Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Fram 27-15 | Auðvelt hjá Haukum Róbert Jóhannsson í Strandgötu skrifar 13. desember 2013 11:01 Haukar og Fram mættust í fyrri undanúrslitaleik Deildarbikarkeppni Flugfélags Íslands í kvöld. Þetta var annar leikur liðanna á skömmum tíma en þau spiluðu nýlega í deildinni þar sem Haukar fóru með sigur af hólmi þrátt fyrir að hafa verið sex mörkum undir í síðari hálfleik. Haukar vildu greinilega ekki elta Framara á nýjan leik og gerðu út um leikinn strax í byrjun síðari hálfleiks. Framan af var leikurinn mjög jafn en staðan var 7-7 þegar aðeins tvær mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Haukar hrukku í fimmta gír undir lok fyrri hálfleiks og skoruðu þrjú síðustu mörk hans og bættu um betur með því að skora fjögur fyrstu mörk síðari hálfleiks. Eftir það var spurningin aldrei um hvort liðið myndi sigra leikinn heldur hversu stór sigurinn yrði, svo sannfærandi var vörn og markvarsla Hauka í kvöld. Giedrius Morkunas átti stórleik í marki Hauka og varði 19 skot en auk þess varði vörnin fjölda skota Framara sem áttu engin svör við sterkum varnarleik efsta liðs deildarinnar. Um miðjan síðari hálfleikinn hvíldi Patrekur Jóhannesson byrjunarlið sitt fyrir átök morgundagsins í úrslitaleik Deildarbikarsins en Framarar eru komnir í langt jólafrí, úr leik í báðum bikarkeppnum með nokkurra daga millibili.Guðlaugur Arnars: Sóknarleikurinn vandamálið Guðlaugur Arnarsson var að vonum daufur í dálkinn að leik loknum en telur sig og sína leikmenn hafa lært eitthvað af leiknum: „Við lærðum það að við þurfum að vera fókuseraðir á þá hluti sem við erum í. Við verðum að halda haus og við verðum að halda einbeitingu,“ sagði Guðlaugur. Fram var vel inni í leiknum allt fram að lokum fyrri hálfleiks þegar Haukar breyttu stöðunni úr 7-7 í 10-7. „Við missum dampinn og þetta féll allt með Haukum, þeir spiluðu sterka vörn og markvörðurinn þeirra var að taka allt og grýta boltanum fram.“ Í kjölfarið fengu haukar fjölmörg hraðaupphlaup sem gerðu út um leikinn. Sóknarleikur Framara virkaði ráðleysislegur á löngum köflum í leiknum og veit Guðlaugur vel af því vandamáli liðsins: „Okkar vandamál í vetur hefur verið sóknarleikurinn og við þurfum bara að halda áfram að vinna í honum. Núna er einn og hálfur mánuður í næsta leik svo við verðum að reyna að nota þann tíma vel. Ungu strákarnir fara reyndar að spila með 2. og 3. flokki en það er bara eins og það er. En ég er ánægður með árangurinn hingað til, við erum búnir að spila okkur hingað í deildarbikarinn og spilamennskan fram að þessu hefur skilað því þannig að við ætlum að byggja við þetta.“Patrekur: Fríið kom sér vel Patrekur Jóhannesson var öllu kátari eftir leik enda gjörsigruðu Haukar lið Fram í kvöld. Það var þolinmæðin sem vann þessa þraut að hans mati: „Við vorum bara yfirvegaðir og þolinmóðir, á móti Fram þarf bara þolinmæði, þeir spila virkilega langar sóknir. Ég var virkilega ánægður með hvað við vorum þolinmóðir allan tímann sóknarlega. Við vorum rólegir í byrjun og náum svo að brjóta þá á bak aftur.“ Haukar hafa verið í leikjafríi frá deildarleiknum magnaða gegn Fram þar sem þeir sneru töpuðum leik sér í hag: „Þeir spiluðu auðvitað í vikunni gegn Aftureldingu í bikarnum á meðan við erum búnir að vera að æfa og það kom sér mjög vel.“ Um miðjan síðari hálfleik skipti Patrekur nánast öllu liðinu af velli og gaf öðrum leikmönnum tækifæri á að spreyta sig: „Jú jú, það er auðvitað mikilvægt, tveir leikir á tveimur dögum en leikmennirnir eru allir í góðu formi þó það sé auðvitað fínt að geta hvílt aðeins.“ Haukar mæta annað hvort nágrönnum sínum í FH eða leikmönnum ÍBV í úrslitum en Patrekur á þó enga óskamótherja í úrslitaleiknum: „Nei, þetta eru svipuð lið að getu, númer tvö og þrjú í deildinni, svoleiðis að það skiptir engu máli. Við erum bara ánægðir með að vera komnir í úrslitaleikinn.“ Olís-deild karla Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Sjá meira
