Jónasson blaðamann. Það var fátítt að ritstjórar færu á vettvang atburða og það um miðja nótt. Enn voru óljósar fréttir af því sem hafði gerst en okkur hafði verið sagt að ekki væri víst að hægt yrði að lenda því gossprungan gæti verið komin yfir flugvöllinn. Kirkjubæjarbraut. Þriggja hæða hús. Eigandi tekur götuskiltið af húsinu til minningar um götu sem hann taldi að myndi aldrei sjást aftur. En kraftaverk gerðust og Vestmannaeyingar mokuðu upp allt sem þeir gátu. Í þessu húsi eru enn íbúar í dag. Það var erfitt að ímynda sér að þetta væri að gerast og sjá svo staðfestinguna á því þegar við flugum austur yfir Hellisheiðina og rauðum bjarma sló á himin og haf. Á leiðinni til Eyja sáum við ljós fjölmargra báta á stími til lands. Flotinn hafði allur verið við bryggju vegna brælu daginn áður en menn höfðu ætlað á veiðar með morgninum enda komið kyrrt veður. Íbúar og vertíðafólk, hátt í 6.000 manns, bjargaðist því allt. Vindur var hægur af vestri svo gjóskan fór mest á haf út. Svona var forsjónin Eyjamönnum hagstæð, þrátt fyrir allt." Sá eyjuna rifna fyrir aftan sig Við vorum á níu manna vél og meðal farþega var Garðar Sigurðsson alþingismaður, sem átti heima í Eyjum. Þegar við komum yfir Eyjarnar óskaði ég eftir að við flygjum hringi umhverfis gosstöðvarnar en hringurinn varð bara einn því Garðar var orðinn viðþolslaus að hitta fólkið sitt. Lendingin tókst vel. Þegar við stigum út úr vélinni var verið að hjálpa gömlu fólki úr strætisvagni um borð í flugvélar og þyrlur. Jón ritstjóri og Kári byrjuðu strax að taka viðtöl og ég mátti hafa mig allan við. Þegar ég var kominn niður á slökkvistöð og horfði á eldtungurnar þaðan, fann lyktina af gosinu, heyrði drunurnar og sá öskuna falla flaug mér snöggvast í hug hvað ég væri eiginlega að gera þarna. Ég hafði komið á gosstöðvar áður en ekki í svona mikið návígi. Á slökkvistöðina kom maður á jeppa og við Kári spurðum hvort hann vildi keyra okkur nær gossprungunni. Já, já. Þessi maður, sem mig minnir að hafi verið kallaður Jói á lóðsinum, sagðist hafa verið vakandi þegar gosið byrjaði því hann hefði verið að spila brids um kvöldið og eftir það hefði hann tekið rúnt á bílnum, keyrt út á flugvöll og fyrir Helgafellið en þegar hann hefði verið að koma að Kirkjubæ hefði hann litið í baksýnisspegilinn, séð eyjuna rifna fyrir aftan sig og eldinn spýtast upp. Hann keyrði okkur áleiðis að Kirkjubæ en þar lentum við í svörtum mekki svo við sáum ekki handa skil. Þá spurði hann. „Jæja strákar mínir. Viljið þið fara eitthvað lengra?" Þetta voru fyrstu kynni mín af Vestmannaeyjagosinu og upplifun mín af þeim atburðum verður aldrei toppuð á ljósmyndaraferlinum. Gossprungan þéttist strax að kvöldi fyrsta dags og varð brátt að einni megineldstöð og í hönd fór viðburðaríkur tími næstu vikur og mánuði. Vindurinn sneri sér í austrið á þriðja degi gossins og glóandi gjallmolum rigndi yfir byggðina. Útlitið var svart á tímabili. Allt á svarta kafi í ösku, og hús fuðruðu upp, hraunið vall yfir austasta hluta bæjarins, hluti vatnsleiðslunnar úr landi fór í sundur, rafstöðin brann og höfninni var ógnað. Þarna er húsið Bræðraborg að brenna, sem stóð við Heimatorg og Heimagata í baksýn. Öll þessi hús hurfu undir hraun. Búsældarlegri á eftir En svo voru ljós í myrkrinu. Stærsta kraftaverkið var að fólkið skyldi bjargast, fyrir utan einn mann sem lét lífið