Höfnuðu tólf milljarða yfirtökutilboði Haraldur Guðmundsson og Þorbjörn Þórðarson skrifar 12. desember 2013 09:36 Þorsteinn Baldur Friðriksson, stofnandi og framkvæmdastjóri Plain Vanilla. Hluthafar íslenska tölvuleikjaframleiðandans Plain Vanilla höfnuðu nýverið tólf milljarða yfirtökutilboði bandaríska tölvuleikjafyrirtækisins Zynga Games. Þorsteinn Baldur Friðriksson stofnandi og framkvæmdastjóri fyrirtækisins er staddur í New York. Hann vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofan náði tali af honum, en sagði að hluthafar hefðu fundið fyrir miklum áhuga á fyrirtækinu eftir velgengni Quizup, sem var um tíma vinsælasta app í heiminum, með fjórar milljónir notenda. Þess ber að geta að hluthafar Plain Vanilla eru bundnir trúnaði um allar hugsanlegar samningaviðræður við fjárfesta. Þegar þessar viðræður eru komnar á ákveðið stig er ekki óalgengt að farið sé fram á undirritun trúnaðaryfirlýsingar. Fjallað er um málið í Kjarnanum í dag. Þar segir að Zynga hafi tívegis gert yfirtökutilboð í íslenska leikjaframleiðandann. Fyrra tilboðið hljóðaði upp á hundrað milljónir dala, um tólf milljarða króna, og seinna var umtalsvert hærra. Tilboðunum var að sögn Kjarnans báðum hafnað, bæði út af upphæðunum og einnig vegna faglegs ágreinings um hvert stefna ætti með aðalvöru fyrirtækisins, Quizup. Zynga Games var stofnað árið 2007 í San Fransisco. Fyrirtækið er þekktast fyrir leikinn FarmVille en leikurinn varð fljótt mjög vinsæll og náði 10 milljón notendum á aðeins sex vikum.Margföldun á fé sem fjárfestar lögðu í félagið Þetta verðmat á Plain Vanilla er margföldun á því fé sem fjárfestar lögðu í félagið. Áður en Quiz Up kom á markað hafði fjárfestingarsjóðurinn Sequoia Capital tekið þátt í hlutafjáraukningu í Plain Vanilla upp á tvær milljónir dollara. Var þá rætt um að virði fyrirtækisins væri nálægt 15 milljónum dollara, jafnvirði 2 milljarða króna.Verðmyndun í Kísildal í Kaliforníu á fyrirtækjum eins og Plain Vanilla og Zynga Games grundvallast á notendafjöldanum. Þannig eru ráðandi kenningar á þessum markaði þær að hægt sé að skapa x verðmæti út úr hverjum notanda. Quiz Up hafði í síðustu þekktu tölum fjórar milljónir notenda eins og áður segir en verðmæti fyrirtækisins vex í raun í réttu hlutfalli við fjölda þeirra sem sækja appið og spila leikinn. Tæknifyrirtæki vestanhafs hafa verið mjög hátt verðlögð að undanförnu og er rætt um verðbólu í því sambandi. Skemmst er að minnast hlutafjárútboðs Twitter en að loknum fyrsta degi viðskipta nam markaðsverðmæti fyrirtækisins 30 milljörðum dollara. Það þykir gríðarlega gott hjá fyrirtæki sem framleiðir ekkert í hefðbundnum skilningi og hefur takmarkaðar tekjur af auglýsingum. Annað nýlegt dæmi um „ofur verðlagningu“ í tæknigeiranum er tilboð Facebook í samskiptafyrirtækið Snapchat, en eigendur Snapchat, sem hefur sex starfsmenn og engar tekjur, höfnuðu 3 milljarða dollara tilboði frá Facebook í allt hlutafé fyrirtækisins. Þeir telja fyrirtækið vera meira virði.Tekjumöguleikarnir óskrifað blað Ýmir Finnbogason, fjármálastjóri Plain Vanilla, var gestur okkar í Klinkinu á dögunum en þar fór hann yfir tekjumöguleika fyrirtækisins. Tekjumöguleikarnir eru í raun óskrifað blað í augnablikinu en þeir gætu birst í sérhæfðu notendaviðmóti sem yrði falt gegn greiðslu, auglýsingum og fleiru. Sjá má viðtalið við Ými hér. Klinkið Mest lesið „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Sjá meira
