Gylfi Þór og Sara Björk best í fótbolta árið 2013 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. desember 2013 14:39 Sara Björk og Gylfi Þór. Knattspyrnusamband Íslands hefur birt niðurstöður leikmannavals sambandsins um þær þrjár knattspyrnukonur og -menn sem sköruðu fram úr á árinu sem senn er á enda. Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Tottenham, hafnaði í efsta sæti karlamegin. Kolbeinn Sigþórsson, framherji Ajax, varð í öðru sæti og Alfreð Finnbogason, framherji Heerenveen í þriðja sæti. Sara Björk Gunnarsdóttir, miðjumaður Malmö, varð í efsta sæti hjá konunum. Guðbjörg Gunnarsdóttir, sem samdi við Potsdam í Þýskalandi á dögunum, í öðru sæti og Þóra Björg Helgadóttir, markvörður ársins í sænsku deildinni með Malmö, varð þriðja. Umfjöllun um hvern leikmann fyrir sig má sjá hér að neðan.Gylfi Þór Sigurðsson var svo sannarlega einn af lykilmönnum íslenska landsliðsins á árinu sem náði frábærum árangri í undankeppni HM 2014. Gylfi skoraði mikilvæg mörk, t.a.m. bæði mörkin í sigri á Slóveníu á útivelli og svo gegn Kýpur á heimavelli og lagði einnig upp mikilvæg mörk fyrir félaga sína. Hann lék 8 af 10 landsleikjum Íslands á árinu og skoraði þrjú mörk. Gylfi leikur með Tottenham í ensku úrvalsdeildinni, sem missti naumlega af sæti í Meistaradeild UEFA á síðasta keppnistímabili. Félagið var stórtækt á leikmannamarkaðnum fyrir þetta tímabilið, en Gylfi hefur leikið í 12 leikjum af 16 í ensku úrvalsdeildinni þegar þetta er skrifað. Þar af eru 7 í byrjunarliði og hefur Gylfi skorað 3 mörk í þessum leikjum og er næstmarkahæsti leikmaður Tottenham. Þá hefur Gylfi leikið mikið í öðrum keppnum t.d. í Evrópudeild UEFA þar sem Tottenham hefur tryggt sér sæti í 32-liða úrslitum.Mynd/VilhelmKolbeinn Sigþórsson heldur uppteknum hætti í markaskorun með landsliðinu, en hann skoraði 5 mörk í 9 landsleikjum á árinu, þar á meðal markið gegn Noregi ytra sem gulltryggði Íslendingum sæti í umspilsleikjunum gegn Króatíu. Hann hefur nú skorað 13 mörk í 20 landsleikjum sem er magnaður árangur. Kolbeinn missti af hálfu síðasta tímabili vegna meiðsla, en skoraði engu að síður 7 mörk í 15 deildarleikjum fyrir Ajax sem varð hollenskur meistari. Hann byrjaði þetta tímabil af krafti, hefur skorað 6 mörk í 14 deildarleikjum þegar þetta er skrifað, en meiddist í fyrri umspilsleik Íslands og missti því af nokkrum leikjum.Mynd/VilhelmAlfreð Finnbogason var í stóru hlutverki hjá landsliðinu, lék í 8 landsleikjum á árinu og skoraði eitt mark, gegn Slóveníu á heimavelli. Alfreð sló svo sannarlega í gegn með hollenska liðinu Heerenveen á síðasta tímabili, endaði það með 24 mörk í 33 leikjum og varð þriðji markahæsti leikmaðurinn í hollensku deildinni. Alfreð hefur svo sannarlega haldið uppteknum hætti á þessu tímabili, því þegar þetta er skrifað er hann markahæsti leikmaðurinn í hollensku deildinni með 16 mörk í 14 leikjum. Orðspor Alfreðs hefur farið víða og þessa dagana er hann eftirsóttur af mörgum félögum í Evrópu og verður spennandi að fylgjast með framtíð hans.Nordicphotos/AFPSara Björk Gunnarsdóttir var sem fyrr í lykilhlutverki í íslenska kvennalandsliðinu sem komst í 8-liða úrslit í úrslitakeppni EM sem fram fór í Svíþjóð. Þetta er besti árangur kvennalandsliðsins, sem hafði áður komist í úrslitakeppni EM í Finnlandi árið 2009. Sara lék í 12 af 13 landsleikjum Íslands á árinu og skoraði í þeim 2 mörk. Landsleikirnir eru því orðnir alls 66 og mörkin í þeim 14, en Sara er aðeins 23 ára. Sara lék sem fyrr stórt hlutverk í félagsliði sínu, Malmö i Svíþjóð, og fagnaði þar