vegna jarðgaseitrunar. Vatnsdælur frá Bandaríkjamönnum komu að góðum notum við að hægja á hraunrennslinu. Sú sundurlynda þjóð sem við Íslendingar erum sýndi samtakamátt sinn á örlagatímum og bara það átak að koma öllum Vestmannaeyingum í gistingu þegar þeir flýðu upp á land sýndi að allt er hægt þegar vilji er fyrir hendi. Ég var ljósmyndari á fámennri þjóðhátíð 1973 sem var haldin á Breiðabakka í nágrenni Stórhöfða. Gosinu hafði lokið mánuði fyrr og ég þræddi hraunjaðarinn meðfram bænum. Þá áttaði ég mig á því að Vestmannaeyjar yrðu búsældarlegri staður eftir þessar miklu hamfarir þegar hreinsun lyki. Eldfellið og hraunið mynduðu skjól fyrir ríkjandi vindáttum og hrauntungan sem rann út í sjóinn á móts við Ystaklett stórbætti skilyrðin í höfninni." Fleiri myndir sem Gunnar V. Andrésson tók má sjá með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Tekið innan úr Ásbyrgi við Birkihlíð sem brann, en hefur nú verið endurbyggt.Endi Heimagötu. Þar rennur hraunið á stórhýsi sem hurfu öll en eftir stendur annars vegar Fiskiðjan og Fiskimjölsverksmiðja Einars Sigurðssonar. Vatnskæling á fullu, en fáir á ferli þar sem gas var mikið þarna í götunni.Heimatorg, húsið Þingvöllur brennur og ofar í götunni brennur Hótel Berg á þessari nóttu brann og fór undir hraun Heimagata. Vestmannaeyingar horfðu ráðþrota á.Sáluhliðið við kirkjugarðinn og spúandi eldfell í baksýn. Gjóska liggur yfir öllu.Salthúsið austurundir Kirkjubæjum gjöreyðilagðist og mikil verðmæti fóru í súginn.Húsið Þingvöllur við Heimatorg brennur.Fyrsti dagur gossins. Blaðamenn í hlíðum Helgarfells fylgjast með gosinu. Kirkjubæirnir 200 metrum frá gossprungu til vinstri á myndinni. Varðskip lónar úti fyrir.Gosnóttin. Eldri borgarar í Vestmannaeyjum voru fluttir með flugvélum og þyrlu frá Vestmannaeyjaflugvelli um nóttina örlagaríku.Fyrsta sýn úr lofti. Myndin er tekin um þrjúleytið að nóttu til. Sprungan var þá stækkandi og enginn vissi hvernig framhald yrði. Ljós í bænum í bakgrunni. Hraun rennur til sjávar.Það sem ekki fór undir hraun fór undir vikur að stærstum hluta og mörg húsin skemmdust vegna þess. En landinn vann mikið kraftaverk við að moka byggðina upp og gera Vestmannaeyjar að þvi sem þær eru í dag.Þingvöllur og hraunið mallar hægt en örugglega fram og brennur og ryður öllu um koll.Enginn sá fyrir hvað gosið stæði lengi og margir töldu Vestmannaeyjar aldrei geta orðið byggilegar aftur.Feiknarlegt björgunarstarf var unnið á gostímanum. Járn voru negld fyrir alla glugga sem stóðu í átt að gosi til að verjast glóandi gjallinu sem þeyttist inn um glugga og kveiktu í mörgum húsanna.Úr fjallinu heyrðust miklar drunur og spúandi hraun og gjóska kom út úr gígnum án afláts.Af veikum mætti reyndu menn að kæla hraunið til að verjast því, en seigfljótandi hraunið var illstöðvanlegt. Vestmannaeyjar Heimaeyjargosið 1973 Mest lesið Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Titringur á Alþingi Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fleiri fréttir Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Sjá meira
