Erlent

Pussy Riot frjálsar á morgun

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar

Meðlimir rússnesku kvenhljómsveitarinnar Pussy Riot gætu fengið frelsið á ný á morgun. Þjóðþingið í Rússlandi hefur samþykkt lög Vladimír Pútíns Rússlandsforseta um náðanir fanga í Rússlandi. Guardian segir frá.

Konurnar tvær,  María Aljokína og Nadesjda Tolokonnikova voru dæmdar ásamt þeirri þriðju, Jekaterína Samúsevitsj, í tveggja ára fangelsi í ágúst árið 2012 fyrir óeirðir þegar þær héldu pönkmessu í febrúar sama ár.

Í október 2012 komst áfrýjunardómstóll í Moskvu að þeirri niðurstöðu að Samúsevitsj hefði ekki tekið jafn virkan þátt i pönkmessunni og hinar tvær og var hún því látin laus.

Þær Aljokína og Tolokonnikova hafa setið inni síðan þær voru handteknar fyrir bráðum tveimur árum síðan. Þær hafa nú verið náðaðar og munu losna fljótlega úr fangelsinu.

Liðsmenn Greenpeace-samtakanna, sem handteknir voru í haust fyrir að efna til mótmæla við rússneskan olíuborpall, voru einnig meðal þeirra sem voru náðaðir og mega þeir búast við að verða lausir fyrir jólin.

Rússneska stjórnarskráin á 20 ára afmæli og af því tilefni náðaði Pútín Rússlandsforseti 25 þúsund manns.


Tengdar fréttir

Sjá ekki eftir mótmælunum

Þær Nadezhda Tolokonnikova og Anna Alekhina, meðlimir í rússnesku pönkhljómsveitinni Pussy Riot, segjast ekki láta erfiðar aðstæður í vinnubúðunum hafa mikil áhrif á sig.

Meðlimur Pussy Riot í hungurverkfall

Maria Alyokhina, einn þriggja meðlima feminísku pönkhljómsvetiarinnar Pussy Riot, hefur lýst því yfir að hún ætli að fara í hungurverkfall þar til hún fær að sitja eigin réttarhöld um mögulega reynslulausn.

Meðlimur Pussy Riot sendur á spítala

Maria Alekhina, meðlimur rússnesku pönksveitarinnar Pussy Riot, var send á spítala fyrr í dag. Hún situr í fangelsi og hefur verið í hungurverkfalli í sjö daga

Pussy Riot meðlimur týndur

Ekkert hefur spurst konunnar síðan hún var flutt milli fangelsa í Rússlandi fyrir tíu dögum.

Pussy Riot meðlimur fluttur um set

Nadezhda Tolokonnikova, ein meðlima rússnesku kvennapönksveitarinnar Pussy Riot verður færð á annað fangelsi

Meðlimi Pussy Riot synjað um reynslulausn

Réttur í Rússlandi hafnaði í dag beiðni Nadezhda Tolokonnikova um reynslulausn. Hún er meðlimur í Pussy Riot og hefur setið í fangelsi frá því mars á síðasta ári.

Börn frædd um Pussy Riot

Boðið verður upp á kvikmyndafræðslu fyrir börn og unglinga í grunnskólum Reykjavíkur í haust. Sýningarnar verða í Bíói Paradís.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×