Höfnuðu tólf milljarða yfirtökutilboði Haraldur Guðmundsson og Þorbjörn Þórðarson skrifar 12. desember 2013 09:36 Þorsteinn Baldur Friðriksson, stofnandi og framkvæmdastjóri Plain Vanilla. Hluthafar íslenska tölvuleikjaframleiðandans Plain Vanilla höfnuðu nýverið tólf milljarða yfirtökutilboði bandaríska tölvuleikjafyrirtækisins Zynga Games. Þorsteinn Baldur Friðriksson stofnandi og framkvæmdastjóri fyrirtækisins er staddur í New York. Hann vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofan náði tali af honum, en sagði að hluthafar hefðu fundið fyrir miklum áhuga á fyrirtækinu eftir velgengni Quizup, sem var um tíma vinsælasta app í heiminum, með fjórar milljónir notenda. Þess ber að geta að hluthafar Plain Vanilla eru bundnir trúnaði um allar hugsanlegar samningaviðræður við fjárfesta. Þegar þessar viðræður eru komnar á ákveðið stig er ekki óalgengt að farið sé fram á undirritun trúnaðaryfirlýsingar. Fjallað er um málið í Kjarnanum í dag. Þar segir að Zynga hafi tívegis gert yfirtökutilboð í íslenska leikjaframleiðandann. Fyrra tilboðið hljóðaði upp á hundrað milljónir dala, um tólf milljarða króna, og seinna var umtalsvert hærra. Tilboðunum var að sögn Kjarnans báðum hafnað, bæði út af upphæðunum og einnig vegna faglegs ágreinings um hvert stefna ætti með aðalvöru fyrirtækisins, Quizup. Zynga Games var stofnað árið 2007 í San Fransisco. Fyrirtækið er þekktast fyrir leikinn FarmVille en leikurinn varð fljótt mjög vinsæll og náði 10 milljón notendum á aðeins sex vikum.Margföldun á fé sem fjárfestar lögðu í félagið Þetta verðmat á Plain Vanilla er margföldun á því fé sem fjárfestar lögðu í félagið. Áður en Quiz Up kom á markað hafði fjárfestingarsjóðurinn Sequoia Capital tekið þátt í hlutafjáraukningu í Plain Vanilla upp á tvær milljónir dollara. Var þá rætt um að virði fyrirtækisins væri nálægt 15 milljónum dollara, jafnvirði 2 milljarða króna.Verðmyndun í Kísildal í Kaliforníu á fyrirtækjum eins og Plain Vanilla og Zynga Games grundvallast á notendafjöldanum. Þannig eru ráðandi kenningar á þessum markaði þær að hægt sé að skapa x verðmæti út úr hverjum notanda. Quiz Up hafði í síðustu þekktu tölum fjórar milljónir notenda eins og áður segir en verðmæti fyrirtækisins vex í raun í réttu hlutfalli við fjölda þeirra sem sækja appið og spila leikinn. Tæknifyrirtæki vestanhafs hafa verið mjög hátt verðlögð að undanförnu og er rætt um verðbólu í því sambandi. Skemmst er að minnast hlutafjárútboðs Twitter en að loknum fyrsta degi viðskipta nam markaðsverðmæti fyrirtækisins 30 milljörðum dollara. Það þykir gríðarlega gott hjá fyrirtæki sem framleiðir ekkert í hefðbundnum skilningi og hefur takmarkaðar tekjur af auglýsingum. Annað nýlegt dæmi um „ofur verðlagningu“ í tæknigeiranum er tilboð Facebook í samskiptafyrirtækið Snapchat, en eigendur Snapchat, sem hefur sex starfsmenn og engar tekjur, höfnuðu 3 milljarða dollara tilboði frá Facebook í allt hlutafé fyrirtækisins. Þeir telja fyrirtækið vera meira virði.Tekjumöguleikarnir óskrifað blað Ýmir Finnbogason, fjármálastjóri Plain Vanilla, var gestur okkar í Klinkinu á dögunum en þar fór hann yfir tekjumöguleika fyrirtækisins. Tekjumöguleikarnir eru í raun óskrifað blað í augnablikinu en þeir gætu birst í sérhæfðu notendaviðmóti sem yrði falt gegn greiðslu, auglýsingum og fleiru. Sjá má viðtalið við Ými hér. Klinkið Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Sjá meira