Í dag, 23. janúar eru fjörutíu ár liðin, frá því eldgos hófst á Heimaey. Atburður sem var einstakur í lífi íslensku þjóðarinnar. Einn þeirra fyrstu á vettvang úr landi var Gunnar V. Andrésson, þá ljósmyndari Tímans en nú Fréttablaðsins. Hér er upprifjun hans. Gosið hófst upp úr klukkan hálf tvö að nóttu og Guðjón Einarsson, sem þá sá um ljósmyndadeild Tímans, hringdi í mig stuttu síðar. Hann sagði að það væri farið að gjósa inni í miðjum Vestmannaeyjabæ og ég sá bara fyrir mér einhverjar hörmungar. Ég hentist út á flugvöll og þar hitti ég fyrir Jón Helgason ritstjóra og Kára Jónasson blaðamann. Það var fátítt að ritstjórar færu á vettvang atburða og það um miðja nótt. Enn voru óljósar fréttir af því sem hafði gerst en okkur hafði verið sagt að ekki væri víst að hægt yrði að lenda því gossprungan gæti verið komin yfir flugvöllinn. Kirkjubæjarbraut. Þriggja hæða hús. Eigandi tekur götuskiltið af húsinu til minningar um götu sem hann taldi að myndi aldrei sjást aftur. En kraftaverk gerðust og Vestmannaeyingar mokuðu upp allt sem þeir gátu. Í þessu húsi eru enn íbúar í dag. Það var erfitt að ímynda sér að þetta væri að gerast og sjá svo staðfestinguna á því þegar við flugum austur yfir Hellisheiðina og rauðum bjarma sló á himin og haf. Á leiðinni til Eyja sáum við ljós fjölmargra báta á stími til lands. Flotinn hafði allur verið við bryggju vegna brælu daginn áður en menn höfðu ætlað á veiðar með morgninum enda komið kyrrt veður. Íbúar og vertíðafólk, hátt í 6.000 manns, bjargaðist því allt. Vindur var hægur af vestri svo gjóskan fór mest á haf út. Svona var forsjónin Eyjamönnum hagstæð, þrátt fyrir allt." Sá eyjuna rifna fyrir aftan sig Við vorum á níu manna vél og meðal farþega var Garðar Sigurðsson alþingismaður, sem átti heima í Eyjum. Þegar við komum yfir Eyjarnar óskaði ég eftir að við flygjum hringi umhverfis gosstöðvarnar en hringurinn varð bara einn því Garðar var orðinn viðþolslaus að hitta fólkið sitt. Lendingin tókst vel. Þegar við stigum út úr vélinni var verið að hjálpa gömlu fólki úr strætisvagni um borð í flugvélar og þyrlur. Jón ritstjóri og Kári byrjuðu strax að taka viðtöl og ég mátti hafa mig allan við. Þegar ég var kominn niður á slökkvistöð og horfði á eldtungurnar þaðan, fann lyktina af gosinu, heyrði drunurnar og sá öskuna falla flaug mér snöggvast í hug hvað ég væri eiginlega að gera þarna. Ég hafði komið á gosstöðvar áður en ekki í svona mikið návígi. Á slökkvistöðina kom maður á jeppa og við Kári spurðum hvort hann vildi keyra okkur nær gossprungunni. Já, já. Þessi maður, sem mig minnir að hafi verið kallaður Jói á lóðsinum, sagðist hafa verið vakandi þegar gosið byrjaði því hann hefði verið að spila brids um kvöldið og eftir það hefði hann tekið rúnt á bílnum, keyrt út á flugvöll og fyrir Helgafellið en þegar hann hefði verið að koma að Kirkjubæ hefði hann litið í baksýnisspegilinn, séð eyjuna rifna fyrir aftan sig og eldinn spýtast upp. Hann keyrði okkur áleiðis að Kirkjubæ en þar lentum við í svörtum mekki svo við sáum ekki handa skil. Þá spurði hann. „Jæja strákar mínir. Viljið þið fara eitthvað lengra?" Þetta voru fyrstu kynni mín af Vestmannaeyjagosinu og upplifun mín af þeim atburðum verður aldrei toppuð á ljósmyndaraferlinum. Gossprungan þéttist strax að kvöldi fyrsta dags og varð brátt að einni megineldstöð og í hönd fór viðburðaríkur tími næstu vikur og mánuði. Vindurinn sneri sér í austrið á þriðja degi gossins og glóandi gjallmolum rigndi yfir byggðina. Útlitið var svart á tímabili. Allt á svarta kafi í ösku, og hús fuðruðu upp, hraunið vall yfir austasta hluta bæjarins, hluti vatnsleiðslunnar úr landi fór í