meistaratitlinum í annað sinn á þremur árum. Sara skoraði 8 mörk í 20 leikjum með Malmö sem vann sænska titilinn sannfærandi, tapaði aðeins einum leik af 22 í deildinni. Sara var ein af þremur sem tilnefnd var besti miðjumaður deildarinnar á síðasta tímabili.Guðbjörg Gunnarsdóttir sló í gegn í úrslitakeppni EM í Svíþjóð þar sem hún varði mark Íslands í öllum fjórum leikjunum. Hún þótti standa sig frábærlega í keppninni og átti stóran þátt í því að Ísland komst í 8-liða úrslitin. Guðbjörg lék í 7 landsleikjum af 13 á árinu og eru landsleikirnir orðnir 28 í heildina. Hún lék með Íslendingaliðinu Avaldsnes í norsku deildinni, en nýliðarnir höfnuðu í fjórða sæti auk þess að komast í bikarúrslitaleikinn þar sem þær biðu lægri hlut gegn Stabæk. Guðbjörg var aðalmarkvörður liðsins og lék í 21 af 22 deildarleikjum. Nú fyrr í mánuðinum skrifaði svo Guðbjörg undir samning við þýska stórliðið Turbine Potsdam sem er eitt allra sterkasta félagslið heims.Mynd/Heimasíða MalmöÞóra Björg Helgadóttir er einn leikreyndasti leikmaður Íslands, en hún lék sinn 99. landsleik á árinu og lék í 7 af 13 landsleikjum ársins. Þóra hóf árið með því að leika með Western Sidney Wanderers í Ástralíu en átti frábært tímabil með Malmö í Svíþjóð. Þar fagnaði hún sínum þriðja meistaratitli á fjórum árum og fékk aðeins á sig 13 mörk í 21 leik í deildinni. Þóra bætti svo um betur og var valinn besti markvörður sænsku deildarinnar, annað árið í röð en óumdeilt er að sænska deildin sé ein sú sterkasta í heiminum. Enski boltinn Fótbolti Fréttir ársins 2013 Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Segja Römer klára tímabilið með KA Íslenski boltinn Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti EM í dag: Helgin frá helvíti Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Fleiri fréttir „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands hefur birt niðurstöður leikmannavals sambandsins um þær þrjár knattspyrnukonur og -menn sem sköruðu fram úr á árinu sem senn er á enda. Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Tottenham, hafnaði í efsta sæti karlamegin. Kolbeinn Sigþórsson, framherji Ajax, varð í öðru sæti og Alfreð Finnbogason, framherji Heerenveen í þriðja sæti. Sara Björk Gunnarsdóttir, miðjumaður Malmö, varð í efsta sæti hjá konunum. Guðbjörg Gunnarsdóttir, sem samdi við Potsdam í Þýskalandi á dögunum, í öðru sæti og Þóra Björg Helgadóttir, markvörður ársins í sænsku deildinni með Malmö, varð þriðja. Umfjöllun um hvern leikmann fyrir sig má sjá hér að neðan.Gylfi Þór Sigurðsson var svo sannarlega einn af lykilmönnum íslenska landsliðsins á árinu sem náði frábærum árangri í undankeppni HM 2014. Gylfi skoraði mikilvæg mörk, t.a.m. bæði mörkin í sigri á Slóveníu á útivelli og svo gegn Kýpur á heimavelli og lagði einnig upp mikilvæg mörk fyrir félaga sína. Hann lék 8 af 10 landsleikjum Íslands á árinu og skoraði þrjú mörk. Gylfi leikur með Tottenham í ensku úrvalsdeildinni, sem missti naumlega af sæti í Meistaradeild UEFA á síðasta keppnistímabili. Félagið var stórtækt á leikmannamarkaðnum fyrir þetta tímabilið, en Gylfi hefur leikið í 12 leikjum af 16 í ensku úrvalsdeildinni þegar þetta er skrifað. Þar af eru 7 í byrjunarliði og hefur Gylfi skorað 3 mörk í þessum leikjum og er næstmarkahæsti leikmaður Tottenham. Þá hefur Gylfi leikið mikið í öðrum keppnum t.d. í Evrópudeild UEFA þar sem Tottenham hefur tryggt sér sæti í 32-liða úrslitum.Mynd/VilhelmKolbeinn Sigþórsson heldur uppteknum hætti í markaskorun með landsliðinu, en hann skoraði 5 mörk í 9 landsleikjum á