Gylfi Þór hélt leyndarmálinu fyrir sína allra nánustu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. desember 2013 22:03 Gylfi Þór Sigurðsson. Mynd/Arnþór „Það vorum bara við konan og svo mamma og pabbi sem vissum þetta. Restin hafði ekki hugmynd um þetta,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson, íþróttamaður ársins 2013. Gylfi Þór fylgdist með kjörinu í húsakynnum sínum í London ásamt fjölskyldu sinni sem hefur verið í heimsókn yfir hátíðarnar. Sjónvarpsútsendingunni var lokið þegar blaðamaður heyrði í honum hljóðið í kvöld. „Það eru tíu til tólf hérna eftir úr fjölskyldunni. Það var bara mjög fín stemmning,“ segir Gylfi. Hann segist ekkert hafa verið nálægt því að missa út úr sér til fjölskyldunnar sá heiður sem hann vissi að sér yrði sýndur í kvöld. „Nei, ég held að þetta hafi verið skemmtilegra að hafa þetta svona óvænt.“ Gylfi Þór segir sér sýndur mikill heiður að hafa verið kjörinn íþróttamaður árisns. Hann segist vel meðvitaður að árangur íslenska karlalandsliðsins hafi vegið þungt í kjörinu. „Auðvitað er þetta viðurkenning fyrir landsliðið og svo hvernig síðasta tímabil mitt hjá Tottenham endaði og þetta byrjaði,“ segir Gylfi. Okkar maður var úti í kuldanum hjá Andre Villas-Boas, þáverandi stjóra Tottenham, fyrstu vikurnar eftir landsleikina gegn Króatíu. Eftir að Portúgalinn var rekinn og Tim Sherwood tók við hefur Gylfi spilað alla þrjá leiki liðsins frá upphafi til enda. Hann er óviss hvort hann byrji leikinn á morgun gegn Stoke. „Það er fundur í fyrramálið. Það getur verið að stjórinn geri einhverjar breytingar enda búið að vera mikið álag á stuttum tíma,“ segir Gylfi. Hann er á báðum áttum hvernig hann hafi nýtt tækifærið sitt í leikjunum þremur. „Ég var á miðjunni í fyrsta leiknum gegn West Ham og þá var ég miklu meira í boltanum. Það er allt öðruvísi en á kantinum. Þá er ég meira að gefa sendingar og komast inn í vítateiginn í staðinn fyrir að reyna að hlaupa á 100 kílómetra hraða framhjá leikmönnum. Mínir hæfileikar liggja ekki þar,“ segir Gylfi sem hefur verið á kantinum í undanförnum tveimur leikjum. „Aaron Lennon og Andros Townsend meiddust og því hef ég verið á kantinum sem hefur gengið svona allt í lagi. Ég er bara enginn kantmaður og er ekket að fara að hlaupa framhjá tíu mönnum og gefa boltann fyrir,“ segir nýkjörinn íþróttamaður ársins árið 2013, Gylfi Þór Sigurðsson. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Sjá meira
„Það vorum bara við konan og svo mamma og pabbi sem vissum þetta. Restin hafði ekki hugmynd um þetta,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson, íþróttamaður ársins 2013. Gylfi Þór fylgdist með kjörinu í húsakynnum sínum í London ásamt fjölskyldu sinni sem hefur verið í heimsókn yfir hátíðarnar. Sjónvarpsútsendingunni var lokið þegar blaðamaður heyrði í honum hljóðið í kvöld. „Það eru tíu til tólf hérna eftir úr fjölskyldunni. Það var bara mjög fín stemmning,“ segir Gylfi. Hann segist ekkert hafa verið nálægt því að missa út úr sér til fjölskyldunnar sá heiður sem hann vissi að sér yrði sýndur í kvöld. „Nei, ég held að þetta hafi verið skemmtilegra að hafa þetta svona óvænt.“ Gylfi Þór segir sér sýndur mikill heiður að hafa verið kjörinn íþróttamaður árisns. Hann segist vel meðvitaður að árangur íslenska karlalandsliðsins hafi vegið þungt í kjörinu. „Auðvitað er þetta viðurkenning fyrir landsliðið og svo hvernig síðasta tímabil mitt hjá Tottenham endaði og þetta byrjaði,“ segir Gylfi. Okkar maður var úti í kuldanum hjá Andre Villas-Boas, þáverandi stjóra Tottenham, fyrstu vikurnar eftir landsleikina gegn Króatíu. Eftir að Portúgalinn var rekinn og Tim Sherwood tók við hefur Gylfi spilað alla þrjá leiki liðsins frá upphafi til enda. Hann er óviss hvort hann byrji leikinn á morgun gegn Stoke. „Það er fundur í fyrramálið. Það getur verið að stjórinn geri einhverjar breytingar enda búið að vera mikið álag á stuttum tíma,“ segir Gylfi. Hann er á báðum áttum hvernig hann hafi nýtt tækifærið sitt í leikjunum þremur. „Ég var á miðjunni í fyrsta leiknum gegn West Ham og þá var ég miklu meira í boltanum. Það er allt öðruvísi en á kantinum. Þá er ég meira að gefa sendingar og komast inn í vítateiginn í staðinn fyrir að reyna að hlaupa á 100 kílómetra hraða framhjá leikmönnum. Mínir hæfileikar liggja ekki þar,“ segir Gylfi sem hefur verið á kantinum í undanförnum tveimur leikjum. „Aaron Lennon og Andros Townsend meiddust og því hef ég verið á kantinum sem hefur gengið svona allt í lagi. Ég er bara enginn kantmaður og er ekket að fara að hlaupa framhjá tíu mönnum og gefa boltann fyrir,“ segir nýkjörinn íþróttamaður ársins árið 2013, Gylfi Þór Sigurðsson.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Sjá meira