sundur, rafstöðin brann og höfninni var ógnað. Þarna er húsið Bræðraborg að brenna, sem stóð við Heimatorg og Heimagata í baksýn. Öll þessi hús hurfu undir hraun. Búsældarlegri á eftir En svo voru ljós í myrkrinu. Stærsta kraftaverkið var að fólkið skyldi bjargast, fyrir utan einn mann sem lét lífið vegna jarðgaseitrunar. Vatnsdælur frá Bandaríkjamönnum komu að góðum notum við að hægja á hraunrennslinu. Sú sundurlynda þjóð sem við Íslendingar erum sýndi samtakamátt sinn á örlagatímum og bara það átak að koma öllum Vestmannaeyingum í gistingu þegar þeir flýðu upp á land sýndi að allt er hægt þegar vilji er fyrir hendi. Ég var ljósmyndari á fámennri þjóðhátíð 1973 sem var haldin á Breiðabakka í nágrenni Stórhöfða. Gosinu hafði lokið mánuði fyrr og ég þræddi hraunjaðarinn meðfram bænum. Þá áttaði ég mig á því að Vestmannaeyjar yrðu búsældarlegri staður eftir þessar miklu hamfarir þegar hreinsun lyki. Eldfellið og hraunið mynduðu skjól fyrir ríkjandi vindáttum og hrauntungan sem rann út í sjóinn á móts við Ystaklett stórbætti skilyrðin í höfninni." Fleiri myndir sem Gunnar V. Andrésson tók má sjá með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Tekið innan úr Ásbyrgi við Birkihlíð sem brann, en hefur nú verið endurbyggt.Endi Heimagötu. Þar rennur hraunið á stórhýsi sem hurfu öll en eftir stendur annars vegar Fiskiðjan og Fiskimjölsverksmiðja Einars Sigurðssonar. Vatnskæling á fullu, en fáir á ferli þar sem gas var mikið þarna í götunni.Heimatorg, húsið Þingvöllur brennur og ofar í götunni brennur Hótel Berg á þessari nóttu brann og fór undir hraun Heimagata. Vestmannaeyingar horfðu ráðþrota á.Sáluhliðið við kirkjugarðinn og spúandi eldfell í baksýn. Gjóska liggur yfir öllu.Salthúsið austurundir Kirkjubæjum gjöreyðilagðist og mikil verðmæti fóru í súginn.Húsið Þingvöllur við Heimatorg brennur.Fyrsti dagur gossins. Blaðamenn í hlíðum Helgarfells fylgjast með gosinu. Kirkjubæirnir 200 metrum frá gossprungu til vinstri á myndinni. Varðskip lónar úti fyrir.Gosnóttin. Eldri borgarar í Vestmannaeyjum voru fluttir með flugvélum og þyrlu frá Vestmannaeyjaflugvelli um nóttina örlagaríku.Fyrsta sýn úr lofti. Myndin er tekin um þrjúleytið að nóttu til. Sprungan var þá stækkandi og enginn vissi hvernig framhald yrði. Ljós í bænum í bakgrunni. Hraun rennur til sjávar.Það sem ekki fór undir hraun fór undir vikur að stærstum hluta og mörg húsin skemmdust vegna þess. En landinn vann mikið kraftaverk við að moka byggðina upp og gera Vestmannaeyjar að þvi sem þær eru í dag.Þingvöllur og hraunið mallar hægt en örugglega fram og brennur og ryður öllu um koll.Enginn sá fyrir hvað gosið stæði lengi og margir töldu Vestmannaeyjar aldrei geta orðið byggilegar aftur.Feiknarlegt björgunarstarf var unnið á gostímanum. Járn voru negld fyrir alla glugga sem stóðu í átt að gosi til að verjast glóandi gjallinu sem þeyttist inn um glugga og kveiktu í mörgum húsanna.Úr fjallinu heyrðust miklar drunur og spúandi hraun og gjóska kom út úr gígnum án afláts.Af veikum mætti reyndu menn að kæla hraunið til að verjast því, en seigfljótandi hraunið var illstöðvanlegt.
Vestmannaeyjar Heimaeyjargosið 1973 Mest lesið Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Titringur á Alþingi Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fleiri fréttir Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Sjá meira