Fríverslunarsamningur nauðsynlegur Svavar Hávarðsson skrifar 16. desember 2013 07:00 Danska fyrirtækið Royal Arctic Line annast nær alla flutninga til Grænlands. Myndin er tekin við höfnina í Tasiilaq við austurströnd Grænlands. Skipið Irena Arctica affermir vörur, þar á meðal jólatré. mynd/Carl Skou - kuummiut.com Íslendingar starfrækja víðfeðmara flutninganet á norðurslóðum en nokkur önnur þjóð. Starfsemi íslenskra fyrirtækja á Grænlandi spannar mjög vítt svið og vísbendingar eru um að íslensk útflutningsfyrirtæki stefni á aukin Grænlandsviðskipti.Dekkum norðurslóðir allar Þetta er meðal niðurstaðna greiningar Íslenska sjávarklasans (ÍS) á íslenskum umsvifum í Grænlandi og framtíðarmöguleikum. Haukur Már Gestsson, hagfræðingur hjá ÍS, segir að ekki aðeins sé flutningsnet Íslands á norðurslóðum lengra komið en annarra þjóða. „Raunar er Ísland eina landið í heiminum sem býður upp á reglubundna flutninga til allra landa sem teljast til norðurslóða. Svo umfangsmikið flutninganet er langt frá því sjálfgefið í litlu landi eins og okkar. Það má fullyrða að hægt sé að byggja á því, og þarf að hafa hugfast þegar rætt er um að nýta ný tækifæri á norðurslóðum.“ Hér vísar Haukur til þess að Icelandair starfrækir reglubundið flug til Anchorage í Alaska, Kanada, Rússlands, Noregs, Finnlands og Svíþjóðar og Flugfélag Íslands og Norlandair starfrækja flug til ýmissa staða á Grænlandi. Þá siglir Eimskip til Norður-Noregs, Svíþjóðar, Múrmansk í Rússlandi, Nuuk í Grænlandi og Kanada, og Samskip til Svíþjóðar. Haukur Már segir að þrátt fyrir að nokkuð sé þangað til tækifæri tengd skipaflutningum á norðurslóðum opnist fyrir alvöru verði að hafa hugfast að umsvif á Grænlandi muni aukast mikið á allra næstu árum. Yfir 30 umfangsmikil verkefni eru í deiglunni í olíuvinnslu, námugreftri og byggingu ál- og raforkuvera. Heildarverðmæti fjárfestinga eru nú um 900 milljarðar íslenskra króna [40 milljarðar danskra króna]. Á sama tíma skorti innviði til að sinna uppbyggingunni – innviði sem Ísland þegar hefur að stærstum hluta. „Hér eru íslausar hafnir allt árið, góðir flugvellir og öflug flutningafyrirtæki svo dæmi séu tekin,“ segir Haukur Már.Mikil umsvif Kortlagning Sjávarklasans á atvinnuumsvifum Íslendinga á Grænlandi sýnir að fjölmörg íslensk fyrirtæki eru umfangsmikil á Grænlandi. Lengi hefur verið samstarf milli þjóðanna um uppbyggingu landbúnaðar á Grænlandi. Íslendingar áttu stóran þátt í uppbyggingu flugvalla á 20. öld og uppbyggingu fiskvinnslu þar í landi á 9. áratugnum. Íslensk fyrirtæki sinna flugi og siglingum til og frá Grænlandi og margar íslenskar útgerðir eiga hlut í grænlenskum útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækjum. Þá sinna mörg íslensk fyrirtæki grænlenskri smábátaútgerð. Íslensk verkfræði- og iðnaðarfyrirtæki sinna stórum verkefnum og á Landspítalanum og Sjúkrahúsinu á Akureyri eru starfrækt sérstök teymi sem sinna heilbrigðisþjónustu við Grænlendinga. Í skýrslu Sjávarklasans kemur einnig fram að síðastliðinn áratug hafa vöruflutningar milli Íslands og Grænlands aukist umtalsvert. Verðmæti vöruútflutnings var í kringum 400 milljónir króna upp úr aldamótum en var komið í 2,6 milljarða árið 2012. Mestan hluta aukningarinnar má rekja til aukinna viðskipta með iðnaðarvörur eins og olíu, málma og iðnaðarsalt. Útflutningur á sjávarafurðum og búnaði fyrir sjávarútveg hefur hins vegar að mestu staðið í stað.Augu manna á Grænlandi Innan Sjávarklasans starfar flutninga- og hafnahópur átján fyrirtækja á sviði flutninga, samgangna, hafnastarfsemi. Stefna hópsins skilgreinir aukið samstarf fyrirtækjanna við