Haukar og Fram mættust í fyrri undanúrslitaleik Deildarbikarkeppni Flugfélags Íslands í kvöld. Þetta var annar leikur liðanna á skömmum tíma en þau spiluðu nýlega í deildinni þar sem Haukar fóru með sigur af hólmi þrátt fyrir að hafa verið sex mörkum undir í síðari hálfleik. Haukar vildu greinilega ekki elta Framara á nýjan leik og gerðu út um leikinn strax í byrjun síðari hálfleiks. Framan af var leikurinn mjög jafn en staðan var 7-7 þegar aðeins tvær mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Haukar hrukku í fimmta gír undir lok fyrri hálfleiks og skoruðu þrjú síðustu mörk hans og bættu um betur með því að skora fjögur fyrstu mörk síðari hálfleiks. Eftir það var spurningin aldrei um hvort liðið myndi sigra leikinn heldur hversu stór sigurinn yrði, svo sannfærandi var vörn og markvarsla Hauka í kvöld. Giedrius Morkunas átti stórleik í marki Hauka og varði 19 skot en auk þess varði vörnin fjölda skota Framara sem áttu engin svör við sterkum varnarleik efsta liðs deildarinnar. Um miðjan síðari hálfleikinn hvíldi Patrekur Jóhannesson byrjunarlið sitt fyrir átök morgundagsins í úrslitaleik Deildarbikarsins en Framarar eru komnir í langt jólafrí, úr leik í báðum bikarkeppnum með nokkurra daga millibili.Guðlaugur Arnars: Sóknarleikurinn vandamálið Guðlaugur Arnarsson var að vonum daufur í dálkinn að leik loknum en telur sig og sína leikmenn hafa lært eitthvað af leiknum: „Við lærðum það að við þurfum að vera fókuseraðir á þá hluti sem við erum í. Við verðum að halda haus og við verðum að halda einbeitingu,“ sagði Guðlaugur. Fram var vel inni í leiknum allt fram að lokum fyrri hálfleiks þegar Haukar breyttu stöðunni úr 7-7 í 10-7. „Við missum dampinn og þetta féll allt með Haukum, þeir spiluðu sterka vörn og markvörðurinn þeirra var að taka allt og grýta boltanum fram.“ Í kjölfarið fengu haukar fjölmörg hraðaupphlaup sem gerðu út um leikinn. Sóknarleikur Framara virkaði ráðleysislegur á löngum köflum í leiknum og veit Guðlaugur vel af því vandamáli liðsins: „Okkar vandamál í vetur hefur verið sóknarleikurinn og við þurfum bara að halda áfram að vinna í honum. Núna er einn og hálfur mánuður í næsta leik svo við verðum að reyna að nota þann tíma vel. Ungu strákarnir fara reyndar að spila með 2. og 3. flokki en það er bara eins og það er. En ég er ánægður með árangurinn hingað til, við erum búnir að spila okkur hingað í deildarbikarinn og spilamennskan fram að þessu hefur skilað því þannig að við ætlum að byggja við þetta.“Patrekur: Fríið kom sér vel Patrekur Jóhannesson var öllu kátari eftir leik enda gjörsigruðu Haukar lið Fram í kvöld. Það var þolinmæðin sem vann þessa þraut að hans mati: „Við vorum bara yfirvegaðir og þolinmóðir, á móti Fram þarf bara þolinmæði, þeir spila virkilega langar sóknir. Ég var virkilega ánægður með hvað við vorum þolinmóðir allan tímann sóknarlega. Við vorum rólegir í byrjun og náum svo að brjóta þá á bak aftur.“ Haukar hafa verið í leikjafríi frá deildarleiknum magnaða gegn Fram þar sem þeir sneru töpuðum leik sér í hag: „Þeir spiluðu auðvitað í vikunni gegn Aftureldingu í bikarnum á meðan við erum búnir að vera að æfa og það kom sér mjög vel.“ Um miðjan síðari hálfleik skipti Patrekur nánast öllu liðinu af velli og gaf öðrum leikmönnum tækifæri á að spreyta sig: „Jú jú, það er auðvitað mikilvægt, tveir leikir á tveimur dögum en leikmennirnir eru allir í góðu formi þó það sé auðvitað fínt að geta hvílt aðeins.“ Haukar mæta annað hvort nágrönnum sínum í FH eða leikmönnum ÍBV í úrslitum en Patrekur á þó enga óskamótherja í úrslitaleiknum: „Nei, þetta eru svipuð lið að getu, númer tvö og þrjú í deildinni, svoleiðis að það skiptir engu máli. Við erum bara ánægðir með að vera komnir í úrslitaleikinn.“
Olís-deild karla Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Sjá meira