Verðmæti Plain Vanilla hleypur á milljörðum króna Þorbjörn Þórðarson skrifar 20. nóvember 2013 19:00 Verðmæti tölvuleikjafyrirtækisins Plain Vanilla sem gaf út leikinn Quiz Up fyrir iPhone og iPad hleypur núna á milljörðum króna. Hlutafjáraukning er í undirbúningi. Þá er unnið að gerð Quiz Up fyrir Android-stýrikerfið. Vinsældir leiksins Quiz Up, sem íslenska tölvuleikjafyrirtækið Plain Vanilla gaf út eru ævintýri líkastar. Núna hafa 1,7 milljónir manna sótt leikinn í App Store verslun Apple á aðeins 13 dögum. Ein milljón manna hafði sótt leikinn á fyrstu átta dögunum og appið varð í dag vinsælasta fría appið í App Store. Unnið er að útgáfu leiksins fyrir síma sem styðjast við Android-stýrikerfið og er stefnt að því að hún verði kynnt í janúar næstkomandi.Verðlagt á tvo milljarða áður en Quiz Up kom á markað Áður en Quiz Up kom á markað hafði fjárfestingarsjóðurinn Sequoia Capital tekið þátt í hlutafjáraukningu í Plain Vanilla upp á tvær milljónir dollara. Var þá rætt um að virði fyrirtækisins væri nálægt 15 milljónum dollara, jafnvirði 2 milljarða króna. Ýmir Örn Finnbogason, fjármálastjóri Plain Vanilla, er gestur okkar í nýjasta þætti Klinksins. Ýmir Örn segir ljóst að verðmæti fyrirtækisins hafi aukist mikið vegna vinsælda Quiz Up. „Það er nokkuð mikils virði. Það gæti komið Íslendingum undarlega fyrir sjónir að svona ungt fyrirtæki sé svona mikils virði,“ segir Ýmir sem treystir sér ekki til að nefna tölu en ljóst er að verðmæti Plain Vanilla hleypur á milljörðum króna. Ýmir segir að hvorki hann né Þorsteinn B. Friðriksson, stofnandi fyrirtækisins, hafi selt eigin bréf. Lýður segir að þeir haldi á um þriðjungshlut í fyrirtækinu í dag. Markhópur Quiz Up er gríðarlega stór enda njóta spurningaleikir vinsælda þvert á landamæri og kynslóðabil. Af þessum sökum telja eigendur Plain Vanilla að Quiz Up eigi mikið inni.Ýmir Örn Finnbogason fer yfir fjármögnun Plain Vanilla, reksturinn og velgengni Quiz Up í nýjasta Klinkinu.mynd/stefánTæknifyrirtæki mjög hátt verðlögð Tæknifyrirtæki vestanhafs hafa verið mjög hátt verðlögð að undanförnu og er rætt um verðbólu í því sambandi. Skemmst er að minnast hlutafjárútboðs Twitter en að loknum fyrsta degi viðskipta nam markaðsverðmæti fyrirtækisins 25 milljörðum dollara. Það þykir gríðarlega gott hjá fyrirtæki sem framleiðir ekkert í hefðbundnum skilningi og hefur takmarkaðar tekjur af auglýsingum. Annað nýlegt dæmi um „ofur verðlagningu“ í tæknigeiranum er tilboð Facebook í samskiptafyrirtækið Snapchat, en eigendur Snapchat, sem hefur sex starfsmenn og engar tekjur, höfnuðu 3 milljarða dollara tilboði frá Facebook í allt hlutafé fyrirtækisins. Þeir telja fyrirtækið vera meira virði.