Grænlendinga meðal forgangsverkefna. Hópurinn hefur í því augnamiði hafið samstarf við danska olíu- og gasklasann Offshoreenergy um að auka tengsl danskra, grænlenskra og íslenskra fyrirtækja varðandi leit og vinnslu á olíu og gasi á Grænlandi. Haukur Már telur að framtíðartækifæri íslensks atvinnulífs séu mikil á Grænlandi. Kannski sé jafnvel um einn stærsta vaxtarbroddinn af þeim öllum að ræða. „Allar vísbendingar eru um að innan stórs hluta útflutningsfyrirtækja landsins er stefnan sett á aukin Grænlandsviðskipti,“ segir Haukur Már.Einokun Dana skekkir samkeppnisstöðu Þó viðskipti Íslands og Grænlands spanni nú breitt svið eru þau miklu umfangsminni en þau væru ef hagkvæmni réði ferð. Vegna mikilla ítaka Dana á Grænlandi er það því miður sjaldnast raunin. Til marks um það nægir að nefna að skipafélagið Royal Arctic Line hefur einkaleyfi á skipaferðum til, frá og innan Grænlands til ársins 2022. Í Álaborg í Danmörku er starfrækt vöruflutningamiðstöð fyrir Grænland og þangað fara næstum allar vörur áður en þær eru sendar til Grænlands. Yfir 85% af öllum innfluttum vörum til Grænlands koma frá Danmörku.Fríverslunarsamningur forgangsverkefni Í skýrslu Sjávarklasans er það metið sem forgangsatriði að fríverslunarsamningur verði gerður við Grænlendinga og stjórnvöld hvött til þess að beita sér fyrir slíkri samningsgerð. Nokkrir samningar eru í gildi á milli landanna sem ætlað er að draga úr viðskiptahömlum. Grænlendingar hafa hins vegar takmörkuð tækifæri til að gera þjóðréttarsamninga og heilt yfir er aðkoma danskra stjórnvalda að slíkri samningsgerð skilyrði. Litið er til Hoyvíkursamningsins milli Íslands, Danmerkur og Færeyja sem er víðtækasti fríverslunarsamningur sem Ísland hefur gert. Grænlendingar hafa fylgst með framkvæmd hans frá fyrsta degi og það metið svo af Sjávarklasanum að upplagt sé að ganga til samninga við Grænlendinga á þeim grunni. Fréttaskýringar Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Íslendingar starfrækja víðfeðmara flutninganet á norðurslóðum en nokkur önnur þjóð. Starfsemi íslenskra fyrirtækja á Grænlandi spannar mjög vítt svið og vísbendingar eru um að íslensk útflutningsfyrirtæki stefni á aukin Grænlandsviðskipti.Dekkum norðurslóðir allar Þetta er meðal niðurstaðna greiningar Íslenska sjávarklasans (ÍS) á íslenskum umsvifum í Grænlandi og framtíðarmöguleikum. Haukur Már Gestsson, hagfræðingur hjá ÍS, segir að ekki aðeins sé flutningsnet Íslands á norðurslóðum lengra komið en annarra þjóða. „Raunar er Ísland eina landið í heiminum sem býður upp á reglubundna flutninga til allra landa sem teljast til norðurslóða. Svo umfangsmikið flutninganet er langt frá því sjálfgefið í litlu landi eins og okkar. Það má fullyrða að hægt sé að byggja á því, og þarf að hafa hugfast þegar rætt er um að nýta ný tækifæri á norðurslóðum.“ Hér vísar Haukur til þess að Icelandair starfrækir reglubundið flug til Anchorage í Alaska, Kanada, Rússlands, Noregs, Finnlands og Svíþjóðar og Flugfélag Íslands og Norlandair starfrækja flug til ýmissa staða á Grænlandi. Þá siglir Eimskip til Norður-Noregs, Svíþjóðar, Múrmansk í Rússlandi, Nuuk í Grænlandi og Kanada, og Samskip til Svíþjóðar. Haukur Már segir að þrátt fyrir að nokkuð sé þangað til tækifæri tengd skipaflutningum á norðurslóðum opnist fyrir alvöru verði að hafa hugfast að umsvif á Grænlandi muni aukast mikið á allra næstu árum. Yfir 30 umfangsmikil verkefni eru í deiglunni í olíuvinnslu, námugreftri og byggingu ál- og raforkuvera. Heildarverðmæti fjárfestinga eru nú um 900 milljarðar íslenskra króna [40 milljarðar danskra króna]. Á sama tíma skorti