árinu, þar á meðal markið gegn Noregi ytra sem gulltryggði Íslendingum sæti í umspilsleikjunum gegn Króatíu. Hann hefur nú skorað 13 mörk í 20 landsleikjum sem er magnaður árangur. Kolbeinn missti af hálfu síðasta tímabili vegna meiðsla, en skoraði engu að síður 7 mörk í 15 deildarleikjum fyrir Ajax sem varð hollenskur meistari. Hann byrjaði þetta tímabil af krafti, hefur skorað 6 mörk í 14 deildarleikjum þegar þetta er skrifað, en meiddist í fyrri umspilsleik Íslands og missti því af nokkrum leikjum.Mynd/VilhelmAlfreð Finnbogason var í stóru hlutverki hjá landsliðinu, lék í 8 landsleikjum á árinu og skoraði eitt mark, gegn Slóveníu á heimavelli. Alfreð sló svo sannarlega í gegn með hollenska liðinu Heerenveen á síðasta tímabili, endaði það með 24 mörk í 33 leikjum og varð þriðji markahæsti leikmaðurinn í hollensku deildinni. Alfreð hefur svo sannarlega haldið uppteknum hætti á þessu tímabili, því þegar þetta er skrifað er hann markahæsti leikmaðurinn í hollensku deildinni með 16 mörk í 14 leikjum. Orðspor Alfreðs hefur farið víða og þessa dagana er hann eftirsóttur af mörgum félögum í Evrópu og verður spennandi að fylgjast með framtíð hans.Nordicphotos/AFPSara Björk Gunnarsdóttir var sem fyrr í lykilhlutverki í íslenska kvennalandsliðinu sem komst í 8-liða úrslit í úrslitakeppni EM sem fram fór í Svíþjóð. Þetta er besti árangur kvennalandsliðsins, sem hafði áður komist í úrslitakeppni EM í Finnlandi árið 2009. Sara lék í 12 af 13 landsleikjum Íslands á árinu og skoraði í þeim 2 mörk. Landsleikirnir eru því orðnir alls 66 og mörkin í þeim 14, en Sara er aðeins 23 ára. Sara lék sem fyrr stórt hlutverk í félagsliði sínu, Malmö i Svíþjóð, og fagnaði þar meistaratitlinum í annað sinn á þremur árum. Sara skoraði 8 mörk í 20 leikjum með Malmö sem vann sænska titilinn sannfærandi, tapaði aðeins einum leik af 22 í deildinni. Sara var ein af þremur sem tilnefnd var besti miðjumaður deildarinnar á síðasta tímabili.Guðbjörg Gunnarsdóttir sló í gegn í úrslitakeppni EM í Svíþjóð þar sem hún varði mark Íslands í öllum fjórum leikjunum. Hún þótti standa sig frábærlega í keppninni og átti stóran þátt í því að Ísland komst í 8-liða úrslitin. Guðbjörg lék í 7 landsleikjum af 13 á árinu og eru landsleikirnir orðnir 28 í heildina. Hún lék með Íslendingaliðinu Avaldsnes í norsku deildinni, en nýliðarnir höfnuðu í fjórða sæti auk þess að komast í bikarúrslitaleikinn þar sem þær biðu lægri hlut gegn Stabæk. Guðbjörg var aðalmarkvörður liðsins og lék í 21 af 22 deildarleikjum. Nú fyrr í mánuðinum skrifaði svo Guðbjörg undir samning við þýska stórliðið Turbine Potsdam sem er eitt allra sterkasta félagslið heims.Mynd/Heimasíða MalmöÞóra Björg Helgadóttir er einn leikreyndasti leikmaður Íslands, en hún lék sinn 99. landsleik á árinu og lék í 7 af 13 landsleikjum ársins. Þóra hóf árið með því að leika með Western Sidney Wanderers í Ástralíu en átti frábært tímabil með Malmö í Svíþjóð. Þar fagnaði hún sínum þriðja meistaratitli á fjórum árum og fékk aðeins á sig 13 mörk í 21 leik í deildinni. Þóra bætti svo um betur og var valinn besti markvörður sænsku deildarinnar, annað árið í röð en óumdeilt er að sænska deildin sé ein sú sterkasta í heiminum.
Enski boltinn Fótbolti Fréttir ársins 2013 Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Segja Römer klára tímabilið með KA Íslenski boltinn Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti EM í dag: Helgin frá helvíti Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Fleiri fréttir „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki