Íslenski boltinn

Tonny Mawejje seldur til Noregs

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Daníel
Úgandamaðurinn Tonny Mawejje er á leið til Noregs en ÍBV og Haugesund hafa komist að samkomulagi um kaupverð eftir viðræður síðustu vikna.

Forráðamenn ÍBV höfðu þegar hafnað þremur tilboðum frá Haugesund en félögin komust svo að samkomulagi um kaupverð. Þetta kemur fram á vef Eyjafrétta.

Þetta þýðir að í fyrsta sinn frá árinu 2006 er enginn leikmaður frá Úganda á máli hjá ÍBV. Andrew Mwesigwa kom fyrst en síðan hafa þeir Augustine Nsumba, Abel Dhaira, Aziz Kemba og Mawejje allir komið til Eyja.

Mawejje var talinn verðmætasti leikmaður Pepsi-deildar karla samkvæmt stuðlakerfi KSÍ en hann hefur verið hjá ÍBV síðan 2009.

Hér fyrir neðan má sjá kveðju sem hann skrifaði til stuðningsmanna ÍBV.

IN THE FIRST PLACE I THANK YOU JESUS... COZ ITS YOU WHO HAS MADE IT HAPPEN, THANKS TO IBV AS A CLUB FOR YOU HAVE DEEPLY CONTRIBUTED TO WHAT IAM TODAY, I CANT FORGET MY FANS AT IBV YOU HAVE BEEN MAGNIFICIENT,I JUST WISH I COULD MOVE ALONG WITH YOU TO MY NEW CLUB... THANKS FOR THE LOVE.!!.... THEN TO ALL MY FANS & TO ALL WHO LOVE MY GAME FK HAUGESUND IS MY NEW CLUB NOW.

CHEERS!!! KYAKABI NYOO.....!!!




Fleiri fréttir

Sjá meira


×