Ætlið að fara í annað lokað hlutafjárútboð? „Það getur vel verið,“ segir Ýmir.Er eitthvað slíkt á teikniborðinu? „Já, það er allavega verið að hringja í okkur frá erlendum fjárfestum, en við eigum eftir að taka ákvörðun um hvað við ætlum að gera segir,“ segir Ýmir. Nýjasta þáttinn af Klinkinu má sjá hér. Klinkið Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Verðmæti tölvuleikjafyrirtækisins Plain Vanilla sem gaf út leikinn Quiz Up fyrir iPhone og iPad hleypur núna á milljörðum króna. Hlutafjáraukning er í undirbúningi. Þá er unnið að gerð Quiz Up fyrir Android-stýrikerfið. Vinsældir leiksins Quiz Up, sem íslenska tölvuleikjafyrirtækið Plain Vanilla gaf út eru ævintýri líkastar. Núna hafa 1,7 milljónir manna sótt leikinn í App Store verslun Apple á aðeins 13 dögum. Ein milljón manna hafði sótt leikinn á fyrstu átta dögunum og appið varð í dag vinsælasta fría appið í App Store. Unnið er að útgáfu leiksins fyrir síma sem styðjast við Android-stýrikerfið og er stefnt að því að hún verði kynnt í janúar næstkomandi.Verðlagt á tvo milljarða áður en Quiz Up kom á markað Áður en Quiz Up kom á markað hafði fjárfestingarsjóðurinn Sequoia Capital tekið þátt í hlutafjáraukningu í Plain Vanilla upp á tvær milljónir dollara. Var þá rætt um að virði fyrirtækisins væri nálægt 15 milljónum dollara, jafnvirði 2 milljarða króna. Ýmir Örn Finnbogason, fjármálastjóri Plain Vanilla, er gestur okkar í nýjasta þætti Klinksins. Ýmir Örn segir ljóst að verðmæti fyrirtækisins hafi aukist mikið vegna vinsælda Quiz Up. „Það er nokkuð mikils virði. Það gæti komið Íslendingum undarlega fyrir sjónir að svona ungt fyrirtæki sé svona mikils virði,“ segir Ýmir sem treystir sér ekki til að nefna tölu en ljóst er að verðmæti Plain Vanilla hleypur á milljörðum króna. Ýmir segir að hvorki hann né Þorsteinn B. Friðriksson, stofnandi fyrirtækisins, hafi selt eigin bréf. Lýður segir að þeir haldi á um þriðjungshlut í fyrirtækinu í dag. Markhópur Quiz Up er gríðarlega stór enda njóta spurningaleikir vinsælda þvert á landamæri og kynslóðabil. Af þessum sökum telja eigendur Plain Vanilla að Quiz Up eigi mikið inni.Ýmir Örn Finnbogason fer yfir fjármögnun Plain Vanilla, reksturinn og velgengni Quiz Up í nýjasta Klinkinu.mynd/stefánTæknifyrirtæki mjög hátt verðlögð Tæknifyrirtæki vestanhafs hafa verið mjög hátt verðlögð að undanförnu og er rætt um verðbólu í því sambandi. Skemmst er að minnast hlutafjárútboðs Twitter en að loknum fyrsta degi viðskipta nam markaðsverðmæti fyrirtækisins 25 milljörðum dollara. Það þykir gríðarlega gott hjá fyrirtæki sem framleiðir ekkert í hefðbundnum skilningi og hefur takmarkaðar tekjur af auglýsingum. Annað nýlegt dæmi um „ofur verðlagningu“ í tæknigeiranum er tilboð Facebook í samskiptafyrirtækið Snapchat, en eigendur Snapchat, sem hefur sex starfsmenn og engar tekjur, höfnuðu 3 milljarða dollara tilboði frá Facebook í allt hlutafé fyrirtækisins. Þeir telja fyrirtækið vera meira virði.Ætlið að fara í annað lokað hlutafjárútboð? „Það getur vel verið,“ segir Ýmir.Er eitthvað slíkt á teikniborðinu? „Já, það er allavega verið að hringja í okkur frá erlendum fjárfestum, en við eigum eftir að taka ákvörðun um hvað við ætlum að gera segir,“ segir Ýmir. Nýjasta þáttinn af Klinkinu má sjá hér.
Klinkið Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira