Hlutafjáraukning í Plain Vanilla upp á 22 milljónir dollara Þorbjörn Þórðarson skrifar 26. desember 2013 16:00 Þorsteinn B. Friðriksson, stofnandi og framkvæmdastjóri Plain Vanilla á skrifstofum fyrirtækisins við Laugaveg. 365/valli Plain Vanilla hefur lokið endurfjármögnun með útgáfu nýs hlutafjár upp á 22 milljónir dollara. Stærstur hluti nýs hlutafjár fer í rekstur á Íslandi og gerir fyrirtækinu kleift að vaxa. Núverandi hluthafar, Tencent Holdings and Sequoia Capital, leiða fjármögnun. Fyrir nam fjárfesting í fyrirtækinu 5 milljónum dollara en báðir þessir fjárfestar, Tencent og Sequoia, höfðu lagt Plain Vanilla til fé fyrir velgengni Quiz Up. Velgengni Plain Vanilla hefur verið ævintýri líkust síðan fyrirtækið gaf út Quiz Up tölvuleikinn í byrjun nóvember. Núna hafa rúmlega 6 milljónir manna sótt tölvuleikinn fyrir iPhone og iPad og rúmlega 100 þúsund nýir notendur bætast við á degi hverjum.Áhugi fjárfesta aukist eftir velgengni Quiz Up Eftir velgengni Quiz Up hefur áhugi fjárfesta á Plain Vanilla aukist mikið en fyrirtækið er staðsett á tveimur hæðum á Laugavegi 26. Á dögunum höfnuðu hluthafar Plain Vanilla 100 milljóna dollara tilboði í allt hlutafé Plain Vanilla. Ákveðið var í kjölfarið að ráðast í hlutafjáraukningu til að stuðla að frekari vexti fyrirtækisins. Stjórnendur Plain Vanilla stóðu frammi fyrir því að geta valið úr fjárfestum við endurfjármögnun en ákváðu að halda tryggð við þau fyrirtæki sem höfðu lagt því til fé fyrir velgengni Quiz Up.Þurftu meira fjármagn til að vaxa „Það voru ýmsir valkostir í boði en við ákváðum að lokum af því við vorum búnir að ná þessum árangri á Bandríkjamarkaði að við höfðum tækifæri til þess að stækka fyrirtækið mjög mikið og hratt. Til þess að gera það þá þyrftum við talsvert meira fjármagn. Við enduðum á því að velja þá leið að fara með Sequoia Capital sem var kominn inn í félagið áður og er gríðarlega stór og virtur fjárfestingarsjóður í Bandaríkjunum. Þeir ásamt Tencent munu styðja okkur í því að stækka fyrirtækið mikið og hratt á næsta ári,“ segir Þorsteinn B. Friðriksson, stofnandi og framkvæmdastjóri Plain Vanilla í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis. Þorsteinn neitar því ekki að það hafi verið freistandi að selja núna. „Auðvitað þurfti maður að hugsa sig vel og lengi um það. Það var á margan hátt mjög freistandi að hafa unnið að einhverju svona í þó ekki lengri tíma en tvö ár og geta svo „cashað“ út. Auðvitað hugsaði maður um það, en við ákváðum að við teldum að tækifærið sem við hefðum væri mjög skemmtilegt og við værum ekki tilbúin að selja, að minnsta kosti ekki strax.“ Tengdar fréttir Plain Vanilla sakar keppinauta um rangfærslur Plain Vanilla segir ekki allt rétt í grein sem birtist á vef Techcrunch. Gallar hafi þó fundist sem búið sé að laga. Forsvarsmenn Plain Vanilla segja keppinaut hafa skrifað greinina og saka hann um rangfærslur. 26. nóvember 2013 12:57 Plain Vanilla leiðréttir öryggisgalla í QuizUp Öryggisgalli í spurningaleiknum QuizUp hefur vakið reiði. 26. nóvember 2013 12:16 Höfnuðu tólf milljarða yfirtökutilboði Hluthafar Plain Vanilla höfnuðu nýverið tólf milljarða yfirtökutilboði bandaríska tölvuleikjafyrirtækisins Zynga Games. 12. desember 2013 09:36 QuizUp örast vaxandi leikur í sögu App Store Smáforritaleikurinn QuizUp hefur aðeins verið á markaðnum í þrjár vikur og hafa þrjár og hálf milljón manna halað niður leiknum. Íslenska fyrirtækið Plain Vanilla framleiðir QuizUp. 5. desember 2013 17:00 Mest lesið Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Plain Vanilla hefur lokið endurfjármögnun með útgáfu nýs hlutafjár upp á 22 milljónir dollara. Stærstur hluti nýs hlutafjár fer í rekstur á Íslandi og gerir fyrirtækinu kleift að vaxa. Núverandi hluthafar, Tencent Holdings and Sequoia Capital, leiða fjármögnun. Fyrir nam fjárfesting í fyrirtækinu 5 milljónum dollara en báðir þessir fjárfestar, Tencent og Sequoia, höfðu lagt Plain Vanilla til fé fyrir velgengni Quiz Up. Velgengni Plain Vanilla hefur verið ævintýri líkust síðan fyrirtækið gaf út Quiz Up tölvuleikinn í byrjun nóvember. Núna hafa rúmlega 6 milljónir manna sótt tölvuleikinn fyrir iPhone og iPad og rúmlega 100 þúsund nýir notendur bætast við á degi hverjum.