Hluthafar íslenska tölvuleikjaframleiðandans Plain Vanilla höfnuðu nýverið tólf milljarða yfirtökutilboði bandaríska tölvuleikjafyrirtækisins Zynga Games. Þorsteinn Baldur Friðriksson stofnandi og framkvæmdastjóri fyrirtækisins er staddur í New York. Hann vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofan náði tali af honum, en sagði að hluthafar hefðu fundið fyrir miklum áhuga á fyrirtækinu eftir velgengni Quizup, sem var um tíma vinsælasta app í heiminum, með fjórar milljónir notenda. Þess ber að geta að hluthafar Plain Vanilla eru bundnir trúnaði um allar hugsanlegar samningaviðræður við fjárfesta. Þegar þessar viðræður eru komnar á ákveðið stig er ekki óalgengt að farið sé fram á undirritun trúnaðaryfirlýsingar. Fjallað er um málið í Kjarnanum í dag. Þar segir að Zynga hafi tívegis gert yfirtökutilboð í íslenska leikjaframleiðandann. Fyrra tilboðið hljóðaði upp á hundrað milljónir dala, um tólf milljarða króna, og seinna var umtalsvert hærra. Tilboðunum var að sögn Kjarnans báðum hafnað, bæði út af upphæðunum og einnig vegna faglegs ágreinings um hvert stefna ætti með aðalvöru fyrirtækisins, Quizup. Zynga Games var stofnað árið 2007 í San Fransisco. Fyrirtækið er þekktast fyrir leikinn FarmVille en leikurinn varð fljótt mjög vinsæll og náði 10 milljón notendum á aðeins sex vikum.Margföldun á fé sem fjárfestar lögðu í félagið Þetta verðmat á Plain Vanilla er margföldun á því fé sem fjárfestar lögðu í félagið. Áður en Quiz Up kom á markað hafði fjárfestingarsjóðurinn Sequoia Capital tekið þátt í hlutafjáraukningu í Plain Vanilla upp á tvær milljónir dollara. Var þá rætt um að virði fyrirtækisins væri nálægt 15 milljónum dollara, jafnvirði 2 milljarða króna.Verðmyndun í Kísildal í Kaliforníu á fyrirtækjum eins og Plain Vanilla og Zynga Games grundvallast á notendafjöldanum. Þannig eru ráðandi kenningar á þessum markaði þær að hægt sé að skapa x verðmæti út úr hverjum notanda. Quiz Up hafði í síðustu þekktu tölum fjórar milljónir notenda eins og áður segir en verðmæti fyrirtækisins vex í raun í réttu hlutfalli við fjölda þeirra sem sækja appið og spila leikinn. Tæknifyrirtæki vestanhafs hafa verið mjög hátt verðlögð að undanförnu og er rætt um verðbólu í því sambandi. Skemmst er að minnast hlutafjárútboðs Twitter en að loknum fyrsta degi viðskipta nam markaðsverðmæti fyrirtækisins 30 milljörðum dollara. Það þykir gríðarlega gott hjá fyrirtæki sem framleiðir ekkert í hefðbundnum skilningi og hefur takmarkaðar tekjur af auglýsingum. Annað nýlegt dæmi um „ofur verðlagningu“ í tæknigeiranum er tilboð Facebook í samskiptafyrirtækið Snapchat, en eigendur Snapchat, sem hefur sex starfsmenn og engar tekjur, höfnuðu 3 milljarða dollara tilboði frá Facebook í allt hlutafé fyrirtækisins. Þeir telja fyrirtækið vera meira virði.Tekjumöguleikarnir óskrifað blað Ýmir Finnbogason, fjármálastjóri Plain Vanilla, var gestur okkar í Klinkinu á dögunum en þar fór hann yfir tekjumöguleika fyrirtækisins. Tekjumöguleikarnir eru í raun óskrifað blað í augnablikinu en þeir gætu birst í sérhæfðu notendaviðmóti sem yrði falt gegn greiðslu, auglýsingum og fleiru. Sjá má viðtalið við Ými hér.
Klinkið Mest lesið „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Sjá meira