Hluthafar íslenska tölvuleikjaframleiðandans Plain Vanilla höfnuðu nýverið tólf milljarða yfirtökutilboði bandaríska tölvuleikjafyrirtækisins Zynga Games. Þorsteinn Baldur Friðriksson stofnandi og framkvæmdastjóri fyrirtækisins er staddur í New York. Hann vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofan náði tali af honum, en sagði að hluthafar hefðu fundið fyrir miklum áhuga á fyrirtækinu eftir velgengni Quizup, sem var um tíma vinsælasta app í heiminum, með fjórar milljónir notenda. Þess ber að geta að hluthafar Plain Vanilla eru bundnir trúnaði um allar hugsanlegar samningaviðræður við fjárfesta. Þegar þessar viðræður eru komnar á ákveðið stig er ekki óalgengt að farið sé fram á undirritun trúnaðaryfirlýsingar. Fjallað er um málið í Kjarnanum í dag. Þar segir að Zynga hafi tívegis gert yfirtökutilboð í íslenska leikjaframleiðandann. Fyrra tilboðið hljóðaði upp á hundrað milljónir dala, um tólf milljarða króna, og seinna var umtalsvert hærra. Tilboðunum var að sögn Kjarnans báðum hafnað, bæði út af upphæðunum og einnig vegna faglegs ágreinings um hvert stefna ætti með aðalvöru fyrirtækisins, Quizup. Zynga Games var stofnað árið 2007 í San Fransisco. Fyrirtækið er þekktast fyrir leikinn FarmVille en leikurinn varð fljótt mjög vinsæll og náði 10 milljón notendum á aðeins sex vikum.Margföldun á fé sem fjárfestar lögðu í félagið Þetta verðmat á Plain Vanilla er margföldun á því fé sem fjárfestar lögðu í félagið. Áður en Quiz Up kom á markað hafði fjárfestingarsjóðurinn Sequoia Capital tekið þátt í hlutafjáraukningu í Plain Vanilla upp á tvær milljónir dollara. Var þá rætt um að virði fyrirtækisins væri nálægt 15 milljónum dollara, jafnvirði 2 milljarða króna.Verðmyndun í Kísildal í Kaliforníu á fyrirtækjum eins og Plain Vanilla og Zynga Games grundvallast á notendafjöldanum. Þannig eru ráðandi kenningar á þessum markaði þær að hægt sé að skapa x verðmæti út úr hverjum notanda. Quiz Up hafði í síðustu þekktu tölum fjórar milljónir notenda eins og áður segir en verðmæti fyrirtækisins vex í raun í réttu hlutfalli við fjölda þeirra sem sækja appið og spila leikinn. Tæknifyrirtæki vestanhafs hafa verið mjög hátt verðlögð að undanförnu og er rætt um verðbólu í því sambandi. Skemmst er að minnast hlutafjárútboðs Twitter en að loknum fyrsta degi viðskipta nam markaðsverðmæti fyrirtækisins 30 milljörðum dollara. Það þykir gríðarlega gott hjá fyrirtæki sem framleiðir ekkert í hefðbundnum skilningi og hefur takmarkaðar tekjur af auglýsingum. Annað nýlegt dæmi um „ofur verðlagningu“ í tæknigeiranum er tilboð Facebook í samskiptafyrirtækið Snapchat, en eigendur Snapchat, sem hefur sex starfsmenn og engar tekjur, höfnuðu 3 milljarða dollara tilboði frá Facebook í allt hlutafé fyrirtækisins. Þeir telja fyrirtækið vera meira virði.Tekjumöguleikarnir óskrifað blað Ýmir Finnbogason, fjármálastjóri Plain Vanilla, var gestur okkar í Klinkinu á dögunum en þar fór hann yfir tekjumöguleika fyrirtækisins. Tekjumöguleikarnir eru í raun óskrifað blað í augnablikinu en þeir gætu birst í sérhæfðu notendaviðmóti sem yrði falt gegn greiðslu, auglýsingum og fleiru. Sjá má viðtalið við Ými hér.
Klinkið Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Sjá meira