Áhugi fjárfesta aukist eftir velgengni Quiz Up Eftir velgengni Quiz Up hefur áhugi fjárfesta á Plain Vanilla aukist mikið en fyrirtækið er staðsett á tveimur hæðum á Laugavegi 26. Á dögunum höfnuðu hluthafar Plain Vanilla 100 milljóna dollara tilboði í allt hlutafé Plain Vanilla. Ákveðið var í kjölfarið að ráðast í hlutafjáraukningu til að stuðla að frekari vexti fyrirtækisins. Stjórnendur Plain Vanilla stóðu frammi fyrir því að geta valið úr fjárfestum við endurfjármögnun en ákváðu að halda tryggð við þau fyrirtæki sem höfðu lagt því til fé fyrir velgengni Quiz Up.Þurftu meira fjármagn til að vaxa „Það voru ýmsir valkostir í boði en við ákváðum að lokum af því við vorum búnir að ná þessum árangri á Bandríkjamarkaði að við höfðum tækifæri til þess að stækka fyrirtækið mjög mikið og hratt. Til þess að gera það þá þyrftum við talsvert meira fjármagn. Við enduðum á því að velja þá leið að fara með Sequoia Capital sem var kominn inn í félagið áður og er gríðarlega stór og virtur fjárfestingarsjóður í Bandaríkjunum. Þeir ásamt Tencent munu styðja okkur í því að stækka fyrirtækið mikið og hratt á næsta ári,“ segir Þorsteinn B. Friðriksson, stofnandi og framkvæmdastjóri Plain Vanilla í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis. Þorsteinn neitar því ekki að það hafi verið freistandi að selja núna. „Auðvitað þurfti maður að hugsa sig vel og lengi um það. Það var á margan hátt mjög freistandi að hafa unnið að einhverju svona í þó ekki lengri tíma en tvö ár og geta svo „cashað“ út. Auðvitað hugsaði maður um það, en við ákváðum að við teldum að tækifærið sem við hefðum væri mjög skemmtilegt og við værum ekki tilbúin að selja, að minnsta kosti ekki strax.“
Tengdar fréttir Plain Vanilla sakar keppinauta um rangfærslur Plain Vanilla segir ekki allt rétt í grein sem birtist á vef Techcrunch. Gallar hafi þó fundist sem búið sé að laga. Forsvarsmenn Plain Vanilla segja keppinaut hafa skrifað greinina og saka hann um rangfærslur. 26. nóvember 2013 12:57 Plain Vanilla leiðréttir öryggisgalla í QuizUp Öryggisgalli í spurningaleiknum QuizUp hefur vakið reiði. 26. nóvember 2013 12:16 Höfnuðu tólf milljarða yfirtökutilboði Hluthafar Plain Vanilla höfnuðu nýverið tólf milljarða yfirtökutilboði bandaríska tölvuleikjafyrirtækisins Zynga Games. 12. desember 2013 09:36 QuizUp örast vaxandi leikur í sögu App Store Smáforritaleikurinn QuizUp hefur aðeins verið á markaðnum í þrjár vikur og hafa þrjár og hálf milljón manna halað niður leiknum. Íslenska fyrirtækið Plain Vanilla framleiðir QuizUp. 5. desember 2013 17:00 Mest lesið Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Plain Vanilla sakar keppinauta um rangfærslur Plain Vanilla segir ekki allt rétt í grein sem birtist á vef Techcrunch. Gallar hafi þó fundist sem búið sé að laga. Forsvarsmenn Plain Vanilla segja keppinaut hafa skrifað greinina og saka hann um rangfærslur. 26. nóvember 2013 12:57
Plain Vanilla leiðréttir öryggisgalla í QuizUp Öryggisgalli í spurningaleiknum QuizUp hefur vakið reiði. 26. nóvember 2013 12:16
Höfnuðu tólf milljarða yfirtökutilboði Hluthafar Plain Vanilla höfnuðu nýverið tólf milljarða yfirtökutilboði bandaríska tölvuleikjafyrirtækisins Zynga Games. 12. desember 2013 09:36
QuizUp örast vaxandi leikur í sögu App Store Smáforritaleikurinn QuizUp hefur aðeins verið á markaðnum í þrjár vikur og hafa þrjár og hálf milljón manna halað niður leiknum. Íslenska fyrirtækið Plain Vanilla framleiðir QuizUp. 5. desember 2013 17:00