innviði til að sinna uppbyggingunni – innviði sem Ísland þegar hefur að stærstum hluta. „Hér eru íslausar hafnir allt árið, góðir flugvellir og öflug flutningafyrirtæki svo dæmi séu tekin,“ segir Haukur Már.Mikil umsvif Kortlagning Sjávarklasans á atvinnuumsvifum Íslendinga á Grænlandi sýnir að fjölmörg íslensk fyrirtæki eru umfangsmikil á Grænlandi. Lengi hefur verið samstarf milli þjóðanna um uppbyggingu landbúnaðar á Grænlandi. Íslendingar áttu stóran þátt í uppbyggingu flugvalla á 20. öld og uppbyggingu fiskvinnslu þar í landi á 9. áratugnum. Íslensk fyrirtæki sinna flugi og siglingum til og frá Grænlandi og margar íslenskar útgerðir eiga hlut í grænlenskum útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækjum. Þá sinna mörg íslensk fyrirtæki grænlenskri smábátaútgerð. Íslensk verkfræði- og iðnaðarfyrirtæki sinna stórum verkefnum og á Landspítalanum og Sjúkrahúsinu á Akureyri eru starfrækt sérstök teymi sem sinna heilbrigðisþjónustu við Grænlendinga. Í skýrslu Sjávarklasans kemur einnig fram að síðastliðinn áratug hafa vöruflutningar milli Íslands og Grænlands aukist umtalsvert. Verðmæti vöruútflutnings var í kringum 400 milljónir króna upp úr aldamótum en var komið í 2,6 milljarða árið 2012. Mestan hluta aukningarinnar má rekja til aukinna viðskipta með iðnaðarvörur eins og olíu, málma og iðnaðarsalt. Útflutningur á sjávarafurðum og búnaði fyrir sjávarútveg hefur hins vegar að mestu staðið í stað.Augu manna á Grænlandi Innan Sjávarklasans starfar flutninga- og hafnahópur átján fyrirtækja á sviði flutninga, samgangna, hafnastarfsemi. Stefna hópsins skilgreinir aukið samstarf fyrirtækjanna við Grænlendinga meðal forgangsverkefna. Hópurinn hefur í því augnamiði hafið samstarf við danska olíu- og gasklasann Offshoreenergy um að auka tengsl danskra, grænlenskra og íslenskra fyrirtækja varðandi leit og vinnslu á olíu og gasi á Grænlandi. Haukur Már telur að framtíðartækifæri íslensks atvinnulífs séu mikil á Grænlandi. Kannski sé jafnvel um einn stærsta vaxtarbroddinn af þeim öllum að ræða. „Allar vísbendingar eru um að innan stórs hluta útflutningsfyrirtækja landsins er stefnan sett á aukin Grænlandsviðskipti,“ segir Haukur Már.Einokun Dana skekkir samkeppnisstöðu Þó viðskipti Íslands og Grænlands spanni nú breitt svið eru þau miklu umfangsminni en þau væru ef hagkvæmni réði ferð. Vegna mikilla ítaka Dana á Grænlandi er það því miður sjaldnast raunin. Til marks um það nægir að nefna að skipafélagið Royal Arctic Line hefur einkaleyfi á skipaferðum til, frá og innan Grænlands til ársins 2022. Í Álaborg í Danmörku er starfrækt vöruflutningamiðstöð fyrir Grænland og þangað fara næstum allar vörur áður en þær eru sendar til Grænlands. Yfir 85% af öllum innfluttum vörum til Grænlands koma frá Danmörku.Fríverslunarsamningur forgangsverkefni Í skýrslu Sjávarklasans er það metið sem forgangsatriði að fríverslunarsamningur verði gerður við Grænlendinga og stjórnvöld hvött til þess að beita sér fyrir slíkri samningsgerð. Nokkrir samningar eru í gildi á milli landanna sem ætlað er að draga úr viðskiptahömlum. Grænlendingar hafa hins vegar takmörkuð tækifæri til að gera þjóðréttarsamninga og heilt yfir er aðkoma danskra stjórnvalda að slíkri samningsgerð skilyrði. Litið er til Hoyvíkursamningsins milli Íslands, Danmerkur og Færeyja sem er víðtækasti fríverslunarsamningur sem Ísland hefur gert. Grænlendingar hafa fylgst með framkvæmd hans frá fyrsta degi og það metið svo af Sjávarklasanum að upplagt sé að ganga til samninga við Grænlendinga á þeim grunni.
Fréttaskýringar Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira